Leita í fréttum mbl.is

Fransk-íslenska verslunarráðið endurvakið - Evran á dagskrá morgunfundar hjá Arion-banka

EvraÍ tilefni endurreisnar Fransk-íslenska viðskiptaráðsins, hefur einn af höfundum evrunnar verið kallaður á teppið. Ráðið býður til morgunverðarfundar í húsakynnum Arion banka, Borgartúni 19, föstudaginn 21. september kl. 08:15-10:00.

Fundurinn verður túlkaður fyrir erlenda gesti (íslenska yfir á ensku).

Dagskráin hefst með stuttum stofnfundi Fransk-íslenska viðskiptaráðsins. Fundarstjóri stofnfundarins er Hreggviður Jónsson. Opnunarerindi á stofnfundinum flytja Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra og Marc Bouteiller, sendiherra Frakklands á Íslandi.

Framsögumenn á morgunverðarfundinum verða:
Yves-Thibault de Silguy, fyrrverandi framkvæmdarstjóri hjá Evrópusambandinu og einn af hugmyndasmiðum hinnar sameiginlegu myntar ESB.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands .
Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis .
Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur og frumkvöðul.

Yves-Thibault de Silguy var framkvæmdastjóri gjaldmiðilsmála hjá ESB árin 1995-1999 þegar grunnurinn að evrusamstarfinu var lagður. Það er því ekki að ósekju sem hann hefur verið kallaður „faðir evrunnar“, meðal annarra. Aldrei hefur reynt jafn mikið á evrusamstarfið og nú og velta því margir fyrir sér hvort upptaka evru á Íslandi sé raunhæfur kostur fyrir atvinnulífið.

Fundarstjóri verður Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins.

Húsið opnar kl. 08.00 og boðið verður uppá kaffi og krósanta, enginn aðgangseyrir. Nánari upplýsingar veitir Kristín S. Hjálmtýsdóttir.

Skráning fer fram hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Gamla nýlenduveldið Frakkland lætur ekki sitt eftir liggja við að koma íslandi inn í ESB.Og hóar í alla tilvonandi þegna sína til að venja þá enn frekar við valdið og smjaðra fyrir þeim.Frakkland hefur með skipulegum áróðri og peningaaustri verið að koma sér fyrir á Íslandi með það fyrir augum að fá aðgang að norður-slóðum í gegnun Ísland.Nægir þar að nefna franska safnið í Sandgerði.Enginn ferðamaður sem þangað kemur skilur af hverju safnið er þar, en ekki í Frakklandi.Sá Frakki sem safnið helgar tilveru sína, kom þar aldrei svo vitað sé.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 18.9.2012 kl. 21:06

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Kom aldrei til Sandgerðis svo vitað sé.

Sigurgeir Jónsson, 18.9.2012 kl. 21:07

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og Frakkinn kom heldur aldrei til Sandgerðis í lifanda lífi.Nei við ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 18.9.2012 kl. 21:24

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Árið 2009 var seld hér á Íslandi þjónusta til útlanda fyrir 287,3 milljarða króna en þjónusta keypt frá útlöndum fyrir 239,9 milljarða króna.

Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 47,4 milljarða króna."

Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd eftir markaðssvæðum árið 2009


Á
rið 2009 voru fluttar hér út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Gjaldeyristekjur
af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Utanríkisverslun með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010

Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 21:48

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Áhugaverður fundur og jákvætt skref til aukins viðskipta við Frakkland og aðrar þjóðir.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.9.2012 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband