Leita í fréttum mbl.is

Króna eđa Evra? Sigríđur Ingibjörg í FRBL

Sigga-IngibjorgSigríđur Ingibjörg Ingadóttir, ţingmađur Samfylkingar, skrifađi góđa grein í FRBL ţann 22.8; Króna eđa Evra? Greinin birtist hér í heild sinni:

Hruniđ 2008 var tvenns konar: hrun fjármálakerfisins og hrun krónunnar. Kreppan í kjölfariđ var ţví af tvennum toga: fjármálakreppa og gjaldmiđilskreppa. Algjöru hruni krónunnar var forđađ međ gjaldeyrishöftum og lánum frá Alţjóđagjaldeyrissjóđnum.

Ţrátt fyrir bein áhrif krónunnar á lífskjör og skuldavanda heimila og fyrirtćkja er í landinu hópur áhrifamikils fólks sem telur krónuna bjargvćtt ţjóđarinnar og lífsakkeri okkar um ókomin ár. Ţeir sem nú lofsama krónuna kjósa ađ gleyma hlut hennar í ofţenslu áranna fyrir hrun. Flest bendir raunar til ţess ađ krónan ýki sveiflur í efnahagslífinu fremur en ađ draga úr ţeim.


Nýr gjaldmiđill?
Evran hefur frá stofnun veriđ helsti valkosturinn viđ krónuna, en til ađ geta tekiđ hana upp ţarf fyrst ađ ganga í Evrópusambandiđ. Fyrir hrun gerđu flestir sér grein fyrir vandamálum krónunnar, en hún var eitt vinsćlasta umrćđuefni áranna 2007 til 2009. Fyrir efasemdarmenn um ESB skipti ţví miklu ađ koma međ valkost viđ evruna. Vinstri grćn héldu mjög fram norsku krónunni og einstaka menn í Sjálfstćđisflokknum sáu ljósiđ í svissneska frankanum. Einhliđa upptaka bandaríkjadollars, kanadadollars eđa evru hefur átt sér sína fylgismenn. Sjálfstćđisflokkurinn vildi fyrir kosningarnar 2009 ćstur taka upp evru á grundvelli EES-samningsins og í samvinnu viđ Alţjóđagjaldeyrissjóđinn. Öll ţessi umrćđa ber vott um litla tiltrú á krónunni og á stundum örvćntingafullar tilraunir til ađ sleppa undan ţví ađ rćđa um ađild ađ ESB sem mögulega lausn vandans.

Ágćtt dćmi um umrćđuna fyrir hrun er ađ Framsóknarflokkurinn setti upp sérstaka gjaldmiđilsnefnd sem skilađi áliti í september 2008. Skýrsla nefndarinnar er málefnaleg og órafjarri ţeirri ţjóđrembu sem heltekiđ hefur Framsóknarflokkinn upp á síđkastiđ. Vandi krónunnar er orđađur međ skýrum hćtti: „Hagsaga Íslands, frá ţví tengslin viđ dönsku krónuna voru slitin og tekin var upp sjálfstćđ íslensk króna, hefur einkennst af samspili gengisfellinga og verđbólgu“ (bls. 12). Krónan er lítill og óstöđugur gjaldmiđill og ekki bćtir slćleg hagstjórn vandann. Nefndin var gagnrýnin á hagstjórn áranna fyrir hrun og undantekur ţar ekki hlut Framsóknarflokksins. En hvers vegna tókst svona illa til? „Vćntanlega vegur ţyngst „íslenska hefđin“, ţ.e. ađ ganga fram af krafti á öllum vígstöđum á hverju sem gengur og treysta á ađlögun í formi gengisbreytinga ţegar í óefni er komiđ“ (bls. 20). Vandinn verđur vart orđađur betur en ţetta.


Tveir valkostir
Gjaldmiđilsnefnd Framsóknarflokksins komst ađ ţeirri niđurstöđu ađ tveir valkostir vćru fyrir Íslendinga: upptaka evru eđa áframhaldandi króna. Ţrátt fyrir ađ margt hafi breyst eru ţetta enn valkostirnir. Um ţetta eru flestir sammála. Gjaldmiđilsnefndin hefur ţó ýmsa fyrirvara viđ krónuna, enda ljóst ađ „íslenska hefđin“ er leiđ óstöđugleika. Ef helsti kosturinn viđ krónuna er „sveigjanleiki“ (ţ.e. gengisfellingar), ţá verđur verđtrygging sparifjár og lána skiljanleg viđbrögđ. Vilji fólk viđhalda krónunni blasir viđ ađ vextir verđi hér hćrri en í nágrannalöndunum og líklega höft af einhverju tagi til frambúđar.

Ţví er stundum haldiđ fram ađ ekki skipti máli hvort viđ höfum krónu eđa evru. Evran krefjist agađrar hagstjórnar og séu menn fćrir um hana ţá sé eins hćgt ađ hafa hér krónu. „Enn er vert ađ ítreka ađ hvorug leiđin er í raun fćr öđruvísi en ađ komiđ verđi á meiri festu í almennri efnahagsstjórn”, sögđu framsóknarmenn 2008 (bls. 28). Ţetta er rétt ađ vissu marki en smćđ krónunnar skapar mikinn vanda í opnu hagkerfi. Trúverđugleiki stjórnvalda er einnig alvarlegt vandamál. Í ljósi sögunnar er rétt ađ spyrja: hversu líklegt er ađ festa náist í efnahagsstjórnun á međan stjórnmálamenn telja helsta kost krónunnar ađ falla hressilega međ reglulegu millibili?


Einn valkostur?
Evran er í nokkrum ólgusjó og hafa andstćđingar ESB haldiđ ţví fram ađ ţađ sanni fásinnu ţess ađ halda áfram ađildarviđrćđum. Reynsla okkar af krónunni er ekki svo glćsileg ađ skynsamlegt sé ađ útiloka upptöku evru og halda krónunni sem eina valkosti Íslendinga til frambúđar. Samningaviđrćđurnar taka tíma og upptaka evrunnar er skilyrđum háđ. Margt getur ţví breyst áđur en endanleg ákvörđun er tekin, líkt og margt hefur breyst frá ţví ađ samningaviđrćđur hófust. Hagsmunir ţjóđarinnar eru augljóslega ţeir ađ halda báđum kostum opnum enn um sinn. Samningaviđrćđur skađa engan og skuldbinda engan, en ţćr gćtu skapađ möguleika til betri hagstjórnar og lífskjara til framtíđar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ingibjörg eđa Enginbjörg.Samfylkingin telur ađ Ísland ţurfi björgunar viđ og bjargvćtturinn sé ESB.Varđ ESB bjargvćttur Grikklands.Enginbjörg svarar ţví ekki í grein sinni.Nei viđ ESB.

Sigurgeir Jónsson, 22.8.2012 kl. 17:23

3 Smámynd: Ţorsteinn Briem

22.8.2012 (í dag):

"Ferđamannaiđnađurinn blómstrar á Spáni en aldrei hafa jafn margir ferđamenn sótt landiđ heim og í síđasta mánuđi.

Mesta aukningin er međal ţýskra ferđamanna.

Ferđamannaheimsóknum fjölgar um 4,4% milli ára en alls komu 7,7 milljónir ferđamanna til Spánar í júlí.

Ferđamannaiđnađurinn er ein mikilvćgasta atvinnugreinin í landinu en 10% af vergri landsframleiđslu koma frá greininni.
"

Ferđamannaţjónustan á Spáni í blóma

Ţorsteinn Briem, 22.8.2012 kl. 17:27

4 Smámynd: Ţorsteinn Briem

22.8.2012 (í dag):

Finnar eru í sóknarhug

Ţorsteinn Briem, 22.8.2012 kl. 17:37

5 Smámynd: Bragi

Hrćđileg grein og lýsir skilningsleysi á málinu.

Bragi, 22.8.2012 kl. 19:35

6 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Gjaldmiđilsnefnd Framsóknarflokksins 2008, sjá bls. 20-27:

"Upptaka evru felur međal annars í sér ađ enginn kostnađur fylgir ţví ađ skipta úr einum gjaldmiđli í annan og ţar međ yrđu viđskipti viđ evrulöndin ódýrari en viđskipti viđ önnur lönd, auk ţess sem verđsamanburđur yrđi auđveldari.

Ţá minnkar gengisáhćtta sem getur leitt til meiri fjármagnsflutninga landa á milli og aukinn stöđugleiki fćst í gengismál. Afleiđingar ţess gćtu birst í formi lćgra verđlags og hćrri kaupmáttar.

Ţá yrđi Seđlabanki Evrópu bakhjarl ţess gjaldmiđils sem Íslendingar notuđu og ţar međ spöruđust háar fjárhćđir, sem ella fćru í ađ halda úti nauđsynlegum gjaldeyrisforđa."

"Íslenska krónan er veruleg viđskiptahindrun í ţví opna viđskiptaumhverfi sem íslenskt atvinnulíf vinnur nú í."

"Gengissveiflur umfram ţađ sem okkar viđskiptalönd búa viđ munu alltaf reynast íslenskum útflutningi fjötur um fót."

"Hér á landi má segja ađ séu notađir 3-4 gjaldmiđlar, íslensk króna, verđtryggđ og gengistryggđ króna, evra og Bandaríkjadalur. Ţetta hefur mikil áhrif á peningamálastjórnunina."

"Upptaka Bandaríkjadals hefđi mun meiri stöđugleika í för međ sér en honum yrđi ţó betur náđ međ upptöku evru, ţar sem innflutningur og útflutningur til evrusvćđisins er hlutfallslega mestur ţegar horft er til einstakra gjaldmiđilssvćđa.

Ađ auki hefur bandaríski seđlabankinn ekki gefiđ kost á ađ vera lánveitandi til ţrautavara, sem er mikilvćgt upp á fjármálastöđugleika ađ gera, á međan Seđlabanki Evrópu gerir ţađ gagnvart ađildarţjóđum Efnahags- og myntbandalags Evrópu."

Ţorsteinn Briem, 22.8.2012 kl. 20:10

7 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Hvorki Sjálfstćđisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn né Vinstri grćnir hafa lagt til ađ viđ ćttum ađ taka hér upp Bandaríkjadollar eđa Kanadadollar, hvorki nú í ár eđa á nćstu árum.

Allir ţessir flokkar hafa hins vegar sýnt áhuga á ađ viđ Íslendingar tćkjum hér upp nýjan gjaldmiđil, ţar sem íslenska krónan er hvorki fugl né fiskur, enda ţótt hún sé međ mynd af fiski.

Og fljótlega getum viđ tekiđ hér upp íslenska evrumynt međ vangamynd af Davíđ Oddssyni. En hann er ađ vísu ekki fiskur og reyndar hvorki fugl né fiskur.

Ţorsteinn Briem, 22.8.2012 kl. 20:22

8 Smámynd: Ţorsteinn Briem

22.8.2012 (í dag):

"Antonis Samaras, forsćtisráđherra Grikklands, segir ađ Grikkir muni endurgreiđa ţađ fé sem ţeir hafi fengiđ til ađ halda efnahag landsins á floti.

Samaras segir í viđtali sem ţýska blađiđ Süddeutsche Zeitung birtir á morgun ađ margt hafi fariđ úrskeiđis í Grikklandi en Grikkir séu stađráđnir í ađ bćta fyrir ţađ. Ţeir muni standa viđ skuldbindingar sínar og Ţjóđverjar sem ađrir fái allt sitt fé til baka."

"Grikkir ţurfi hins vegar lengri tíma til ađ ná ţeim markmiđum sem stefnt sé ađ í samkomulagi viđ lánardrottna."

Grikkir munu greiđa skuldir sínar

Ţorsteinn Briem, 22.8.2012 kl. 20:58

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Grikkir vilja ekki segja "bless" viđ evruna, en verđa kannski ađ gera ţađ.

Ţeir vita ađ ţá verđur ţjóđin aftur 3 flokks (ekki auđmennirnir)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.8.2012 kl. 04:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband