Leita í fréttum mbl.is

Þriðja grein Árna Páls um höftin

Í sinni þriðju og síðustu grein um gjaldeyrishöftin veltir Árni Páll Árnason fyrir mögulegum leiðum til að losna við höftin og segir þar m.a.:

"Áætlun stjórnvalda og Seðlabanka um afnám hafta er um margt góð og greinir vandann rétt. Þau tæki sem þar er unnið eftir duga samt ekki ein, eins og fyrr hefur verið lýst, og við þurfum fjölbreyttari leiðir.

Í haust leið lagði sérfræðingahópur á vegum Viðskiptaráðs fram ýmsa valkosti um afnám hafta. Þar var sett fram sú hugmynd að erlendum eigendum krónueigna yrði boðið að losna út, annaðhvort með því að lána ríkinu fyrir því til 30 ára eða með því að sæta því að einungis væri hægt að leysa fjárhæðir út í smáum skömmtum á löngu tímabili, svo sem 20 árum. Líklega eru þessar leiðir áhættumeiri nú en þegar þær voru settar fram, vegna þess að aflandskrónueignin hefur aukist svo mjög. En það er líka vert að muna að ein lausn hentar ekki öllum og aflandskrónueigendur eru nú fjölbreyttari hópur en fyrr.

Við getum til viðbótar líka hugsað að fara þá leið að semja við aflandskrónueigendur. Þeim getur ekki hugnast sú framtíðarsýn að íslenskt atvinnulíf haldi áfram að veikjast vegna haftanna, samkeppnishæf fyrirtæki yfirgefi landið og engin erlend fjárfesting verði hér. Hvenær eiga þeir þá að fá peningana sína út? Grikkir hafa nýlokið samningaviðræðum af áþekkum toga við skuldabréfaeigendur um afslátt á grískum ríkisskuldum, með ágætum árangri. Þótt þar hafi vissulega verið um ríkisskuldir að ræða, en hér sé um fjármögnunarvanda að ræða, er grundvallarviðfangsefnið ekki ósvipað. Hvaða umgjörð væri hægt að skapa í slíkum samningum um greiðslufresti og afslætti, fyrir ólíka hópa aflandskrónueigenda?"

Og síðar skrifar Árni: "Það þarf líka að útfæra í aðildarviðræðunum með hvaða hætti Evrópusambandið og evrópski Seðlabankinn gætu aðstoðað...Þátttaka í evrópska myntsamstarfinu er vissulega bundin við aðildarríkin ein og ekkert ríki getur orðið aðili að ESB með gjaldeyrishöft. Evrópusambandið hefur hins vegar ítrekað viðurkennt þá fordæmislausu aðstöðu sem Ísland lenti í 2008 og í samtölum mínum við Olli Rehn, framkvæmdastjóra gjaldmiðilsmála, í febrúar í fyrra hét hann stuðningi sambandsins við afnámsferlið sem slíkt. Þegar ég ræddi við Jean-Claude Trichet, þáverandi seðlabankastjóra, um stöðuna á sama tíma, hristi hann höfuðið yfir þeim vanda sem aflandskrónueign upp á tæp 30% af þjóðarframleiðslu skapaði og kallaði það fordæmislausan vanda. Hvað ætli Mario Draghi, eftirmaður hans, myndi segja við aflandskrónueign upp á um 60% af þjóðarframleiðslu, eins og nú er orðin raunin?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Árni Páll var rekinn úr ríkisstjórn Íslands af sínu fólki í ríkisstjórninni.Fyrst það treysti honum ekki, hvers vegna ættu þá aðrir að gera það.ESB hefur ekki komið með nein rök fyrir því.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 12.4.2012 kl. 21:15

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

ENDALAUS RÆPAN úr Sigurgeiri Jónssyni með logandi 100 kerta ljósaperu í rassinum.

Þorsteinn Briem, 12.4.2012 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband