Leita í fréttum mbl.is

Bölsýnismennirnir hafa hátt!

Bölsýnismenn í hópi Nei-sinna keppast við garga "Úlfur úlfur" og heimta að það að aðildarviðræðum Íslands og ESB verði hætt.

Sömu talsmenn vaða um völlinn með staðlausa stafi eins og t.d. að engar varanlegar sérlausnir séu í boði. 

Slíkt kemur þó aldrei í ljós nema menn setjist að SAMNINGABORÐINU, og ræði slíkt, samkvæmt kröfum umsóknarríkis,. Slíkt eiga Íslendingar eftir að gera, en bölsýnismennirnir vilja ekki gefa kost á því og vilja ekki gefa íslensku þjóðinni möguleika á því að ræða sín á milli aðildarsamning þegar hann liggur fyrir. Til þess að kjósa um hann.

Þá baula menn einnig um "rosalegan" kostnað í sambandi við umsóknarferlið, sem er nánast ekki neitt sé hann borinn saman við þann kostnað sem t.d. hlýst af því að hafa gjaldeyrishöft við lýði!

Enginn veit hvað þau hafa kostað, en menn eru sammála um að það sé mikið. Það væri kannski ekki úr vegi að reyna að slá á þá tölu? 

Við viljum hinsvegar vekja athygli þessara sömu manna á því að t.d. Finnar fengu mjög viðamikla sérlausn á landbúnaðarmálum sínum og ekkert útlit er fyrir að henni verði breytt, eða hún verði tekin af þeim!

Þetta hefur reynst Finnum vel, eins og meðfylgjandi grein sýnir. T.d. hefur útflutningur Finna á svínakjöti sexfaldast frá 1995!

Fátt er sem mælir því í mót að Ísland fái álíka lausn - en á það vilja bölsýnismennirnir ekki láta reyna.

Þeirra hugmyndaheimur snýst um bölsýni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB neita að viðurkenna að mikill meirihluti íslendinga vill ekki að Ísland verði aðili að ESB.Það er grundvallar atriði. Það er endalaust hægt að tala um að þetta og hitt sé hugsanlega í einhverjum "pakka"ESB.Það breytir engu um það að meirihlutinn vill ekki ESB aðild.Ekkert bendir til þess að þetta muni breitast þótt eitthvert plagg liggi á borði eftir einhver ár.Þess vegna er nauðsynlegt að það verði staðfest sem fyrst með kosningu að íslendingar vilja ekki aðild,svo hægt sé að byrja endurreisn landsins á íslenskum grunni í stað einhverra draumóra um ESB aðild einhvern tíma í framtíðinni.Nei við ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 19.8.2012 kl. 11:18

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Eins og útlitið er núna á ESB-evrusvæðinu þá munu Finnar þurfa að borga fúlgur fjár til að halda evru-ESB ríkjunum gangandi.Og ekkert bendir til annars en að ástandið versni á næstu áratugum þegar þau ríki sem en hafa ekki tekið upp evru taka hana upp. Rúmenía, Bílgaría og fleiri ríki.Finnar munu svo sannarlega þurfa að borga fyrir ESB-evru aðildina.Nei við því að Ísland verði nýtt Grikkland.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 19.8.2012 kl. 11:24

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Verum bjartsýn á framtíð Íslands,í stað þess að sjá allt svart og í bölsýni á framtíð landsins og halda að ESB bjargi okkur.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 19.8.2012 kl. 11:28

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB hafa sömu stöðu og stofnsáttmálar ESB og því er EKKI hægt að breyta ákvæðum þeirra, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 12:29

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Countries: Finland

Payments per ha as part of the ACCESSION TREATY OF FINLAND to the EU (Article 142), which allows to pay national Northern aid on a PERMANENT basis." (Bls. 61.)

"Payments per animal as part of the PERMANENT Northern aid (see above) or as part of transitional payments to producers to compensate for the decline in support prices following the accession to the EU." (Bls. 61.)

Skýrsla OECD: The European Union - Support to agriculture

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 12:31

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT sé að AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA sambandsins séu JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

"Aðildarsamningarnir sjálfir (accession treaties) eru yfirleitt einungis nokkrar almennar greinar en í viðauka við þá eru sett fram SKILYRÐI AÐILDAR og aðlaganir á STOFNSÁTTMÁLUM ESB, SEM ERU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF AÐILDARSAMNINGNUM."

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 12:34

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Artikkel 142 I MEDLEMSKAPSAVTALEN omhandler støtten i Nord-Finland.

Denne er IKKE TIDSAVGRENSET og ligger an til å bestå.
"

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 12:46

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Nordisk bistand i områdene C1-C4 og nasjonal bistand for Sør-Finland i område A og B.

Av landbruksstøtten kommer ca 60% fra nasjonale midler
og ca 40% fra EU.

Total støtte til landbruket i 2006 var på 1 891 mill euro av en inntekt på totalt 4 014 mill euro.
"

Strategy for Finnish Agriculture - Sjá svæði C1-C4 á bls. 72

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 12:52

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"BY VIRTUE OF Article 142 OF THE ACCESSION TREATY, the Commission HAS AUTHORISED FINLAND AND SWEDEN TO PAY LONG-TERM NATIONAL AID to ensure that agriculture is maintained also in the northern regions.

In Finland northern aid has been paid during the whole time Finland has been in the EU in support areas C1–C4.

Aid is paid for traditional agricultural production sectors in the region, i.e. animal husbandry, including reindeer husbandry, plant production and horticulture (greenhouse production and storage aid).

Northern aid scheme also includes transportation aid for meat and milk in northernmost Finland.

In 2007 northern aid was paid to almost 35,000 beneficiaries in Finland. The payments to the production of 2007 have been estimated at 328 million euros, of which the share of animal husbandry is 78%.

Of the total aid 48% is paid as production aid for milk and 19% as various forms of aid for beef production. About 55% of the cultivated arable area of Finland is located in the area covered by the northern aid scheme."

Finnland - Ministry of Agriculture and Forestry

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 12:53

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er engin "bölsýni" að vija halda Íslandi utan við Brussel-báknið, stórveldi hinna tíu aflóga nýlenduvelda, heldur bjartsýni á framtíðarvonir og mögleika sjálfstæðrar íslenzkrar þjóðar. Hreinsum svolítið til í pólitíkinni, og höldum svo áfram greinan veg til enn betri framtíðar.

Jón Valur Jensson, 19.8.2012 kl. 16:00

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

... vilja hada ...

... höldum svo áfram greiðan veg ...

Jón Valur Jensson, 19.8.2012 kl. 16:02

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er l-ið sem er að gefa sig í tölvunni, greinilega!

Jón Valur Jensson, 19.8.2012 kl. 16:03

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Evrópusambandinu býr HÁLFUR MILLJARÐUR manna en hér á Íslandi búa um 320 þúsund manns.

Íbúar á evrusvæðinu eru nú um 330 milljónir - Um 20 milljónum fleiri en íbúar Bandaríkjanna


"The euro
is consequently used daily by some 330 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro."

Economy of the European Union - The largest economy in the world


List of countries by Gross Domestic Product (nominal)

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 16:20

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"19. nóvember 2008:

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnhagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.

Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 16:22

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi íslensku krónunnar HRUNDI þegar íslensku bankarnir OG Seðlabanki Íslands urðu GJALDÞROTA haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.

Evrópusambandsríki
, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 16:23

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ellefu Evrópusambandsríki fyrir ofan Ísland í launum, en 16 fyrir neðan.

Við seljum ekki frumburðarrétt okkar til sjálfstæðis fyrir súpudisk né tímabundið útlit fyrir að sumar Esb-þjóðir verði með hærri tekjur en við.

Við þurfum ekkert að öfundast út í Esb-ríki, sem ennfremur bera næstum dauðameinið í sjálfum sér með því að hafa ekki tímgazt nóg vegna allt of fárra fæðinga. Þar verður því enn eitt vandræðaástandið, þess vegna, upp úr 2020 og einkum 2030-40 vegna allt of fámennrar vinnuaflskynslóðar á sama tíma og lífeyrisþegar hafa u.þ.b. tvöfaldazt í fjölda.

Við og Bandaríkjamenn höfum yfirburði yfir Esb-þjóðirnar í heilbrigðri tímgun, og fram hjá þjóðhagslegu mikilvægi þess horfi enginn!

Jón Valur Jensson, 19.8.2012 kl. 16:28

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á undanförnum 15 árum hafa nærri 14 þúsund Íslendingar farið utan í starfsþjálfun og nám á vegum Menntaáætlunar Evrópusambandsins.

Og mun fleiri hafa tekið þátt í margvíslegum verkefnum.

Samtals eru STYRKIR Menntaáætlunar Evrópusambandsins og forvera hennar um FIMM MILLJARÐAR KRÓNA á þessu tímabili.
"

Afmælishátíð Menntaáætlunar Evrópusambandsins 2010

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 16:59

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland og Noregur eiga LANGMEST viðskipti við önnur ríki á Evrópska efnahagssvæðinu og eru 70% í Evrópusambandinu.

Er allt á niðurleið hér á Íslandi og í Noregi?!

Er allt á niðurleið í Svíþjóð og Sviss, sem eiga MEST viðskipti við ríki í Evrópusambandinu?!

Er allt á niðurleið í Austurríki, Hollandi og Þýskalandi?!

Evran er galdmiðill þeirra allra.

Í Austurríki er MINNA atvinnuleysi en hér á Íslandi og nú í sumar var JAFN MIKIÐ atvinnuleysi í Þýskalandi og hérlendis.

Í Þýskalandi, fjölmennasta RÍKI Evrópusambandsins, búa 82 milljónir manna en 320 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Þýskalandi.

Í sumum fylkjum Bandaríkjanna hefur verið mikið atvinnuleysi en í öðrum lítið.

Samt er Bandaríkjadollar gjaldmiðill þeirra allra.

Stýrivextir eru nú 5% LÆGRI á evrusvæðinu en hér á Íslandi og hafa verið MUN LÆGRI en hérlendis.

Og MUN ÓDÝRARA er að taka húsnæðislán í til að mynda Frakklandi en hérlendis.

Á evrusvæðinu eru nú 17 ríki og Eistland bættist í hóp þeirra Í FYRRA.

EKKERT þeirra ætlar að hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn.

Og EKKERT ríki ætlar að segja upp aðild að Evrópusambandinu.

Og hvorki Noregur Ísland ætla að segja upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 17:01

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sameiginlegt markaðssvæði 30 ríkja í Evrópu sem komið var á með EES-samningnum og tók formlega gildi 1. janúar 1994.

Aðild að EES eiga öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins, sambandið sjálft og 3 aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA)."

"Fjórfrelsið svokallaða gildir á öllu svæðinu en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfismála, menntamála, vísinda- og tæknimála o.fl."

Evrópska efnahagssvæðið

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 17:02

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland undirritaði samning um aðild að Schengen-samstarfinu, ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum, 19. desember 1996, þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra.

Rúmlega
80% af íbúum Norðurlandanna eru nú í Evrópusambandinu.

Og aðild að Schengen-samstarfinu var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss.

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 17:03

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:

28.6.2011:


"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.

Rýnivinnan TÓK ÓVENJULEGA STUTTAN TÍMA, um átta mánuði.

Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.

Fram hefur komið að 21 KAFLA AF 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland ÞEGAR leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.

Það er til vitnis um þá AÐLÖGUN ÍSLANDS að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.

Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild."

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 17:04

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu er landið NÚ ÞEGAR 70% í Evrópusambandinu, án þess að taka nokkurn þátt í að semja lög sambandsins.

Það er nú allt fullveldið!


Þeir sem eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu ættu því að leggja áherslu á, til dæmis með undirskriftum, að landið segi nú þegar upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Það gera þeir hins vegar ekki og hvernig stendur á því?!


Það er algjörlega MARKLAUST tal að vera á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, þar sem landið tæki þátt í að semja lög sambandsins, en berjast EKKI með undirskriftum gegn aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 17:05

24 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Aðildarsamningur MUN ALDREI LIGGJA FYRIR. Einfaldlega vegna þess að ENGIR samningar eru í boði. Aðeins AÐLÖGUNARFERLI að
ESB er í gangi. Því einungis EVRÓPUSAMBANDIÐ a-ö er í pakkanum.
Og E K K E R T  ANNAÐ!  Er ekki tími til kominn að þessum blekkingarleik verði TAFARLAUST HÆTT ?  Og umsóknin að ESB verði
TAFARLAUST dregin til baka.  MEÐ HANDAFLI því mikill meirihluti
þjóðarinnar eru engin fifl eða hálfvitar og vilja ALLS EKKI Ísland inn í
hið deyjandi sökkvandi brennandi  ESB með handónýta mynt!
Ennig BURT MEÐ ALLT SCHENGEN-RUGLIÐ og uppsögn á hinu
STÓRGALLAÐA EES sem leiddi bankahrunið m.a yfir þjóðina!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.8.2012 kl. 17:25

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er mesta verðbólga í Evrópu, hæsta matvælaverð í Evrópu og miklu hærri vextir en á evrusvæðinu.

Og stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu. Þeir eru nú 0,75% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,75%.

Og hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft.

15.5.2012:


"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár.

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum


Ef vextir væru hins vegar mjög neikvæðir hætta Íslendingar að leggja fyrir og íbúðarkaupendur fá stórfé ókeypis frá börnum og gamalmennum, líkt og á áttunda áratugnum.

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 18:22

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.10.2011:

"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina.

Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.


Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."

Írskir bændur mjög hlynntir Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 18:30

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

5.6.2012:

Landsframleiðsla Grikklands myndi falla um 25-50%
árið eftir að landið yfirgæfi evrusvæðið og tæki upp sjálfstæðan gjaldmiðil, samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem unnin var af franska bankanum Société Générale.

Og kaupmáttur Grikkja með nýjan gjaldmiðil yrði 50% minni en hann er nú með evruna sem gjaldmiðil.

Kaupmáttur Grikkja yrði helmingi minni með nýjan gjaldmiðil

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 18:33

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."

"The current Azarov Government continues to pursue EU-integration.

During May and June 2010 both Prime Minister Mykola Azarov and Ukrainian Foreign Minister Kostyantyn Hryshchenko stated that integration into Europe has been and remains the priority of domestic and foreign policy of Ukraine."

Ukraine–European Union relations


Króatía fær aðild að Evrópusambandinu 1. júlí á næsta ári
og Serbía sótti um aðild að sambandinu 22. desember 2009.

Accession of Croatia to the European Union


Accession of Serbia to the European Union

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 18:37

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt matvælaverð hér hæst í Evrópu árið 2006, borið saman í evrum, eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.

Hagstofa Íslands - Evrópskur verðsamanburður á mat, drykkjarvörum og tóbaki


Við kaupum hins vegar mat og drykkjarvörur hér á Íslandi í íslenskum krónum en ekki evrum og frá ársbyrjun 2006 til ársloka 2011 hækkaði hér vísitala neysluverðs, sem verðtrygging lána er miðuð við, úr 249,7 í 386 stig, eða 54,6%.

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 18:52

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mikið liggur við hjá þér, Steini karl.

Með raðinnleggjum hyggstu reyna að kaffæra gagnrýni.

Margt af þessum innleggjum þínum er afar blekkjandi. Það eru t.d. ýmsar aðrar samanburðartölur til um matvælaverð í Esb. og hér, þar sem munurinn er langtum minni en 61%.

Þar að auki er ekki berandi saman við meðaltalið í öllum Esb-löndum og ætlast til sama verðs hér. Verðlag í norðvesturhluta Esb. er miklu hærra en í suður- og austurhlutanum. En frá NV-hlutanum fáum við flest evrópsk matvæli sem hingað eru flutt inn, m.a. frá Bretlandi, Danmörku, Hollandi og Þýzkalandi. Þess vegna fengjum við aldrei lægra verðlag hér á innfluttum vörum en það er í áðurnefndum NV-hluta Esb. Ofan á það hlýtur svo að leggjast nokkuð mikill flutningskostnaður með skipum, hvað þá flugi, hina löngu leið hingað til lands. Svo er þetta lítill markaður og því erfiðara um vik að fá hagstæð magnkaup.

Þetta er nú bara eitt dæmið um atriði, sem þurfti að leiðrétta hjá þér. Þótt ég hafi ekki tíma til annarra leiðréttinga, verða blekkingartölur þínar ekki þess vegna réttar!

Jón Valur Jensson, 19.8.2012 kl. 20:29

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður tollar á íslenskum landbúnaðarvörum í Evrópusambandsríkjunum og þar af leiðandi yrði hægt að STÓRAUKA útflutning héðan frá Íslandi á FULLUNNUM landbúnaðarvörum, til að mynda skyri og lambakjöti, til Evrópusambandsríkjanna.

Á móti kemur að innflutningur á landbúnaðarvörum þaðan myndi aukast eitthvað hérlendis.

Tollar falla einnig niður á íslenskum sjávarafurðum í Evrópusambandsríkjunum og því yrði hægt að STÓRAUKA sölu þangað á FULLUNNUM íslenskum sjávarfurðum.

Og AUKIN sala héðan á FULLUNNUM sjávarfurðum þýðir að sjálfsögðu AUKNA ATVINNU hérlendis, en EKKI minni, með aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 20:34

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sauðfjárbúum hefur FÆKKAÐ UM ÞRIÐJUNG hérlendis og kúabúum um RÚMAN HELMING frá árinu 1990.

Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 20:35

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

Neysla á kindakjöti á öðrum Norðurlöndum er mjög lítil og engin ástæða til að reikna hér með innflutningi á kindakjöti í einhverjum mæli, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Geymsluþol nýmjólkur er of lítið til að það borgi sig að flytja hana hingað með skipum þúsundir kílómetra frá öðrum Evrópulöndum og of dýrt yrði að flytja mjólkina með flugvélum.

Héðan voru fluttar út landbúnaðarvörur fyrir átta milljarða króna árið 2009 og þar af 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.


Flutt voru út um fjögur þúsund tonn af sauðfjárafurðum, þar af um 1.200 tonn af kindakjöti, langmest til Evrópska efnahagssvæðisins, 2.200 tonn af gærum og 500 tonn af ull.

Og flutt voru hér út 1.589 lifandi hross, þar af um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 20:37

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

Innflutningur á svínakjöti, kjúklingum og eggjum gæti hins vegar orðið töluverður en hér eru einungis um tíu svínabú og kjúklinga- og eggjaframleiðendur.

Eitt svínabú í Danmörku gæti nú annað allri eftirspurn okkar Íslendinga eftir svínakjöti.

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 20:38

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Um 6% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til reksturs stofnana sambandsins.

Um 45% renna til LANDBÚNAÐAR í aðildarríkjunum,
1% til ríkisstyrkja í sjávarútvegi og 39% til uppbyggingasjóða.

Um 7% fara í málefni sem Ísland tekur nú þegar þátt í
samkvæmt EES-samningnum."

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 20:40

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Undir lok síðasta árs unnu hagfræðingarnir Daði Már Kristófersson, dósent við Háskóla Íslands, og Erna Bjarnadóttir, hjá Bændasamtökunum, skýrslu fyrir samningahóp Íslands um landbúnað.

Í þessari skýrslu kemur fram svart á hvítu með afnámi þessara tolla má reikna með að verð á kjúklingum, eggjum og svínakjöti lækki um allt að 40-50%."

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 20:42

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2010 komu 67%, TVEIR ÞRIÐJU, af mat- og drykkjarvörum frá Evrópska efnahagssvæðinu og 88,3% af eldsneyti og smurolíum.

Vöruviðskipti við útlönd árið 2010

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 20:46

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

VIÐ ÍSLENDINGAR SELJUM GRÍÐARLEGA MIKIÐ AF ÍSLENSKUM MATVÆLUM Á EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐINU, til að mynda sjávarafurðir, lambakjöt og skyr, til dæmis í Finnlandi.

Og að sjálfsögðu er JAFN LANGT frá Íslandi til Finnlands og þaðan til Íslands.

Flutningskostnaðurinn er ekki nema nokkur prósent af vöruverðinu hér og enda þótt vörur séu framleiddar hérlendis eru erlend aðföng notuð í framleiðsluna í langflestum tilfellum.

Og Bónus hefur verið með SAMA vöruverð hér á öllu landinu.

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 20:49

39 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar eigum LANGMEST viðskipti við Evrópska efnahagssvæðið og höfum ENGA góða ástæðu til að skipta þeim evrum, sem við fáum fyrir sölu á vörum og þjónustu til evrusvæðisins, í íslenskar krónur og þeim svo aftur í evrur með tilheyrandi GRÍÐARLEGUM KOSTNAÐI.

Árið 2009 komu 65% af innflutningi hér frá Evrópska efnahagssvæðinu
og 84% af útflutningi okkar fóru þangað.

Og hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöru- OG þjónustuviðskiptum árið 2009, var 52% en vöruviðskiptum 60%.

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 20:59

40 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM, FATNAÐI OG HEIMILISTÆKJUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.

"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.

Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.

ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 21:02

41 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Landbúnað ætlum við að efla,enda hrein og tær afurð,sem ekki er úðuð af síkladrepandi efnum. Hreina vatnið okkar tekur öllu fram. Spurðu Russel Crowe!

Helga Kristjánsdóttir, 19.8.2012 kl. 22:35

42 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 23:06

43 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú hefur gaman af að cópera sjálfan þig, Steini.

En það er sama hvað þú endurtkur þig oft, Íslendingar eru ekki svo einfaldir að falla fyrir einum saman gerviröksemdum munns og maga í þessu efni. Það fylgja hvort eð er engir sjálfkrafa "Esb-vextir" með innlimun í sambandið, enda eru þeir afar misháir eftir Esb-löndum, og verðtrygging þekkist þar líka. Og sjálf getum við lækkað tolla, og bezt væri að fá aðgöngu að NAFTA, það er fríverzlunarsvæði sem gerir ENGAR kröfur til fulveldisafsals af ríkjanna hálfu né að við yrðum undir því beina, erlenda, gróflega freka löggjafarvaldi sem Esb-"aðild" felur í sér.

Jón Valur Jensson, 19.8.2012 kl. 23:31

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fyrst andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu á þessu bloggi eru svona gríðarlega vissir um að Evrópusambandið og evran séu að hruni komin hljóta þeir að samþykkja að leggja eina milljón króna inn á reikninginn minn um næstu áramót ef það gerist ekki.

Þögn er sama og samþykki.

Reikningsnúmerið mitt er 0311-26-6300.

Steini Briem, 5.8.2011 kl. 18:37"

Þorsteinn Briem, 20.8.2012 kl. 01:03

45 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt ríkin Bretland og Frakkland eigi bæði aðild að Evrópusambandinu á Frakkland ekki hlutdeild í olíuauðlindum Bretlands, sem eru að sjálfsögðu staðbundnar.

Grænland, Færeyjar og Danmörk eru hins vegar í sama ríkinu, enda þótt Grænland og Færeyjar eigi ekki aðild að Evrópusambandinu.

Staðbundinn
þorskur á Íslandsmiðum er mun verðmætari en loðna, sem gengur á milli lögsagna Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs við Jan Mayen.

Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

En að sjálfsögðu fengist mun meira en eitt tonn af loðnukvóta í staðinn fyrir eitt tonn af þorskkvóta.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna tvo áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip Evrópusambandsins að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

Íslensk varðskip munu áfram sjá um fiskveiðieftirlit á Íslandsmiðum og Hafrannsóknastofnun áfram veita fiskveiðiráðgjöf hér, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Landhelgisgæslan starfar hins vegar hér á norðurslóðum í samvinnu við breska, norska og danska sjóherinn, sem sér um landhelgisgæslu við Færeyjar og Grænland.

Aðildarsamningi
Íslands og Evrópusambandsins verður ekki hægt að breyta, nema með samþykki Íslendinga.

Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og aðrar Evrópuþóðir fá sinn fisk af Íslandsmiðum, enda þótt Íslendingar veiði fiskinn. Og evrópskir neytendur greiða allan kostnað við veiðarnar, til að mynda olíukaup og smíði íslensku fiskiskipanna, sem langflest hafa verið smíðuð í öðrum Evrópulöndum.

Þýskalandi hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við önnur ríki en ekki með því að leggja undir sig auðlindir þeirra.

Þorsteinn Briem, 20.8.2012 kl. 01:06

46 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandið er langstærsti markaður okkar Íslendinga fyrir sjávarafurðir og þar búa um 500 milljónir manna sem neyta árlega um 12 milljóna tonna af sjávarafurðum.

Árið 2006 veiddu þjóðir sambandsins um 6,9 milljónir tonna en stærstu veiðiþjóðirnar nú eru Spánn, Danmörk, Frakkland, Bretland og Ítalía.

Ísland yrði stærsta fiskveiðiþjóðin
í Evrópusambandinu og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.

Þorsteinn Briem, 20.8.2012 kl. 01:09

47 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLENSK SVEITARFÉLÖG Í EVRÓPUSAMBANDINU.

RÚMLEGA ÞRIÐJUNGI af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, verður varið til BYGGÐAMÁLA á tímabilinu 2007-2013.

Byggðaþróunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.

Samstöðusjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.

Aðlögunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.

Félagsmálasjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.

Landbúnaðarsjóður.

Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.

Styrkir til sjávarbyggða.

Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:

• Aðlögun flotans.

• Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.

• Veiðistjórnun og öryggismál.

• Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.

Þorsteinn Briem, 20.8.2012 kl. 01:11

48 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Steini? Hvað færðu mikið í styrki frá ESB + væntanlega IPA-styrki til að unga út svona
stöðluðum þvættingi um ESB?  Sem ENGINN tekur mark á !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.8.2012 kl. 01:22

49 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna, en tæplega helmingur allra útgjalda sambandsins fer til landbúnaðarmála.

Sænskir bændur og Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 20.8.2012 kl. 01:37

50 Smámynd: Þorsteinn Briem

Peter Lundberg, Lantbrukarnas Riksförbund, sænsku bændasamtökunum:

"Við erum fullviss um að sænskum landbúnaði líður betur nú en honum hefði annars liðið utan Evrópusambandsins."

"Sænskur landbúnaður hefur nú að mestu samlagast Evrópumarkaðnum, brugðist við aukinni samkeppni og nýtt sér ný tækifæri.

Sænskir bændur eru bjartsýnir
og margir leggja nú í fjárfestingar og eru byrjaðir að skipuleggja aukin umsvif.

ÚTFLUTNINGURINN er MIKLU MEIRI nú en þá.

Sérstaklega er þó útflutningsVERÐMÆTIÐ MEIRA en það var.


Þetta byggist á því að miklu meira er nú flutt út af FULLUNNUM búvörum.

Útflutningurinn hefur með öðrum orðum AUKIST hröðum skrefum og miklu hraðar en innflutningur á landbúnaðarvörum."

Sænskir bændur og Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 20.8.2012 kl. 01:38

51 Smámynd: Þorsteinn Briem

MATVÆLAÖRYGGI BJARTS Í SUMARHÚSUM NÚ OG ÞÁ.

MEIRIHLUTINN af
fatnaði OG matvörum sem seldur er í verslunum hérlendis ER ERLENDUR.

Þar að auki eru ERLEND AÐFÖNG notuð í langflestar "íslenskar" vörur, þar á meðal matvörur.

Erlend aðföng í landbúnaði hérlendis eru til að mynda dráttarvélar, alls kyns aðrar búvélar, varahlutir, tilbúinn áburður, heyrúlluplast, illgresis- og skordýraeitur, kjarnfóður og olía.

"Íslensk" fiskiskip eru langflest smíðuð í öðrum löndum Evrópska efnhagssvæðisins og þau nota að sjálfsögðu einnig olíu.

Og áður en vélvæðing hófst í landbúnaði hérlendis keyptu "Bjartur í Sumarhúsum" og hans kollegar INNFLUTTA ljái, lampaolíu, áfengi, kaffi, tóbak, sykur og hveiti.

Og hvaða hráefni er notað í "íslenskar" pönnukökur?!

Kexverksmiðjan Frón notaði eitt þúsund tonn af hveiti og sykri í framleiðslu sína árið 2000 en formaður Framsóknarflokksins heldur náttúrlega að það hafi allt verið ræktað hérlendis og "Bjartur í Sumarhúsum" hafi slegið grasið með berum höndunum.

LEGGIST ALLIR FLUTNINGAR AF HINGAÐ TIL ÍSLANDS LEGGST ÞVÍ ALLUR "ÍSLENSKUR" LANDBÚNAÐUR EINNIG AF.

Þorsteinn Briem, 20.8.2012 kl. 01:44

52 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef verið upptekinn og er fyrst nú að sjá svör Steina við síðasta innleggi mínu. Kem hér inn seinna í kvöld til svara.

Jón Valur Jensson, 20.8.2012 kl. 18:02

53 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðildarviðræður við ESB ganga vel

Í síðustu viku afgreiddi utanríkismálanefnd Alþingis samningsafstöðu í þremur köflum og hafa þar með 28 af 33 samningsköflum verið afgreiddir frá nefndinni.

Í þetta sinn voru það kaflar um umhverfismál, skattamál og byggðaþróun.

Nefndin ræddi einnig í síðustu viku stöðu viðræðnanna og skoðaði sérstaklega stöðuna í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.

Einnig var sérstök umfjöllun um gjaldmiðlamálin sem voru afgreidd frá utanríkismálanefnd og síðan ríkisstjórn í sumar.


Nú eru opnir 18 kaflar í viðræðum við ESB en í árslok er stefnt að því að allt að 30 samningskaflar verði opnir af þeim 33 sem samið verður um.

Enginn bilbugur er á samningaliði Íslands í því að ná sem bestum samningi fyrir Ísland sem borinn verði undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu
.

Áhersla lögð á að opna sjávarútvegskaflann hið fyrsta

Utanríkisráðherra og samningamenn Íslands hafa lagt á það mikla áherslu við ESB að kaflinn um sjávarútvegsmál verði opnaður hið fyrsta en það hefur ekki gengið eftir hingað til.

Stefan Füle stækkunarstjóri ESB
skýrði frá því í fjölmiðlum í síðustu viku að mynd yrði komin á sjávarútvegsmálin fyrir alþingiskosningarnar næsta vor.


Samningsafstaða liggur fyrir í gjaldmiðilsmálum


Samningsafstaða Íslands í gjaldmiðilsmálum var send til Evrópusambandsins í byrjun mánaðarins eftir hefðbundið samráðsferli í samningahópi og aðalsamninganefnd, ráðherranefnd um Evrópumál, utanríkismálanefnd Alþingis og ríkisstjórn.

Í afstöðunni leggur Ísland áherslu á að við aðild að ESB taki það þátt í störfum Efnahags- og myntbandalagsins gegnum ERM2 og taki upp evruna eins skjótt og aðstæður leyfa.

Stefnt verði að því að uppfylla Maastricht-skilyrðin um fjármál hins opinbera, verðbólgu og langtímavexti.

Eins þurfi að gera lagabreytingar til að styrkja sjálfstæði Seðlabanka Íslands.

Þá hefur verið settur saman sérstakur hópur í samvinnu íslenskra stjórnvalda, framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópska seðlabankans, ásamt sérfræðingum, með það fyrir augum að leita leiða út úr gjaldeyrishöftunum og hópurinn fundar í næsta mánuði.
"

Þorsteinn Briem, 20.8.2012 kl. 18:21

54 Smámynd: Jón Valur Jensson

Samningsafstaðan, eins og samninganefndarmaðurinn Þorsteinn Pálsson kom upp um hana varðandi evruna, afhjúpaði einhver röknustu svik Vinstri grænna ráðherra við kjósendur sína.

Jón Valur Jensson, 20.8.2012 kl. 18:48

55 Smámynd: Þorsteinn Briem

SAMSTARFSYFIRLÝSING ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna:

"ÁKVÖRÐUN UM AÐILD Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði UM SAMNING í  þjóðaratkvæðagreiðslu AÐ LOKNUM AÐILDARVIÐRÆÐUM.

Utanríkisráðherra mun leggja fram á  Alþingi tillögu um AÐILDARUMSÓKN að Evrópusambandinu á vorþingi.

Stuðningur stjórnvalda við SAMNINGINN þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu.

Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll viðræðnanna.

FLOKKARNIR eru SAMMÁLA um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma."

Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar

Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband