Leita í fréttum mbl.is

Össur um Björn Bjarnason og Evruna - grein á grein ofan

FréttablađiđÖssur Skarphéđinsson, utanríkisráđherra, skrifađi skemmtilega grein um gjaldmiđilsmál í FRBL ţann 25. september síđastliđinn, sem birtist hér í heild sinni:

"Björn Bjarnason setti nýlega fram snilldarhugmynd um hvernig ćtti ađ losa Íslendinga viđ krónuna. Björn vill ađ viđ gerum tvíhliđa samning viđ ESB um ađ taka hana upp í gegnum EES-samninginn.

Ţetta er flott hjá Birni. Eini gallinn á ţessari fínu hugmynd er ađ hún er sama marki brennd og flest ţađ sem Sjálfstćđisflokkurinn hefur fram ađ fćra um gjaldmiđilsmálin. Hún er óframkvćmanleg.

Ţađ veit Björn reyndar sjálfur. Hvernig veit ég ađ Björn veit ţađ? Ţađ veit Björn líka. Hann var nefnilega formađur í frćgri Evrópunefnd, sem ég sat í međ honum, og hún gaf út stórmerka skýrslu.

Ţar var međal annars fjallađ um gjaldmiđilsmálin. Viđ könnuđum sérstaklega hvort gerlegt vćri ađ taka evruna upp einhliđa eđa međ sérstökum samningum viđ ESB án ađildar. Niđurstađan var alveg skýr. Viđ Björn Bjarnason, og raunar ađrir nefndarmenn, vorum sammála um ađ ţeir möguleikar „verđa í reynd ađ teljast óraunhćfir".

Seđlabankinn lagđi svo ţessa nýjustu hugmynd Björns endanlega til verđskuldađrar hvílu í skýrslu sinni frá síđustu viku. Ţar rökstyđur bankinn hví upptaka evru án ađildar ađ ESB, hvort sem er einhliđa eđa tvíhliđa, er ekki raunhćfur kostur.
Ţađ breytir ţó engu um fögnuđ minn yfir hugmynd Björns. Ţó hún sé óraunhćf ađ mati bćđi Seđlabankans og hans sjálfs eins og hann hugsađi áriđ 2007, ţá sýnir hún ađra og merkilegri ţróun hjá einum af hugsuđum Sjálfstćđisflokksins:

Fyrst Björn Bjarnason vill nú taka upp evruna međ sínum hćtti, ţá er vart hćgt ađ gagnálykta annađ en hann sé kominn á ţá skođun ađ Íslendingum sé ekki hald í krónunni til framtíđar. Ţar erum viđ sammála. Viđ Björn Bjarnason viljum báđir taka upp evruna – hann vill bara nota leiđ sem Seđlabankinn segir óraunhćfa."

Björn Bjarnason brást svo viđ hér og síđan koma enn ein greinin, eftir Ţröst Ólafsson, hagfrćđing, í kjölfariđ.

Gjaldmiđilsmálin brenna greinilega á mönnum, enda íslenskt samfélag og atvinnulíf í höftum, m.a. vegna gjalsmiđilshruns áriđ 2008.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband