Leita í fréttum mbl.is

Össur fagnar stofnun starfshóps

ESB-ISL2Í frétt um heimsókn Stefans Füle segir í MBL:

"Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fagnaði stofnsetningu sameiginlegs vinnuhóps Íslands og ESB um afléttingu gjaldeyrishaftanna á fundi sínum með Stefan Füle stækkunarstjóra Evrópusambandsins í morgun.

„Frjálst flæði fjármagns er einn meginþátturinn í fjórfrelsinu á sameiginlegum innri markaði Evrópu og því liggur fyrir að ríki með gjaldeyrishöft geta ekki gerst aðilar að Evrópusambandinu. Afnám gjaldeyrishaftanna er því viðfangsefni aðildarviðræðnanna og er hlutverk vinnuhópsins að móta sameiginlegan skilning og meta leiðirnar út úr höftunum í samvinnu ESB og Íslands,“ segir í fréttatilkynningu.

Á fundinum ræddu utanríkisráðherra og Füle almennt um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB og voru sammála um að í þeim hafi verið góður gangur. Samningar hafa hafist um tæplega helming samningskafla og er um þriðjungi lokið.

Utanríkisráðherra ræddi sérstöðu Íslands í sjávarútvegsmálum og ítrekaði þá afstöðu Íslands að hefja sem fyrst samningaviðræður um veigamestu málefni viðræðnanna s.s. gjaldmiðilsmál, sjávarútveg, landbúnað og byggðamál. Í þessum málum hefði Ísland bæði ríka hagsmuni og skýra sérstöðu sem taka þyrfti tillit til í aðildarsamningi."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vita menn það ekki að aðallstaðar þar sem evran hefir verið tekin upp þar hækkaði verðlag á öllu. Það að ætla að bíta á evru agnið verður fatalt.

Valdimar Samúelsson, 24.5.2012 kl. 22:27

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Valdimar. Evrópusamtökin og Össur/Jóhanna vita það líklega ekki, enda eru vinnubrögð þeirra eftir því. Það er grunnframleiðsla útflutningsvara sem skapar styrkleika gjaldmiðils í hverju ríki.

Töfrasprotar ESB geta ekki breytt 0.00 krónum í stórkostlegar seðlabanka-svindlaðar og  innistæðulausar ofur-kúlu-evrur. Evrur sem eru að falla niður á raunvirðið 0,00.

Börn á leikskólum, og í grunnskólum skilja þannig raunveruleika-hagfræði afskaplega vel, enda komin stutt á heilaþvottabraut opinberu skyldu-skólanna.

Það verður að segja sannleikann eins og hann raunverulega er, ef á að bjarga einhverju í þessari veröld, frá bankaræningja-valdakóngum veraldarinnar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.5.2012 kl. 23:27

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Valdimar Samúelsson,

Verðbólgan hér á Íslandi hefur verið MIKLU MEIRI en í evruríkjunum.

Þorsteinn Briem, 24.5.2012 kl. 23:37

4 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Efnahagsböðlar Evrópusambandsins unnu sína vinnu hér á landi með dyggri aðstoð Samfylkingar og fleirum þó ekki hafi þeim tekist ætlunarverk sitt að gera hina ríku Íslensku þjóð gjaldþrota til hún yrði ESB auðveldari bráð. En það sem þeim tókst reyna þeir nú að nýta sér rétt eins og stökkbreyttar skuldir heimilanna til þess að reka á eftir þjóðinni í ESB gildruna. Á embættismönnum  ESB sést að þeir eru að verða örvæntingafyllri með hverri vikunni í að framfylgja skipuninni frá Berlín og París að koma Íslandi inn með öllum ráðum sem þeir eiga eftir leppstjórn þeirra hér á landi mun geispa golunni fyrir fullt og allt eigi síðar en í næstu kosningum og ESB umsóknin með. 

Örn Ægir Reynisson, 24.5.2012 kl. 23:44

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið miklu hærri en á evrusvæðinu og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.

Og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 1% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,5%.

OG HÉR Á ÍSLANDI ERU GJALDEYRISHÖFT.


Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 24.5.2012 kl. 23:46

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2012:

"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár."

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum

Þorsteinn Briem, 24.5.2012 kl. 23:48

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.4.2012:

"Verðbólgan var hvergi meiri á Evrópska efnahagssvæðinu en hér á landi í mars síðastliðnum, á sama tíma og dregið hefur úr verðbólgu í flestum löndum Evrópu.

Þetta er sjöundi mánuðurinn í röð sem verðbólgan er mest hér á landi.


Verðbólga mældist 2,7% á evrusvæðinu
í mars síðastliðnum, miðað við samræmda vísitölu neysluverðs."

Verðbólgan hvergi meiri á Evrópska efnahagssvæðinu

Þorsteinn Briem, 24.5.2012 kl. 23:49

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenska krónan er EKKI svissneski frankinn eða norska krónan.

Þorsteinn Briem, 25.5.2012 kl. 00:29

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Noregur og Bretland eru olíuríki með sterka gjaldmiðla.

Ísland er hins vegar ekki olíuríki og ekki með sterkan gjaldmiðil.

Hér á Íslandi er mesta verðbólga í Evrópu en í Noregi er lítil verðbólga.

Þorsteinn Briem, 25.5.2012 kl. 00:31

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2008 fóru tæplega 70% af útflutningi Noregs til fimm Evrópusambandsríkja, Bretlands 27%, Þýskalands 12,8%, Hollands 10,4%, Frakklands 9,4% og Svíþjóðar 6,5%.

Þorsteinn Briem, 25.5.2012 kl. 00:32

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland undirritaði samning um aðild að Schengen-samstarfinu ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum 19. desember 1996 þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra.

Rúmlega
80% af íbúum Norðurlandanna eru nú í Evrópusambandinu.

Og aðild að Schengen-samstarfinu var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss.

Schengen
-samstarfið

Þorsteinn Briem, 25.5.2012 kl. 00:35

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það hefur alltaf legið fyrir allt frá því að Ísland sótti um aðild, að ESB að ESB myndi krefjast  þess erlendir krónueigendur með innstæður í íslenskum bönkum fengju að flytja þær frá Íslandi, með tilvitnun í það að frjálst flæði fjármagns væri skilyrði þess að ESB myndi undirrita samning.Nú hefur ESB staðfest þetta.ESB með Stefan Fule í fararbroddi ætlar að nota það sem skálkaskjól að íslenska krónan sé ekki á floti, til að þurfa ekki að undirrita samning sem ESB veit að verður felldur.ESB mun heldur ekki líða það að erlendir krónueigendur verði beittir einhverjum skilyrðum, ef tekst að fá íslendinga til að setja krónuna á flot.Við erum í gini ljónsins nema umsóknin verði dregin til baka.Engin spurning er að fari íslenskakrónan á flot á næstu árum, án skilyrða þá kolfellur hún með hrikalegum afleiðingum.En ESB hefur veifað hálmstráinu til að rökstyðja það að íslendingar skuli ekki fá samning til að fella.Nú ætti engum að dyljast við hverskonar skrýmsli er við að eiga.Nei við kúgunr tilburðum ESB.

Sigurgeir Jónsson, 25.5.2012 kl. 06:59

14 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Að sjálfsögðu á Ísland að krefjast breytinga á Shengen á þann hátt að ríkjum sé heimilt að krefjast framvísinar vegabréfs af fólki sem kemur tilþess lands sem sem framvísunarinnar óskar. Að öðrum kosti eigum við að segja okkur frá Shengen.Það virðist ekki há neitt þeim ríkjum sem eru í Evrópu að hafa þessar reglu, í samskiptum við önnur ríki, til að mynda. Bretland. Kötturinn sem kennir sig við Breim, breimar nú sem aldrei fyrr.Nei við ESB. Nei við óbreyttu Shengan.

Sigurgeir Jónsson, 25.5.2012 kl. 07:06

15 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Reyndar er Bretland ekki í Shengen, og það virðist ekki há þeim neitt.

Sigurgeir Jónsson, 25.5.2012 kl. 07:08

16 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Ólafur Ragnar með mest fylgi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.stækka

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur afgerandi forskot á aðra frambjóðendur samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um 53,9 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Ólaf Ragnar ef gengið yrði til kosninga nú

Örn Ægir Reynisson, 25.5.2012 kl. 08:50

17 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Evrópa: Stórir fjárfestingar­sjóðir selja eignir í evrum

7395 Undirskriftir á miðnætti!

kjosendur.is

Andstaða gegn aðild að ESB vex meðal krata í Svíþjóð

Af hverju veldur hugmynd um þjóðar­atkvæða­greiðslu uppnámi í

Bretlandi?

Alþjóðleg stór­fyrirtæki búa sig undir brottför Grikklands af evru

­Skipta verður um þingmenn til að þjóðar­vilji birtist við Austurvöllsvæðinu                   

Örn Ægir Reynisson, 25.5.2012 kl. 09:00

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

ENGINN vissi fyrir mánuði hver fengi flest atkvæði í forsetakosningunum í næsta mánuði og ENGINN veit það heldur nú.

ENGINN
veit heldur hvort aðild Íslands að Evrópusambandinu verður samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

En ef Davíð Oddsson, kominn út í Móa, ætlar að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í forsetakosningunum er það bara skemmtilegt.

Og einhvern tímann hefði það þótt saga til næsta bæjar að Mogginn væri klappstýra Ólafs Ragnars Grímssonar í kosningum.

Þorsteinn Briem, 25.5.2012 kl. 13:19

19 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hver er að stofna þennan starfshóp. Er það Össur eða fuli.

Valdimar Samúelsson, 25.5.2012 kl. 20:53

20 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er Fule.Hann er að sína vald ESB.Kúgun þess gagnvart Íslandi á sér engin takmörk.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 25.5.2012 kl. 21:22

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.5.2012 (í dag):

"Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, segir að orðið hafi að samkomulagi við ríkisstjórnina að setja á stofn vinnuhóp sérfræðinga til að finna leiðir til að aflétta gjaldeyrishöftunum.

Stefan Füle var í heimsókn hér á landi í gær og í dag átti fundi með íslenskum ráðamönnum. Füle segir að menn í Brussel hafi skilið nauðsyn þess að setja höft á fjármagnsflæði, höftin hafi verið til að verja íslenskt efnahagslíf og koma í veg fyrir fjármagnsflótta.

Evrópusambandið vilji leggja Íslendingum lið til að aflétta höftunum, en það setji ekki fram neinar kröfur.

Füle leggur áherslu á að ekki megi skilja stofnun vinnuhópsins sem tilraun til að segja Íslendingum fyrir verkum, formaður hans verði íslenskur. Füle segir að íslensk stjórnvöld ráði því að sjálfsögðu hvort þau fari eftir tillögum hópsins.

Füle segir að hann og Olli Rehn, framkvæmdastjóri efnahags- og fjármála hjá Evrópusambandinu, hafi í þessari viku skrifað bréf til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og beðið sjóðinn um taka þátt í starfi vinnuhópsins."

Þorsteinn Briem, 25.5.2012 kl. 21:29

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.5.2012 (í dag):

"Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, segist telja að öll spilin í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins muni verða á borðinu fyrir þingkosningar á næsta ári.

Það sé vel raunhæft að ljúka viðræðum á því ári sem sé til stefnu.


Stækkunarstjóri Evrópusambandsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og fundað með ráðamönnum þjóðarinnar um ýmis álitamál er tengjast umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Hann segist sjálfur vonast til þess að aðildarviðræðurnar verði til lykta leiddar fyrir þingkosningar í maí á næsta ári og spilin í helstu álitamálunum liggi þá á borðinu.

"Við erum ekki komin með öll spilin á borðið. Það er mikið um getgátur og ranghugmyndir um þessi mál en ég vona að þegar ferlið heldur áfram, og það er ætlun mín að fyrir þingkosningarnar verði öll spilin komin á borðið, þar á meðal erfiðustu kaflarnir, og fiskveiðikaflinn er sá sem Íslendingar hafa mestan áhuga á," sagði Füle."

Raunhæft að ljúka viðræðunum fyrir alþingiskosningar

Þorsteinn Briem, 25.5.2012 kl. 21:47

23 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB er að skipta sér af íslenskum innanlands og peningamálum með því að senda hingað ftækkunarstjóra sinn til að segja íslendingum að þeir verði að aflétta höftunum ef þeir ætli að fá inngöngu í ESB.Það þýðir að sjálfsögðu að ESB getur ekki undirritað neinn samning fyrr an höftunum hefur verið aflétt.Og það hefur alltaf legið fyrir allt frá því að höftin voru sett að Ísland er að brjóta EESsamningin og grunvallarllög ESB með því að leyfa ekki frjálst flæði fjármagns, sem þýðir í raun að krónan verður að vera á floti, eða fella hana verður með handafli á mínútu eða klukkustundarfresti eftir að höftin hafa verið afnuminn.ESB bauð sér sjálft hingað til lands til að koma Össuri í skilning um þetta þar sem hann og ESB ríkisstjórn Íslands virðast ekki hafa haft vit í hausnum til að sjá þetta, en trúlegast hafa þau ætlað sér að grípa til lyginnar sem er þeirra háttur og þau hafa nú gert.ESB heldur áfram að niðurlægja Ísland og aumingjaliðið í ríkissjórninni bugtar sig og beyjir fyrir herranum og ESB herraþjóð hans.Herrann segir að "samningur" ætti að geta verið kominn á borðið fyrir næstu Alþingiskosningar.Það þýðir á máli ESB að það veður að vera búið að aflétta höftunum fyrir þann tíma, svo ESB líki.Íslendingar geta því farið að búa sig undir næsta hrun og þeir sem eiga um 1500 miljarða í bönkunum geta farið að stilla sér upp í biðröð við bankana til að skiptaþeim í erlendan gjaldeyrir og rífa þá síðan út úr bönkunum og koma þeim úr landi áður en allt hrynur.Nei við Stefan Fule og lygum hans.Nei við ESB

Sigurgeir Jónsson, 26.5.2012 kl. 05:54

24 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og ESB fjölmiðillinn RUV og ESB fjölmiðillinn 365 hafa að sjálfsögðu passað sig á að spyrja ekki ESB seðlabankastjórann íslenska hvort það sé ekki öruggt að hann muni hlýða og framkvæma þessa kröfu ESB, eða þá að það hefur verið talið að þess þyrfti ekki.Nei við yfirgangi og kúgun ESB.

Sigurgeir Jónsson, 26.5.2012 kl. 06:01

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

TÍMABUNDIN HÖFT VEGNA GJALDEYRIS- OG GREIÐSLUJAFNAÐARKREPPU ERU HEIMIL.

"Þeir alþjóðasamningar sem Ísland hefur undirgengist, til dæmis samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), aðildarsamningur Íslands að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og áttunda grein stofnsáttmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, heimila tímabundin og afmörkuð höft á fjármagnshreyfingar þegar lönd lenda í gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppu.

Alþjóðasamfélagið hefur því ekki gert athugasemdir við þau höft sem sett voru á fjármagnshreyfingar á Íslandi og framkvæmd þeirra hefur verið samþykkt af stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Hins vegar er ljóst að erfitt verður að viðhalda svo viðamiklum gjaldeyrishöftum án þess að þau teljist brot á þessum alþjóðlegu sáttmálum þegar frá líður og gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppan er að baki.

Eins viðamikil höft á fjármagnshreyfingar og sett voru á hér á landi í kjölfar kreppunnar þekkjast hins vegar ekki víða, að minnsta kosti ekki meðal þróaðra ríkja."

Seðlabanki Íslands - Peningamál í maí 2010, sjá bls. 16-17

Þorsteinn Briem, 26.5.2012 kl. 11:23

26 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það hefur ítrekað komið fram að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við afléttingu haftanna.Upphaflega í des.2008, fékk Ísland 2 ár til að aflétta höftunum.Eftir að sá tími var liðinn varaði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn við afléttingu haftanna og hefur gert það síðan.ESB hefur ekkert gefið út eftir að þessi tvö ár voru liðin, að Ísland væri með undanþágu í EES samningnum varðandi höftin.Árni Páll staðfesti það á ruv í þættinum í vikulokin að Ísland væri að brjóta EES samninginn og lög ESB með höftunum og Ísland fengi ekki inngöngu í ESB með höftin.Þetta liggur allt fyrir:Að Ísland aflétti höftunum og úr verði þjóðargjaldþrot, að kröfu ESB, eða , að Ísland segi sig frá EES samningnum og geri tvíhliða samning við ESB, líkt og Sviss gerði, og dragi aðildarumsóknina til baka, eða setji "samningarviðræðurnar í frost.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 26.5.2012 kl. 13:00

27 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef einhverjir vilja verða meira gjaldþrota en þeir eru í dag, þá er þeim að sjálfsögðu heimilt að hafa þá skoðun.Þeir sem tala mest um afnám haftanna eru þeir sem eiga krónur og vilja koma þeim úr landi.Sá sem lýgur því að sjálfum sér að hann sé ríkur verður það aldrei.Eitt sinn bjuggu efnamenn í Vesturbæ R. Víkur í Sörlaskjólinu og víðar.Nú er Vesturbærinn orðinn samansafn vinstra liðs sem lifir mestanpart á ríkinu.Nema Skerjafjörðurinn að sjálfsögðu.Kattaplágan í Vesturbænum er líka orðinn yfirþyrmandi og við liggur að kattabreimið heirist um allt land.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 26.5.2012 kl. 13:08

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.5.2012 (í gær):

"[Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins,] segir að menn í Brussel HAFI SKILIÐ NAUÐSYN ÞESS AÐ SETJA HÖFT á fjármagnsflæði, höftin hafi verið til að verja íslenskt efnahagslíf og koma í veg fyrir fjármagnsflótta.

EVRÓPUSAMBANDIÐ
VILJI LEGGJA ÍSLENDINGUM LIÐ VIÐ AÐ AFLÉTTA HÖFTUNUM en það setji ekki fram neinar kröfur."

"Füle segir að hann og Olli Rehn, framkvæmdastjóri efnahags- og fjármála hjá Evrópusambandinu, hafi í þessari viku skrifað bréf til ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐSINS og beðið sjóðinn um taka þátt í starfi vinnuhópsins."

Þorsteinn Briem, 26.5.2012 kl. 14:38

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslendingar hafa almennt ENGAN áhuga á að vera með gjaldeyrishöft í mörg ár í viðbót.

Og við höfum nú þegar verið með gjaldeyrishöft hátt í fjögur ár.

Þar að auki á Ísland, eins og Noregur, aðild að EFTA (European Free Trade Association), Evrópska efnahagssvæðinu (EES), Schengen-samstarfinu, Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

HVAÐA
íslenskir stjórnmálaflokkar vilja að Ísland segi upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu?!

Og Noregur hefur ENGAN áhuga á að segja upp þeirri aðild.

Eins og Noregur á Sviss MEST viðskipti við ríki í Evrópusambandinu og á þar auki aðild að Schengen-samstarfinu, EFTA, OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

"Agricultural protectionism - A RARE EXCEPTION TO SWITZERLAND'S FREE TRADE POLICIES - has contributed to high food prices."

Þorsteinn Briem, 26.5.2012 kl. 15:56

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greinargerð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra 17.5.2011 um upptöku evru hérlendis:

"Umsóknarríkið þarf að hafa tekið þátt í gengissamstarfi Evrópu, ERM II, í a.m.k. TVÖ ÁR án þess að rjúfa tilskilin gengisvikmörk eða fella miðgengið gagnvart evru (með þátttöku í ERM II AÐSTOÐAR SEÐLABANKI EVRÓPU við að halda gengi gjaldmiðilsins innan ±15% fráviks frá ákveðnu miðgengi við evru)."

"Gjaldeyrishöft koma óhjákvæmilega til umfjöllunar í samningaviðræðunum [...]

HÖFTIN ÞARF AÐ AFNEMA ÁÐUR EN TIL INNGÖNGU KEMUR.

Ræða þarf hugsanlega AÐSTOÐ ESB VIÐ AÐ KOMAST ÚT ÚR ÞEIM."

Slóvenía
fékk aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, tveimur mánuðum síðar, með möguleika á
±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tók upp evru að tveimur og hálfu ári liðnu, í ársbyrjun 2007.

Economy of Slovenia


Malta
og Kýpur fengu
einnig aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, ári síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tóku upp evru um tveimur og hálfu ári síðar, í ársbyrjun 2008.

Economy of Malta


Economy of Cyprus


Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 1% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,5%.

Þorsteinn Briem, 26.5.2012 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband