Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur vill forðast upphrópanir - telur makríl bæta samningsstöðu Íslands

Ofurráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon (er með fjóra ráðherratitla!), tjáir sig um Evrópumálin í Fréttablaðinu þann 22.8 og segir þar meðal annars að nýjustu upplýsingar um makrílinn og hegðun hans við Íslandsmið, geti mögulega styrkt samningsstöðu Íslands, gagvnart ESB. Á þá að hlaupa til og hætta við, eins og sumir í VG vilja?

Þá segist hann ekki vilja ræða ESB-málið með upphrópunum, eins og mönnum (einnig úr hans eigin flokki, VG) er svo tamt að gera. Þetta er gott hjá honum, það verður að ræða málið af skynsemi.

Það er engin ástæða til þess að menn fari á límingunum vegna ESB-málsins, nær væri að æsa sig yfir t.d. gjaldeyrishöftum og öðrum ófagnaði í íslensku efnahagslífi, sem kostar almenning og fyrirtæki hrikalegar fúlgur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Steingrímur ætti að skoða sjálfan sig á myndbandi.Hans pólitíska líf hefur allt gengið ít á upphrópanir og handaslátt.Það kemur úr hörðustu átt þegar hann brigslar öðrum um slíkt.En ESB er hrifið af Steingrími, sem er skiljanlegt eftir það sem á undan er gengið.Menn skuli ekki gleyma Icesave.Steingrímur er versti maður í heimi til að semja um eitthvað við ESB fyrir Íslands hönd, fyrir utan sálufélaga hans, Svavar Gestson.

Sigurgeir Jónsson, 22.8.2012 kl. 11:35

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og Jóhönnu Sigurðardóttur.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 22.8.2012 kl. 11:40

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

SAMSTARFSYFIRLÝSING ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna:

"ÁKVÖRÐUN UM AÐILD Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði UM SAMNING í  þjóðaratkvæðagreiðslu AÐ LOKNUM AÐILDARVIÐRÆÐUM.

Utanríkisráðherra mun leggja fram á  Alþingi tillögu um AÐILDARUMSÓKN að Evrópusambandinu á vorþingi.

Stuðningur stjórnvalda við SAMNINGINN þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu.

Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll viðræðnanna.

FLOKKARNIR eru SAMMÁLA um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma."

Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar

Þorsteinn Briem, 22.8.2012 kl. 13:30

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.8.2012 (í dag):

"Ferðamannaiðnaðurinn blómstrar á Spáni en aldrei hafa jafn margir ferðamenn sótt landið heim og í síðasta mánuði.

Mesta aukningin er meðal þýskra ferðamanna.

Ferðamannaheimsóknum fjölgar um 4,4% milli ára en alls komu 7,7 milljónir ferðamanna til Spánar í júlí.

Ferðamannaiðnaðurinn er ein mikilvægasta atvinnugreinin í landinu en 10% af vergri landsframleiðslu koma frá greininni.
"

Ferðamannaþjónustan á Spáni í blóma

Þorsteinn Briem, 22.8.2012 kl. 14:30

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslensk fiskiskip veiða einnig úr flökkustofnum í erlendri lögsögu, samkvæmt samningum við önnur ríki, og við Íslendingar munum AÐ SJÁLFSÖGÐU semja við önnur ríki um veiðar úr makrílstofninum, enda ber okkur SKYLDA til þess samkvæmt Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna.

Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna - United Nations Convention on the Law of the Sea

Þorsteinn Briem, 22.8.2012 kl. 19:09

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna:

"63. gr. Stofnar sem eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri
strandríkja eða bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan hennar

1. Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri strandríkja skulu þessi ríki, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða
svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að samræma og tryggja verndun og þróun þessara stofna, þó að óhnekktum öðrum ákvæðum þessa hluta.

2. Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan lögsögunnar skulu strandríkið og ríkin, sem veiða þessa stofna á aðlæga svæðinu, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda þessa stofna á aðlæga svæðinu."

64. gr. Miklar fartegundir

1. Strandríkið og önnur ríki, sem veiða á svæðinu miklar fartegundir, skulu starfa saman beint eða á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana með það í huga að tryggja verndun og stuðla að því að náð verði markmiðinu um bestu nýtingu þessara tegunda á öllu svæðinu, bæði í sérefnahagslögsögunni og utan hennar.

65. gr. Sjávarspendýr

Ekkert í þessum hluta skerðir rétt strandríkis eða vald alþjóðastofnunar til að banna, takmarka eða setja reglur um hagnýtingu sjávarspendýra með strangari hætti en kveðið er á um í þessum hluta.

Ríki skulu starfa saman með verndun sjávarspendýra í huga og skulu hvað hvali snertir einkum starfa á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana að verndun og stjórnun þeirra og rannsóknum á þeim."

Þorsteinn Briem, 22.8.2012 kl. 19:11

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það verður nú ekki samið til eilífðarnóns um veiðar úr makrílstofninum, frekar en öðrum flökkustofnum.

"Deilistofnar eru flökkustofnar, stofnar sem ekki eru staðbundnir, heldur flakka á milli lögsagna og þar með veiðisvæða, eins og til dæmis úthafskarfi, makríll, kolmunni og norsk-íslensk síld."

Norðmenn væru nú tæpast tilbúnir að gera samning til eilífðarnóns um að við Íslendingar fengjum að veiða töluvert úr makrílstofninum en eftir örfá ár gengi hann ekkert inn í íslensku lögsöguna.

Þorsteinn Briem, 22.8.2012 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband