Leita í fréttum mbl.is

Stefán Haukur og ESB-málið á Fésbókinni!

Stefán JóhannessonNú er rétt ár liðið frá því Ísland hóf aðildarviðræður við ESB. Málið er eitt það fyriferðarmesta í opinberri umræðu og ef þess nyti ekki við værum við sennilega ennþá að ræða HRUNIÐ og aftur HRUNIÐ!

Aðalsamningamaður Íslands, Stefán Haukur Jóhannesson, heldur úti Fésbókarsíðu, þar sem hægt er að fylgjast með störfum hans og annarra sem koma að málinu.

ESB-málið er nefnilega opið og lýðræðiskegt, eins og þetta blogg! Annað en það sem andstæðingar aðildar halda úti. Þar eru engin skoðanaskipti leyfð.

Síða Stefáns: http://www.facebook.com/StefanHaukurJohannesson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

2012 er fjórða árið sem Ísland er í viðræðum við ESB vegna aðildarumsóknar Íslands.Áður en Ísland sótti um sagði ESB að samningur ætti að vera kominn á borðið eftir eitt og hálft ár.Nú segir ESB að allt sé óljóst hvenær hægt verði að ræða í alvöru um umsóknina.ESB kallar það að opna sjávarútvegskaflann.Ekkert nema lygar og hótanir.Sem betur fer eru 70% íslendinga búnir að slá þetta rugl út af borðinu.Kosið verður um þetta eftir 9 mánuði.Úrslitin vita allir, líka ESB.Þess vegna hefur ESB í raun hætt viðræðunum.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 6.7.2012 kl. 22:11

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Kæri Sigurgeir, hér ferðu rangt með: http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1176327/

Vanda sig!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 6.7.2012 kl. 23:57

3 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Hvaða kjánalega alhæfing er þetta frá ykkur, strákar:

"ESB-málið er nefnilega opið og lýðræðislegt, eins og þetta blogg! Annað en það sem andstæðingar aðildar halda úti. Þar eru engin skoðanaskipti leyfð."

RANGT! Eitt dæmi af mörgum um opin blogg sjálfstæðissinna:

Fullveldisvaktin (fullveldi.blog.is)

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 7.7.2012 kl. 00:06

4 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

ESB er hrunið og aftur hrunið

Örn Ægir Reynisson, 7.7.2012 kl. 02:10

5 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Ferlið út í gegn er ekkert nema lygar svik og blekkingar. Makríl deilan,icesave og umsóknin er margoft buið að fullyrðu að séu ótegnd en nú er komið í ljós að allt er þetta nátegnt.

Eins er komið í ljós að stefnt er að því að þróa ESB í stórríki Evrópu og undir niðri hefur það alltaf verið stefnan.Stefán Haukur og félagar geta því farið að pakka niður og finna sér eitthvað annað að gera.

Frekar vil ég kalla þetta sovétríki Evrópu en opinberlega er búið að viðurkenna eftirfarandi:

Bandaríki Evrópu það hljómar betur en líkist meira sovétinu gamla lýðræðis og skrifræðislega séð:

Günther Oettinger, sem fer með orkumál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ræddi fyrr í vikunni við blaðið Die Welt um stöðu og horfur sambandsins. Oettinger var spurður að því hvort hann væri sammála nær helmingi Þjóðverja, sem væru samkvæmt könnun Welt am Sonntag fylgjandi Bandaríkjum Evrópu.

Ekki stóð á svari Oettingers: „Já, tvímælalaust. Við verðum að þróa ESB áfram yfir í stjórnmálalegt samband, í Bandaríki Evrópu. Það að svo stór hluti þýsku þjóðarinnar líti þetta einnig þessum augum á tímum sögulegrar krísu er uppörvandi.“

Þjóðverjinn Günther Oettinger er ekki léttavigtarmaður í þýskri eða evrópskri pólitík. Hann var forsætisráðherra þýska sambandsríkisins Baden-Württemberg áður en hann settist í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Orð hans hafa því mikið vægi í þessu samhengi.

Ekki hefur síður mikið vægi að svo stór hluti Þjóðverja vilji breyta ESB í BE.

Afstaða þeirra helgast vitaskuld af því að þeir vita hverjir myndu leiða þetta nýja stórríki.

Þeir gera sér grein fyrir að það yrðu til dæmis ekki Íslendingar. Smáríkjafræðingarnir innan og utan stjórnarráðsins eru hins vegar sannfærðir um að Bandaríkjum Evrópu yrði að verulegu leyti stýrt frá Reykjavík.

Örn Ægir Reynisson, 7.7.2012 kl. 02:30

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þingkosningar í Evrópusambandsríkjunum eru lýðræðislegar kosningar.

Þingmeirihlutinn styðst því við meirihluta kjósenda.

Hagur okkar Íslendinga batnaði mikið með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og hvaða íslenskir stjórnmálaflokkar vilja segja upp þeirri aðild?!

Ísland er 70% í Evrópusambandinu, án þess að taka nokkurn þátt í að semja lög sambandsins.

Það er nú allt fullveldið!

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 09:59

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í 54 ÁR, 80% af þeim tíma sem liðinn er frá stofnun lýðveldis hér.

Og þessi gríðarlega langi valdatími endaði með gjaldþroti íslensku bankanna og Seðlabanka Íslands haustið 2008.

Ríkisstjórnatal


Hversu margar þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar hérlendis
1945-2009, í 65 ár??!!


Svar: ENGIN!!!

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 10:01

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það væri nú harla einkennilegt ef Vestur-Evrópuríkin, sem flest áttu aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 og Sovétríkin hrundu árið 1991, hefðu ekki átt nokkurn þátt í hruni kommúnismans í Austur-Evrópu.

Austur-Evrópubúar vissu að sjálfsögðu að efnahagsleg LÍFSGÆÐI í Vestur-Evrópu, og þar með ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, voru MUN MEIRI en í Austur-Evrópu.

Þeir vildu því öðlast svipuð efnahagsleg LÍFSGÆÐI og íbúar Vestur-Evrópu.

Og að sjálfsögðu einnig LÝÐRÆÐI, þannig að þeir gætu kosið fleiri en einn stjórnmálaflokk í sveitarstjórnar- og þingkosningum.

Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu snerist því ENGAN VEGINN fyrst og fremst um trúarbrögð.

Og Austur-Evrópuríkin vildu SJÁLF fá aðild að Evrópusambandinu, fyrst og fremst til að AUKA SÍN LÍFSGÆÐI.

Finnland og Svíþjóð
eru EKKI í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og þau ríki fengu aðild að Evrópusambandinu árið 1995.

Mörg Evrópuríki vilja hins vegar vera BÆÐI í Evrópusambandinu og NATO, til að mynda Eistland, sem eins og Finnland á landamæri að Rússlandi.

En Eistland fékk ekki aðild að Evrópusambandinu OG NATO fyrr en árið 2004.

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 10:03

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúar á evrusvæðinu eru nú um 330 milljónir - Um 20 milljónum fleiri en íbúar Bandaríkjanna

"The euro
is consequently used daily by some 330 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro."

Economy of the European Union - The largest economy in the world


List of countries by Gross Domestic Product (nominal)

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 10:04

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"STÓRRÍKIÐ":

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 10:06

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi íslensku krónunnar hefur HRUNIÐ.

Gengi evrunnar og Bandaríkjadollars hefur hins vegar EKKI hrunið.

Því síður Evrópusambandið eða Bandaríkin.

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 10:09

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi hafa nú verið GJALDEYRISHÖFT Í FJÖGUR ÁR og þau verða Í MÖRG ÁR Í VIÐBÓT ef Seðlabanki Evrópu aðstoðar ekki Seðlabanka Íslands við að aflétta þeim á næstunni.

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband