Leita í fréttum mbl.is

ESB skiptir lykilmáli í rannsóknum hér á landi!

Í frétt sem birtist á MBL.is þann 21.5 stendur um nýja skýrslu Menntamálaráðuneytis: 

"Þátttaka Íslands í 6. og 7. rammaáætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og þróun árin 2003 til 2011, hefur valdið kaflaskiptum í rannsóknum og þróun á Íslandi. Þetta er niðurstaða hóps sem menntamálaráðuneytið fékk í fyrra til að geta úttekt á þátttökunni.

Fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu, að það sé einróma álit einstaklinga innan háskólasamfélagsins, stjórnsýslunnar og atvinnulífsins, að þátttakan hafi leitt til stóraukins alþjóðlegs samstarfs, opnað íslenskum vísindamönnum aðgang að þekkingu og aðstöðu, sem ekki hafi verið fyrir hendi hér á landi, og skilað sér í auknum gæðum rannsókna, nýsköpun hjá fyrirtækjum og bættri samkeppnishæfni.

„Áhrifanna gætir einna mest á þeim sviðum þar sem Ísland er sterkt og hefur mikil áhrif á þann árangur, sem íslenskt vísindafólk hefur náð á alþjóðlegum vettvangi, sem má m.a. sjá í fjölda birtinga í samstarfi við alþjóðlega vísindahópa. Fyrirtækin sem taka þátt hafa ávinning af rannsóknasamstarfi við mótun framtíðarþróunar og bæta samkeppnisstöðu sína,“ segir í tilkynningunni. 

Þá kemur fram að umfang rannsókna á Íslandi sé umtalsvert meira vegna þátttöku í rannsóknaáætlununum. Á tímabilinu frá 2003 til fyrsta ársfjórðungs 2012 sé búið að semja um styrki að fjárhæð sem er tæplega 3,5 milljörðum kr.  hærri en greitt hafi verið fyrir þátttöku í áætluninni á sama tíma."

Og "vond" er hún AÐLÖGUNIN Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Eftir þessu getur ESB varla kvartað yfir því að Ísland og ESB geti ekki unnið saman að rannsóknum án þess að Ísland gerist þræll sambandsins.Þetta er einmitt staðfesting á því að það á ekki að hamla samstarfi við aðrar þjóðir, þótt Ísland afsali sér ekki fullveldi sínu.En ESB getur þess að sjálfsögðu ekki að Ísland er í samstarfi við margar þjóðir þegar kemur að rannsóknum,Rússa,Norðmenn og margar frleiri.Nei við áróðri ESB.

Sigurgeir Jónsson, 22.5.2012 kl. 09:00

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hefði ekki verið rétt af menntamálaráðuneytinu að birta þau álit sem það er að vítna í og það segir vera frá ´"stjórnsýslunni", "einstaklingum innan háskólasamfélagsins, kanski Jóni Bjarnasyni, og "atvinnulífinu" kanski LÍÚ, eða hvað.ESB áróðurinn fer út fyrir öll lygamörk, nú frá Vinstri Grænum,öfgaumhverfissinnuðum menntamálaráðherra.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 22.5.2012 kl. 09:08

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

... rausar og ruglar hinn froðufellandi Sandgerðismóri.

Enterlaust!

Þorsteinn Briem, 22.5.2012 kl. 12:49

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Verden.

Verden er större en EU. Over 90 prosent av verdens befolkning er ikke medlem av EU.

Flere av vår tids store utfordringer krever et forliktende internasjonalt samarbeid. Norge spiller en aktiv rolle bl. a. i klimaforhandlingene, som fredsmegler og i arbeid for nedrusting.

EU er ikke det politiske svaret på den globaliseringen som tar makt vekk fra regjeringer, lokalsamfunn og vanilige menneser runt om på kloden. EU er tvert i mot en av de sterkeste pådriverne for denne ökonomiske liberaliseringen. I WTO-forhandlingene taler EU med én stemme, og er representert av EU-kommisjonen mens medlemmslandene er satt på gangen. Verden trenger mange, aktive og sevstendige stemmer for å före det internasjonale samarbeidet framover. Derfor kan Norge gjöre störst innsats for klima, solidaritet og fred utenfor EU.

Kan påvirke.

" Fra sin posisjon utenfor EU har Norge muglighet til å påvirke utviklingen både innenfor EU og i forhold til resten av verden,,

Vandana Shiva i Vårt Land 24. april 2004

Sist oppdatert 6. juni 2001.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.5.2012 kl. 16:21

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Lykilmálið er að losna undan þessu aðlögunarferli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2012 kl. 17:06

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hversu margar þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar hérlendis 1945-2009, Í SEXTÍU OG FIMM ÁR??!!

Svar: ENGIN!!!

Var haldin hér
þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að NATO árið 1949??!!

Svar: NEI!!!

Hverjir voru þá við völd?

Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!

Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1994??!!

Svar: NEI!!!

Hverjir voru þá við völd?

Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!

Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að Schengen-samstarfinu árið 2001??!!

Svar: NEI!!!

Hverjir voru þá við völd?

Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!

Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu ER AÐLÖGUN ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU!!!


Hver stóð fyrir þessari gríðarlegu AÐLÖGUN??!!

Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!

Þorsteinn Briem, 22.5.2012 kl. 17:29

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:

28.6.2011:


"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.

Rýnivinnan TÓK ÓVENJULEGA STUTTAN TÍMA, um átta mánuði.

Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.

Fram hefur komið að 21 KAFLA AF 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland ÞEGAR leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.

Það er til vitnis um þá AÐLÖGUN ÍSLANDS að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.

Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild."

Þorsteinn Briem, 22.5.2012 kl. 17:35

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er 70% í Evrópusambandinu, ÁN ÞESS AÐ HAFA ÞAR NOKKUR ÁHRIF!!!

HVAÐA íslenskir stjórnmálaflokkar vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu??!!

Þorsteinn Briem, 22.5.2012 kl. 17:45

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Steini Briem. Það var ekki löglegt að ganga í EES á þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er rétt upptalning hjá þér hér að ofan. Sjálfstæðisflokkurinn (eignarhaldsfélag spilltrar stjórnsýslu) er búin að vera, í núverandi grímubúningi, eins og fleiri flokkar. Það verður að stofna heiðarlegan Sjálfstæðisflokk fyrir réttlætið.

Ég er ekki stjórnmálaflokkur, heldur sál/persóna með samfélagslegar skyldur og skoðanir samkvæmt mínu hjarta, og tala/skrifa sem slík, án valdagræðgi eða flokkshagsmunatengsla af nokkru tagi.

Ég vil segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, og eftir að hafa byrjað að kynna mér raunveruleika Schengen-samstarfsins síðustu árin, þá vil ég líka segja upp því götótta ESB-aukaplaggi, sem það virðist í raun vera.

Ég læt vita ef ég skipti um skoðun á þessari bankaræningja-heims-stefnu. Ég tala samkvæmt bestu sannfæringu hverju sinni, eins og allir eiga alltaf að reyna að gera, ef þeir vilja vera sjálfum sér og öðrum tryggir í raun. Að skipta um skoðun þegar þekkingin eykst, er eðlilegt þroskaferli jarðarbúa.

Sá sem er sammála sjálfum sér, frá því hann fæðist og þangað til hann deyr, hefur ekkert lært frá fyrsta degi lífsins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.5.2012 kl. 19:08

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

án þjóðaratkvæðagreiðslu, átti þetta að vera.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.5.2012 kl. 19:09

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

nÉg hvet alla til að kynna sér sannleikan, sem Vandana Shiva sagði og segir.

Evrópusamtökin hljóta að sinna þeirri skyldu sinni, að þýða yfir á íslensku, það sem ég skrifaði hér að ofan í athugasemd, og skýra betur boðskap hennar í fyrirlestri í Háskólabíói síðastliðið sumar, sem ég veit að einhverjir í flokki Vinstri Grænna studdu.

Og ég spyr Vinstri Græna þingmenn núna hvers vegna stuðningurinn var veittur við hennar fyrirlestur, því vegferð forystu Vinstri Grænna gengur í þveröfuga átt við það sem Vandana Shiva, sú víðsýna, skynsama og frábæra baráttu-viskukona, boðaði á þessum fundi!

Nú krefst ég sannra skýringa á framferði Vinstri Grænna í ríkisstjórn Íslands í dag? Ekki bara fyrir mig, heldur fyrir alla kosningabæra einstaklinga, sem búa, starfa og lifa á Íslandi!

Það er ekki til of mikils mælst, að lýðræðiskjörnir starfsmenn almennings, skattborgarar og fyrirtækjarekendur á Íslandi fá skýr, rétt og heiðarleg svör við þessari spurningu minni, og þjóðarinnar, frá ríkisstjórnarflokkunum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.5.2012 kl. 21:38

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

NOKKRAR STAÐREYNDIR:

Aðild Íslands að
Evrópska efnahagssvæðinu - ENGIN þjóðaratkvæðagreiðsla.

Aðild Íslands að Schengen-samstarfinu
- ENGIN þjóðaratkvæðagreiðsla.

Aðild Íslands að Evrópusambandinu - ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA.

Þorsteinn Briem, 22.5.2012 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband