Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Gunnarsson á Eyjunni: Við erum með mestu verðbólgu í Evrópu

Guðmundur Gunnarsson skrifar góðan pistil á Eyjuna þann 9. apríl, þar sem hann segir meðal annars:

"Við erum með mestu verðbólgu í Evrópu, vextir hér eru þeir hæstu sem þekkjast. Enginn vill eiga sparifé varðveitt í íslenskri krónu. Þar af leiðandi er ekki hægt að fá langtímalán í krónum, einungis í verðtryggðum krónum. Það vill engin fjármagna lánakerfið án þess að fá tilbaka sömu verðmæti og lánuð eru. Menn settu niður hælana árið 1980 þegar búið var að brenna upp alla lífeyrissjóði og sparifé landsmanna

Íslenskum launamönnum hafði tekist það sem af var þessari öld, að ná um 13% kaupmáttaraukningu fram að Hruni, en töpuðu henni nær allri við Hrunið, auk þess að fjöldi heimila tapaði öllum sínum eignum.

Danir féllu ekkert í kaupmætti um við efnahagshrunið, en hafa bætt við sig 1% eftir 2008 og tæp 6% það sem af er þessari öld. Auk þess að halda þeir sínum eignum.

Svíar hafa gert betur, þeir hafa bætt við sig 2.3% í kaupmætti eftir efnahagshrunið og 7,3% það sem af er þessari öld, og halda sínum eignum.

Finnland
hefur bætt við sig 4,5% í kaupmætti frá efnahagshruninu og bætt við sig 10,8% það sem af er þessari öld.

Noregur er með mestu kaupmáttaraukninguna af Norðurlöndunum eða 10,8% það sem af er þessari öld, þar af 4,5% frá árinu 2007.

Meðaltal kaupmáttaraukningar í Evrópu það sem af er þessari öld er 12,7%, þar af 2,7% eftir efnahagshrunið. Heimild: Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) árið 2010.

Landsframleiðsla á mann á hinum Norðurlöndunum jókst að meðaltali um 55% á meðan hún minnkaði um 4% á Íslandi. Í þessu sambandi er rétt að halda því vel til haga að við erum í litlu hagkerfi sem er mjög háð innflutningi á nauðsynjavörum.

Við eru fámenn þjóð sem býr í stóru landi en gerum kröfu um sambærilegt velferðarkerfi og er á hinum Norðurlandanna. Hvernig ætlar Ísland að ná sambærilegri stöðu og hin Norðurlöndin og hversu langan tíma ætla menn að taka sér til þess?

Píslarsýkin er kominn hér á landi á það hátt stig að sérhagsmunasamtökum tekst bara með prýðilegum árangri að fá menn til þess að berjast af fullum þrótti til þess að viðhalda því sjálfskaparvíti sem við höfum búið okkur."

Í þessu samhengi má einnig benda á annan pistil á Eyjunni, eftir Elvar Örn Arason, sem fjallar um svipuð málefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, á það ekki bara að FÓRNA FULLVELDINU, ef við erum með "mestu verðbólgu í Evrópu"? Hvernig er það með þennan Guðmund Gunnarsson, veit hann ekkert um það, hvernig öll æðstu lög yrðu hér Esb-stýrð (og hvergi smuga til að vera með nein lög, gömul eða ný, sem rekist á Esb-lög*)? Þarf ekki einhver að kenna honum þetta---og eins hitt, að Evrópusambandið fengi alræðisvald yfir fiskveiðilögsögu milli 12 og 200 mílna!

* Bretar fengu ekki einu sinni að setja lög um fiskveiðilögsögu sína, þó að Esb. hefði engin lög í því efni, og það af þvi að lagasetningarvaldið var ekki lengur brezkt, heldur brusselskt, og ekki mátti vinna gegn meginregluni um jafnan aðgang allra aðildarríkja Esb. fyrir fiskiskip sín til veiða á öllum miðum aðildarríkjanna innan 200 mílna markanna, upp að 12 mílna mörkum.

Jón Valur Jensson, 10.4.2012 kl. 21:23

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Á ÞÁ ekki bara ... vildi ég sagt hafa hér í byrjun.

Jón Valur Jensson, 10.4.2012 kl. 21:24

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Guðmundur gleymir sjálfum sér.Hann hefur síðustu 15-20 árin verið einn af aðalstjórnendum launþegahreyfingarinnar og hans fólk var í brúnni þegar hrunið varð 2008 og er þar enn.Og hvað vill hann gera nú.Frá honum kemur ekkert svar annað en að ganga í ESB, þótt fyrir liggi að ekkert breytist í atvinnumálum né neinar töfralausnir felist í því.Hann siglir áfram með lokuð augun og kyrjar sama söngin.Hann á að skammast sín.Nei við launaþegaforingja sem engu hefur komið fram, og hefur engar lausnir og er á móti atvinnusköpun.Hann hefur ítrekað komið upp um hugsanagang sinn og öfgar þegar kemur að umhverfismálum og berst á móti því sem hann kallar"stóriðja" og hann vill ekki að orkan sem er í fallvötnum og jarðvarma sé nýtt.Nei við gjammi fyrrverandi "verkalýðsforingja".Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 10.4.2012 kl. 21:25

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, látum Sigurgeir Jónsson vinna í stóriðjunni, afgamlan sauðinn.

Þorsteinn Briem, 10.4.2012 kl. 22:58

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

ENGINN
nema þú og þínir líkar er svo ARFAHEIMSKIR að láta sér detta í hug að íslenska samninganefndin muni semja við Evrópusambandið þannig að það fái "alræðisvald yfir fiskveiðilögsögu Íslands milli 12 og 200 mílna".

Alveg á mörkunum að ég nenni að svara þessu geðveikislega rugli þínu í þúsundasta skipti.

Þú ert orðinn landsþekktur fyrir heimsku og apahátt.

Þorsteinn Briem, 10.4.2012 kl. 23:15

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Blásið geturðu eins og hvalur yfir þessu, en engu breytirðu um staðreyndir með því.

Jón Valur Jensson, 10.4.2012 kl. 23:21

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

Þorsteinn Briem, 10.4.2012 kl. 23:36

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

En enn GAPIR hér afglapinn Jón Valur Jensson og heggur í sama knérunn í sínum gamla tannlausa fáráðlingshætti.

Þorsteinn Briem, 10.4.2012 kl. 23:42

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Undanþágur fást engar nema tímabundnar, Steini litli Briem.

Sérákvæði sem stríða beint gegn grunnlögum Esb. fást heldur ekki.

Jón Valur Jensson, 11.4.2012 kl. 01:08

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert greinilega mjög sjúkur maður, Jón Valur Jensson.

Þorsteinn Briem, 11.4.2012 kl. 01:56

11 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Það er einfaldlega rangt að Íslendingar hafi tapað kaupmætti sínum frá aldamótum. Í janúar 2000 þá var vísitala kaupmáttar 98,2, í febrúar 2012 var hún 112 sem þýðir að kaupmáttur á þessari öld hefur hækkað um 14%. Fullyrðing GG um að hann hafi tapast nánast allur á ekki við rök að styðjast.
http://hagstofan.is/Hagtolur/Laun,-tekjur-og-vinnumarkadur
 
Landsframleiðsla (GDP PPP) í $ samkvæmt AGS, http://www.imf.org/external/index.htm
Ísland er í þriðja sæti þrátt fyrir eitt mesta efnahagsáfall sem ein þjóð hefur þurft að ganga í gegnum. Svíar hafa komið vel undan kreppu enda hafa þeir Sænska krónu ÓTENGDA Evru, Danir koma illa út enda eru þeir með Danska krónu FASTTENGDA við Evru.
 
LandGDP 2000GDP 2011Breyting
Denmark28,40537,74133%
Finland24,46736,72350%
Iceland26,95638,07941%
Norway39,12053,37636%
Sweden26,54640,613

53%

Eggert Sigurbergsson, 11.4.2012 kl. 03:19

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Eggert Sigurbergsson.

En Steini er vís með að sjúkdómsgreina þig líka!

Jón Valur Jensson, 11.4.2012 kl. 03:24

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steini tíðkar það að þræta endalaust fyrir skráðar staðreyndir í lagaverki Evrópusambandsins. En hér er sterkur texti fyrir hann (ég spái því, að Steini svari ekki beint, heldur velji sem oftar að hjala um annað):

"Lagasetningarvald á sviði sjávarútvegs er fyrst og fremst hjá stofnunum ESB og aðildarríkin hafa framselt vald til stefnumótunar á sviði sjávarútvegs til sambandsins.244 Afleidd löggjöf á þessu sviði þarf aukinn meirihluta atkvæða í ráðherraráðinu til að hljóta samþykki, en Evrópuþingið hefur eingöngu ráðgefandi hlutverk á þessu sviði.245"

Svo segir í hinu opinbera riti: Tengsl Íslands og Evrópusambandsins, með undirtitlinum "Skýrsla Evrópunefndar um samstarfið á vettvangi EES og Schengen og um álitaefni varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu", forsætisráðuneytið, Rv. 2007, bls. 96 (allar feitletranir mínar, JVJ). Og áfram segir í textanum (og TAKIÐ VEL EFTIR FYRSTU SETNINGUNNI):

  • "Samkvæmt meginreglunni um jafnan aðgang hafa öll aðildarríki ESB ótvíræðan rétt fyrir fiskiskip sín til veiða á öllum miðum aðildarríkjanna innan 200 mílna markanna.246
  • NEÐANMÁLSGREINAR sama rits við þennan texta:

    244 Sbr. m.a. 5. gr., 6. gr. og 7. gr. reglugerðar ráðherraráðsins nr. 2371/2002.

    245 Sbr. 2. mgr. 37. gr. Rómarsáttmálans. Hingað til hafa eingöngu verið settar reglugerðir á sviði sjávarútvegs, en ekki tilskipanir. Það er meginregla að stofnanir ESB hafa valdheimildir til að setja reglur á sviði sjávarútvegs. Í dómi gegn Bretlandi nr. 804/79 kom fram að þótt ráðið hefði ekki sett reglur á því sviði sem valdframsal aðildarríkjanna tekur til hefðu aðildarríkin ekki heimild til að setja reglur á viðkomandi sviði. Því var einnig slegið föstu að vald til þess að setja reglur um verndarráðstafanir á hafinu féllu að öllu leyti undir valdsvið stofnana ESB en ekki undir valdsvið aðildarríkjanna.

    246 Sbr. 17. gr. reglugerðar ráðherraráðsins nr. 2371/2002.

Jón Valur Jensson, 11.4.2012 kl. 03:35

14 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

st.br. Stækkaði ekki ef því sem frá honum kom núnna, ekki frekar en áður.En ESB virðist hafa lítið skárra á sinni könnu,en þennan auðnuleysingja og lygalaup.NEI við skítkasti og persónulegu níði ESB.

Sigurgeir Jónsson, 11.4.2012 kl. 08:40

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Látum stóriðjuvesalingana ganga í halarófu niður Laugaveginn með logandi ljósaperu í rassinum.

Sigurgeir Jónsson fremstan í flokki með hundrað kerta peru.

Þorsteinn Briem, 11.4.2012 kl. 11:01

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í ÞÚSUNDASTA SKIPTI:

Þorsteinn Briem, 11.4.2012 kl. 11:03

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt ríkin Bretland og Frakkland eigi bæði aðild að Evrópusambandinu á Frakkland ekki hlutdeild í olíuauðlindum Bretlands, sem eru að sjálfsögðu staðbundnar.

Grænland, Færeyjar og Danmörk eru hins vegar í sama ríkinu, enda þótt Grænland og Færeyjar eigi ekki aðild að Evrópusambandinu.

Staðbundinn
þorskur á Íslandsmiðum er mun verðmætari en loðna, sem gengur á milli lögsagna Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs við Jan Mayen.

Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

En að sjálfsögðu fengist mun meira en eitt tonn af loðnukvóta í staðinn fyrir eitt tonn af þorskkvóta.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna tvo áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip Evrópusambandsins að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

Íslensk varðskip munu áfram sjá um fiskveiðieftirlit á Íslandsmiðum og Hafrannsóknastofnun áfram veita fiskveiðiráðgjöf hér, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Landhelgisgæslan starfar hins vegar hér á norðurslóðum í samvinnu við breska, norska og danska sjóherinn, sem sér um landhelgisgæslu við Færeyjar og Grænland,

Aðildarsamningi
Íslands og Evrópusambandsins verður ekki hægt að breyta, nema með samþykki Íslendinga.

Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og aðrar Evrópuþóðir fá sinn fisk af Íslandsmiðum, enda þótt Íslendingar veiði fiskinn. Og evrópskir neytendur greiða allan kostnað við veiðarnar, til að mynda olíukaup og smíði íslensku fiskiskipanna, sem langflest hafa verið smíðuð í öðrum Evrópulöndum.

Þýskalandi hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við önnur ríki en ekki með því að leggja undir sig auðlindir þeirra.

Þorsteinn Briem, 11.4.2012 kl. 11:04

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aumingja vesalings Steini getur í þetta sinn ekki meðtekið ginnhelgan texta Evrópusambandsins!

Jón Valur Jensson, 11.4.2012 kl. 14:02

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26:

"HVER AÐILDARSAMNINGUR FELUR EINNIG Í SÉR BREYTINGU Á STOFNSÁTTMÁLUNUM [EVRÓPUSAMBANDSINS]."

Þorsteinn Briem, 11.4.2012 kl. 14:20

20 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Hér er mikið blásið að vanda, eins og við er að búast þegar þessi mál ber á góma, mest "blástur" lítill rökstuðningur.

Undantekningar finnast þó, t.d. Eggert sem tekur til GDP breytingu milli áranna 2000 og 2011 með AGS sem heimildarbrunn, ég sá þetta sama á dögunum og þar sem þetta kom frá AGS var ég á varðbergi, enfann svo allsvipaðar tölur hjá Alþjóðabankanum og CIA World Fact, svo þetta passar örugglega.

En ! þetta er GDP/Landsframleiðsla, kaupmáttur er annað og það var einmitt aðallega kaupmátturinn sem notaður var sem viðmiðun og ástæða til aðildar að ESB, þó GDP væri "skrumskælt" inn í pistilinn líka, ekki satt ?

Og þar virðiast flestir hafa misst sjónar á aðal "blöffinu" bæði hvað varðar verðbólgu og kaupmátt, málið er nefnilega það að öll löndin sem talin eru upp (að "utanESB" landinu Noregi meðtöldu) þá hafa þessi ALLTAF verið með stöðugra verðlag, lægri vexti og að jafnaði betri kaupmátt en Ísland og það líka á áratugunum áður en ESB var einusinni uppfundið, eða allavega orðið að veruleika !!

Svo vandamálið með verðbólgu, gífurlegar sveiflur og almenn óráðsía í efnahagsmálum íslendinga er ekki tilkomið vegna þess að landið er ekki með í ESB, heldur af allt öðrum og óskyldum orsökum, það sýna daæmin frá hinum norðurölndunum, sem náðu að halda stöðugleika og kaupmætti, einnig fyrir aðild sína að ESB, og Noregur sem ekki er með einusinni, Sviss má líta á líka ef einhver vill.

Væri kannski nær að byrja að leita af alvöru, þessara orsaka fyrir ástandinu á Íslandi í áratugi, og gera svo eitthvað í málinu í stað þess að reyna blekkja fólk inn í ESB með svona rugli.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 11.4.2012 kl. 15:09

21 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Og svo er það þetta með sjávarútvegsþáttinn og fiskveiðarnar, hér stendur ekki á "sérfræðingum" um þessi mál og það þó það sé ekki varið að "viðra" þau einusinni í aðildarviðræðum sbr. þetta:http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/04/10/thrystir_a_esb_ad_opna_lykilkaflana/

Kv

KH

Kristján Hilmarsson, 11.4.2012 kl. 15:17

22 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Hér sem tengill

Kristján Hilmarsson, 11.4.2012 kl. 15:18

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það væri nú harla einkennilegt ef gríðarleg lækkun á gengi íslensku krónunnar undanfarin ár hefði ekki valdið mikilli verðbólgu hérlendis.

Flest
aðföng og vörur hér eru innfluttar og þegar gengi íslensku krónunnar lækkar, til að mynda gagnvart evrunni, þarf að sjálfsögðu að greiða fleiri krónur fyrir hverja evru.

Þar af leiðandi hækkar verð á vörum frá evrusvæðinu í verslunum hérlendis, svo og verð á vörum framleiddum með aðföngum frá evrusvæðinu, verðbólgan hér eykst því og verðtryggð lán hækka.

Frá ársbyrjun 2006
hefur gengi evru gagnvart íslensku krónunni hækkað um 123,68%.

Og hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöru- OG þjónustuviðskiptum árið 2009, var 52% en vöruviðskiptum 60%.

Við Íslendingar höfum enga góða ástæðu til að skipta þeim evrum, sem við fáum fyrir sölu á vörum og þjónustu, í íslenskar krónur og þeim svo aftur í evrur með tilheyrandi gríðarlegum kostnaði.

Þorsteinn Briem, 11.4.2012 kl. 16:44

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steini tekur ekkert tillit til þess, að hvert Esb-ríki yrði að samþykkja hinn s.k. aðildarsamning og að hjá Spánverjum og sennilega Bretum o.fl. þjóðum, sem leggja töluvert upp úr sjávarútvegi, er enginn vilji til að gefa Íslendingum einokunarvald yfir efnahagslögsögu okkar út að 200 mílna mörkunum -- sbr. nánar þessa pistla byggða á fréttum og viðtölum í fréttaskýringaþættinum Speglinum á Rúvinu:

Ráðherra Spánverja í ESB-málum kallar fiskimið Íslands "fjársjóð" og ætlar Spánverjum að tryggja sér fiskveiðiréttindi hér í aðildarviðræðunum (29. júlí 2009).

Spænskur ráðherra Evrópumála staðfestir ásækni Spánverja í íslenzk fiskimið; segir Spánverja "himinlifandi" (30. júlí 2009).

Sjávarmálastjóri Spánar: auðlindir "evrópusambandsvæddar" þegar ríki gengur í ESB (5. september 2009).

Jón Valur Jensson, 11.4.2012 kl. 17:25

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við erum ekkert uppiskroppa með heimildir um það, hvernig Evrópusambandið og voldugar sjávarútvegsþjóðir þar fengju hér yfirtökin, ef við látum sogast inn í þetta bandalag risanna. Í þessu mikilvæga plaggi: FISKVEIÐISTEFNA ESB OG KVÓTAHOPP (utanríkisráðuneytið, ágúst 2008), kom m.a. þetta fram (auðk. hér, jvj):

  • "Jafn aðgangur að hafsvæðum og auðlindum hafsins er meginregla í fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Meginreglan um jafnan aðgang (equal access) hefur gilt frá árinu 1970 þegar fyrsta reglugerð ESB um sjávarútvegsmál var samþykkt, [Nmgr.1: Reglugerð 2141/70 um sameiginlega stefnu í uppbyggingu sjávarútvegsins, 5. gr.] en hún kemur nú fram í 1. mgr. 17. gr. grunnreglugerðar 2371/2002. [Nmgr.2: 1. mgr. 17. gr. grunnreglugerðar 2371/2002 segir: Fiskveiðiskip sambandsins skulu hafa jafnan aðgang að hafsvæðum og auðlindum á öllum hafsvæðum sambandsins öðrum en þeim sem vísað er til í 2. mgr. (sérregla sem gildir innan 12 sjómílna lögsögu aðildarríkjanna) að virtum þeim reglum sem settar eru samkvæmt 2. kafla (hér er vísað til hvers konar verndarráðstafana).] Eftir 1983 hefur meginreglan um jafnan aðgang sætt verulegum takmörkunum en það ár var heildarstefna í sjávarútvegsmálum lögfest með þremur reglugerðum ..." [Bls. 2, nánar þar, en þessar reglugerðir myndu ekki veita okkur neinn einkarétt hér, þær horfa aðeins til stofnverndunar og fiskveiðitakmarkana Esb. (innsk. JVJ)]

  • "Við aðild Íslands að ESB yrðu fjárfestingar annarra ESB borgara og fyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi heimilar. Ekki mætti mismuna erlendum aðilum í óhag, enda ættu allir að sitja við sama borð." (Bls. 9.)

  • Með brezkri löggjöf árið 1983 var í varnarskyni fyrir sjómenn þar kveðið á um, að a.m.k. 75% hverrar fiskiskips-áhafnar "skyldi vera búsett í Bretlandi. Á þetta reyndi í Agegate-málinu, og var farið með það í Evrópudómstólinn, sem taldi "að með þessu væri brotið gegn ESB-rétti því þetta færi gegn tilgangi og markmiðum landskvótakerfisins." (Bls.5.)

  • "Evrópudómstóllinn úrskurðaði í s.k. Factortame-máli að umrædd skilyrði bresku laganna [annarra brezkra laga, innsk. jvj] um búsetu eða ríkisfang væru andstæð lögum Evrópusambandsins, einkum 43. gr. Rs. (áður 52. gr.) [Rs. = Rómarsáttmálinn] um rétt þegns og fyrirtækja til að stofna og starfrækja sjálfstæðan atvinnurekstur í öðru aðildarríki og einnig 294. gr. Rs. (áður 221. gr.) sem varðar jafnan rétt til fjárfestinga í félögum. Dómstóllinn tók jafnframt fram að heimilt væri að setja reglur um fiskiskip sem gerð eru út frá aðildarríkjunum, en óheimilt væri að tengja þær á einhvern hátt lögheimili eða þjóðerni eigenda útgerðar." (Bls. 6.)
  • "Rétturinn til að búa, starfa og fjárfesta hvar sem er í Evrópusambandinu er grundvöllur samstarfs aðildarríkjanna og því gefst lítið svigrúm til að banna einstaklingum og fyrirtækjum að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum annarra aðildarríkja." (Bls. 7.)

Jón Valur Jensson, 11.4.2012 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband