Leita í fréttum mbl.is

Grein um aðildarviðræðurnar í FRBL

Þrír fulltrúar úr samninganefnd Íslands gagnvart ESB, með Stefán Hauk Jóhannesson, í broddi fylkingar, skrifuðu góða grein í Fréttablaðið í gær og lýstu stöðu samningaviðræðnanna. Í máli þeirra koma fram að mikilvægir kaflar voru opnaðir á ríkjaráðstefnunni, sem haldin var í vikunni. Alls voru fjórir kaflar opnaðir og tveimur lokað samdægurs, um neytendavernd og heilsuvernd og utanríkis, öryggis og varnarmál (engir "smábitar" hér á ferð!)

Í síðari kaflanum var sérstaða Íslands sem herlaust land staðfest. Í greininni segja höfundar þessa staðfestingu undirstrika þá einstöku stöðu sem Ísland hafi í þessum efnum.

Fram kemur í lok greinarinnar að næsta skref viðræðnanna sé að opna stóra kafla á borð við landbúnað og sjávarútveg, Vonir standa til að það verði hægt á þessu ári.

Myndband sem tengist þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fyrir mér lítur þetta nánast út eins og pjúra undanþága (ekki sérlausn).

Ísland er barasta tekið út fyrir sviga varðandi Common Security and Defence Policy. Og það niðurneglt í Aðildarsamningi.

Alveg ljóst að þetta er mikið áfall fyrir Andsinna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.4.2012 kl. 10:08

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þeir eru allt of hógværir þeir samningamennirnir. Við erum beisiklí að tala um undanþágu eða að Ísland sé tekið út fyrir sviga í CSD.

þó yfirlýsingar, almennt séð, hafi ekki sama gildi og bókun í Aðildarsamningi - þá ber að horfa til heildarsamhengis yfirlýnarinnar og þess að þetta er sameiginleg yfirlýsing sem annexuð verður í lokagerð Aðildarsamnings. (annexed to the Final Act).

Stórmerkilegt. Og þarna fer þetta sem Andsinnar hafa verið að þvaðra með ,,er ekkert um að semja".

Ha!?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.4.2012 kl. 12:01

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við höfum rætt þessi hermál að nokkru leyti, áhugaverðu raunar, á vefslóðinni hér á undan ('Bull Samtaka ungra ....'), en það er miklu meira um þau að segja, því að Lissabon-sáttmálinn hefur um þau mun opnari valdheimildir fyrir Evrópusambandið í hernaðar- og öryggismálum heldur en ykkur Esb-sinnum er tamt að játa eða horfast í augu við ...

Jón Valur Jensson, 1.4.2012 kl. 16:32

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er áberandi fjarvera Andsinna viðvíkjandi þessi merku tíðindi. Soldið mikið áberandi.

Nú, því hef eg ákveðið að aðstoða Andsinna. það er nú hlvíti hart ef maður þarf að bókstaflega að draga Andsinnagreyin uppú þeim forarpytti sem þeir hafa komið sér í!

það er bara ein leið fyrir Andsinna að bregast við þessum merku tíðindum frá Brussel.

þið eigið að segja: Ja, en þetta er nú ,,bara yfirlýsing". Hefur ekkert lagalegt gildi!

Eina leiðin fyrir ykkur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.4.2012 kl. 17:51

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er óttalega asnalegt hugtak, 'andsinnar', Ólafur Bjarki.

Er þetta ekki þín uppfinning?

Jón Valur Jensson, 1.4.2012 kl. 19:23

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakaðu, ÓMAR Bjarki !

Jón Valur Jensson, 1.4.2012 kl. 19:24

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er fínt að NEI sinnar halda áfram með lygarnar.

Því fleiri lygar því meiri líkur á að samningurinn verður samþykktur... allar lygarnar verða hraktar í samningum.

Þannig að ég hvet unga bændur og aðra NEI sinna að halda áfram með lygarnar. Jafnvel kaupa fleiri auglýsingar í Fréttablaðið. 

Sleggjan og Hvellurinn, 2.4.2012 kl. 12:19

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þeir eru alveg að tapa sér núna. Óhugnalegur öfga og ofstækissöfnuður þessir Andsinnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.4.2012 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband