Leita í fréttum mbl.is

Tökum umræðuna, fáum besta mögulega samning og kjósum!

AlþingiÍ frétt frá Alþingi segir eftirfarandi:

"Úthlutunarnefnd sem forsætisnefnd Alþingis skipaði til að úthluta styrkjum til að stuðla að opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu um Evrópusambandið hefur tekið ákvörðun um úthlutun styrkja árið 2012. Úthlutunarfé til ráðstöfunar nam 19 milljónum króna.

Alls bárust nefndinni 12 umsóknir og uppfylltu níu þeirra skilyrði sem kveðið er á um í úthlutunarreglum. Við úthlutun var sérstaklega gætt að því að fjárveitingar til andstæðra sjónarmiða til Evrópusambandsaðildar væru sem jafnastar. Eftirtaldir aðilar hljóta styrk árið 2012:"

Síðan kemur útlistun styrkjanna, en í lokin segir þetta:

"Styrkir til já- og nei-hreyfinga eru hluti af sérverkefni Alþingis til að stuðla að opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu um Evrópusambandið. Ásamt styrkveitingum til málsvara andstæðra sjónarmiða til aðildar Íslands að Evrópusambandinu fjármagnar Alþingi rekstur sérstaks upplýsingavefs, Evrópuvefsins, sem hefur það að markmiði að veita almenningi aðgang að hlutlægum, málefnalegum og trúverðugum upplýsingum um Evrópusambandið, aðildarumsókn Íslands og Evrópumál í víðara samhengi. Alþingi fól Vísindavef Háskóla Íslands rekstur Evrópuvefsins með sérstökum þjónustusamningi. Vefslóð Evrópuvefsins er: evropuvefur.is."

Hlýtur þetta þá ekki að loka fyrir hina sérkennilegu umræðu um að draga umsóknina til baka? Hversu trúverðugt er það af Nei-sinnum og helstu framámönnum þeirra að taka á móti styrkjum til upplýstrar umræðu, en að sama tíma krefjast þess að umsóknin verði dregin til baka?

Það gengur einfaldlega ekki upp!

Tökum umræðuna, fáum besta mögulega samning og kjósum! Flóknara er málið ekki!

Ps. Tekið skal fram að bæði Já og Nei-samtökin fengu sömu upphæð, 9.5 milljónir ÍSK! Vel gert, Alþingi! (því veitir ekki af smá hrósi Wink)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gleymum ekki ESB-Fréttablaðinu og ESB-stýrðu ríkisfjölmiðlunum. Hvað fá þau háar upphæðir og stuðning til að stunda sinn ólöglega ESB-áróður og einelti gegn andstæðingum ESB-sambandsins, í gegnum fjölmiðla landsins?

Við skulum hafa heildarmyndina fyrir framan okkur þegar við metum raunverulegt réttlæti um þessi mál og önnur í íslenskri stjórnsýslu. Annað væri óheiðarlegt og ólýðræðislegt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2012 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband