Leita í fréttum mbl.is

Ungir Evrópusinnar senda VG hvatningu

Ungir evrópusinnarÁ vefsíðu Ungra Evrópusinna er að finna þessa ályktun samtakanna:

"Stjórn Ungra Evrópusinna hvetur þingmenn vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs (VG) til að stuðla að áframhaldi aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Ummæli einstakra ráðherra og þingmanna fyrr í vikunni hafa gefið til kynna gífurlega vanþekkingu þingflokksins á framgangi yfirstandandi aðildarviðræðna.

Yfirlýsingar ráðherra VG á borð við að umsóknarferlið „rífi allt samfélagið á hol“ eru úr lausu lofti gripnar. Ráðherrar VG eiga í ljósi stöðu sinnar að vera meðvitaðir um að aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið eru í eðlilegum farvegi og hafa almennt gengið vel. Þá er enn fremur mikilvægt að benda á að einstakir ráðherrar VG hafa leynt og ljóst tafið framgang aðildarviðræðna í störfum sínum, þvert á þjóðarhagsmuni.

Ungir Evrópusinnar hafna innihaldslausum yfirlýsingum þingmanna VG sem og annarra flokka um meinta efnahagslega yfirburði Íslands gagnvart öðrum Evrópuríkjum. Þó efnahagur Íslands sé í stöðugum bata, ógnar íslenska krónan hagsmunum allra íslenskra heimila með þeim hætti að vandkvæði flestra evruríkja blikna í samanburði. Vinstri Græn hafa ekki talað fyrir öðrum valkostum Íslendinga í gjaldeyrismálum umfram íslensku krónuna í ríkisstjórnartíð sinni. Þá hefur þingflokkurinn ekki lagt fram neinar áætlanir um afnám gjaldeyrishafta.

Ráðherrar og þingmenn VG, sem og þingmenn annarra flokka í hópum Evrópuandstæðinga, verða að horfast í augu við að samningaviðræður Íslands og Evrópusambandsins hófust með eðlilegum og lýðræðislegum hætti. Ungir Evrópusinnar leggja áherslu á að Ísland mun aldrei verða aðildarríki Evrópusambandsins nema að undangenginni samþykkt landsmanna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðaratkvæðisgreiðsla um áframhald yfirstandandi samningaviðræðna er því með öllu ótímabær enda liggja helstu forsendur aðildarsamnings Íslands hvergi fyrir, til að mynda í gjaldeyris-, landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Nær væri að Evrópuandstæðingar á Alþingi leggðu sig fram við að veita Íslendingum tækifæri til að taka afstöðu til fullmótaðs aðildarsamnings við Evrópusambandið hið fyrsta."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Íslendingar eiga kost á því eftir átta mánuði að kjósa sér fólk á Alþingi íslendinga, sem hafnar aðild að ESB og vill að íslendingar fái að kjósa um það strax.Ungir ESB sinnar og aðrir hljóta að fara að átta sig á því.Kosningarnar munu óhjákvæmilega snúast um það sem stærsta mál, hvort ekki eigi að gefa þjóðinni strax kost á því að kjósa um, hvort hún hefur áhuga á að fara þarna inn.Ef niðurstaða kosninganna verður NEI verður viðræðum við ESB að sjálfsögðu slitið.Ef niðurstaðan verður Já verður viðræðunum að sjálfsögðu haldið áfram.Flólknara er það nú ekki.En að sjálfsögðu min ESB, og aftaníossar þess reyna að koma í veg fyrir kosningarnar.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 18.8.2012 kl. 11:17

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ekkert útlit er fyrir að fólk muni treysta þeim VG þingmönnum sem sviku kosningaloforð VG með því að greiða því atkvæði á Alþingi að sótt yrði um aðild.Það eina sem þeir geta gert er að klóra í bakkan ,þótt seint sé , með því að styðja það að kosið verði um ESB aðild strax.Annars verður þeim að sjálfsögðu sparkað í kosningum,sem lygurum og svikurim.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 18.8.2012 kl. 11:22

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er við hæfi að svikararnir sjái að sér á Hólum í Hjaltadal, á þeim stað þar sem löngum hafa verið og starfað menn sem hafa staðið uppréttir gagnvart erlendu valdi.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 18.8.2012 kl. 11:25

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er mesta verðbólga í Evrópu, hæsta matvælaverð í Evrópu og miklu hærri vextir en á evrusvæðinu.

Og stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu. Þeir eru nú 0,75% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,75%.

Og hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft.

15.5.2012:


"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár.

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum


Ef vextir væru hins vegar mjög neikvæðir hætta Íslendingar að leggja fyrir og íbúðarkaupendur fá stórfé ókeypis frá börnum og gamalmennum, líkt og á áttunda áratugnum.

Þorsteinn Briem, 18.8.2012 kl. 11:41

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eins og staðan er núna er líklegasta ríkisstjórnin eftir næstu alþingiskosningar ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert á móti aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, hvað þá NATO, og ætti ekki að hafa neitt á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Sjálfstæðisflokkurinn á því miklu meiri samleið með Samfylkingunni en Vinstri grænum, þar sem hver höndin er uppi á móti annarri.

Þar að auki er líklegra að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin nái þingmeirihluta en aðrir tveir flokkar.

Ríkisstjórn Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er þó hugsanlegur möguleiki en ólíklegt er að Sjálfstæðisflokkurinn geti myndað ríkisstjórn með Framsóknarflokknum einum.

Auðvelt er að halda því fram að Vinstri grænir séu á móti öllu, til að mynda stóriðju, og harla ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn vilji vera með þeim í ríkisstjórn.

Þorsteinn Briem, 18.8.2012 kl. 11:43

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu er landið NÚ ÞEGAR 70% í Evrópusambandinu, án þess að taka nokkurn þátt í að semja lög sambandsins.

Það er nú allt fullveldið!


Þeir sem eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu ættu því að leggja áherslu á, til dæmis með undirskriftum, að landið segi nú þegar upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Það gera þeir hins vegar ekki og hvernig stendur á því?!


Það er algjörlega MARKLAUST tal að vera á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, þar sem landið tæki þátt í að semja lög sambandsins, en berjast EKKI með undirskriftum gegn aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Þorsteinn Briem, 18.8.2012 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband