Leita í fréttum mbl.is

Ákall um betri umræðu og að ljúka aðildarviðræðum við ESB

Á RÚV segir: "Fyrrverandi ráðherrar og framámenn í viðskiptalífi og hreyfingum launafólks eru í hópi fólks sem kom saman í dag til að ræða meðal annars efnahagsmál og aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Fólkið mun eiga það sameiginlegt að hafa áhyggjur af ástandinu í þjóðfélaginu og hvernig umræður þróast.

Í hópnum er að finna fólk úr flestum flokkum sem eiga sæti á Alþingi og fleiri til. Það sem mun helst brenna á fólkinu er stjórn efnahagsmála annars vegar og hins vegar það að samningaviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram og samningur úr þeim borinn undir þjóðaratkvæði."

Síðan segir:

"Meðal þeirra sem mættu á fundinn eru Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Heims, Vilmundur Jósepsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris. Einnig þau Jón Sigurðsson, Jón Kristjánsson og Valgerður Sverrisdóttir sem öll hafa verið ráðherrar fyrir hönd Framsóknarflokksins. Þá eru á staðnum þau Kristrún Heimisdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður tveggja ráðherra Samfylkingarinnar, Rannveig Guðmundsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir, báðar fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar, og Árni Páll Árnason, núverandi þingmaður Samfylkingar. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ samtaka verslunar og þjónustu, Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, og Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, voru einnig meðal fundargesta."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það hljóta nú allir að sjá í gegnum þetta.Þetta fólk kemur saman fyrst og fremst til að ræða samsetningu ríkisstjórnar eftir kosningar og telur sig geta haft áhrif í sínum flokkum hvað það varðar.Það vill ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks,Framsóknarflokks og Samfylkingar.Síðan þegar búið verður að mynda þá stjórn skal Íslandi nauðgað inn í ESB á næsta kjörtímabili.Það á sjálfsagt að bjóða Samfylkingu forystuna í ríkisstjórninni.Það er ekki tilviljun að beðið er með boðskapinn þar til Jóhanna er búin að slá sjálfa sig af.Það eina sem VG getur gert núnna er að labba út úr stjórnarráðinu.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 2.10.2012 kl. 20:45

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fallegt fólk og skynsamt.

Og með entertakkann í lagi.

Annað en kaþólikkinn og Sandgerðismóri.


Don Kíkóti og Sansjó Pansa.

Þorsteinn Briem, 2.10.2012 kl. 22:27

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Breim.

Sigurgeir Jónsson, 2.10.2012 kl. 22:53

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Awesome! Rúv-fréttamenn hljóta að hafa gengið út með glýju í augum að hitta svona margt og merkilegt Esb-fólk, enda var fréttaflutningurinn eftir því. Annars ættuð þið að líta á bloggið hans Páls Vilhjálmssonar um þetta.

En hvernig dettur nokkrum Íslendingi annars í hug að afsala æðstu fullveldisréttindum landsins í höndurnar á erlendu stórveldi (sem stofnað var til af fimm gömlum nýlenduveldum + Lúxemburg og er nú undir atkvæðavalds-yfirráðum sömu fimm nýlenduvelda + fimm annarra aflóga nýlenduvelda)?

Hvað kom eiginlega yfir þetta fólk?

Jón Valur Jensson, 3.10.2012 kl. 02:28

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eins og staðan er núna er líklegast að eftir næstu alþingiskosningar verði mynduð ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eða Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks.

Sjálfstæðisflokkurinn gæti fengið 33% atkvæða í kosningunum og mjög ólíklegt er að aðrir flokkar en Samfylkingin fái þau 20% atkvæða, eða fleiri, sem þyrfti til að geta myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum einum.

Á Alþingi eru 63 þingmenn, helst þurfa því að minnsta kosti 33 þingmenn að styðja ríkisstjórnina og tæplega 1,6% atkvæða eru á bakvið hvern þingmann.

Þar að auki hefur Sjálfstæðisflokkurinn lítinn áhuga á að vera í ríkisstjórn með Vinstri grænum, enda eru þessir flokkar mjög ólíkir og auðvelt að halda því fram að Vinstri grænir séu á móti öllu, þar á meðal stóriðju.

Því er langlíklegast að Samfylkingin verði í næstu ríkisstjórn og hún mun að sjálfsögðu gera það að skilyrði fyrir myndun stjórnarinnar að hér verði þjóðaratkvæðagreiðsla um AÐILDARSAMNING Íslands að Evrópusambandinu þegar hann liggur fyrir á næsta kjörtímabili.

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 03:10

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn fær Í MESTA LAGI 33% atkvæða í alþingiskosningunum í vor og Framsóknarflokkurinn 15%.

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 03:11

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2012:

"Á flokksráðsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Hólum í Hjaltadal var meðal annars samþykkt ályktun um að ríkisstjórnarsamstarf VG og Samfylkingar hafi skilað miklum og ótvíræðum árangri.

"En betur má ef duga skal og þessum árangri þarf að fylgja eftir með áframhaldandi samstarfi vinstri manna í íslenskum stjórnmálum á næsta kjörtímabili," segir í ályktuninni."

Vinstri grænir vilja áframhaldandi samstarf vinstri manna á næsta kjörtímabili

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 03:13

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.8.2012:

"Aðildarviðræður við ESB ganga vel

Í síðustu viku afgreiddi utanríkismálanefnd Alþingis samningsafstöðu í þremur köflum og hafa þar með 28 af 33 samningsköflum verið afgreiddir frá nefndinni.

Í þetta sinn voru það kaflar um umhverfismál, skattamál og byggðaþróun.

Nefndin ræddi einnig í síðustu viku stöðu viðræðnanna og skoðaði sérstaklega stöðuna í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.

Einnig var sérstök umfjöllun um gjaldmiðlamálin sem voru afgreidd frá utanríkismálanefnd og síðan ríkisstjórn í sumar.


Nú eru opnir 18 kaflar í viðræðum við ESB en í árslok er stefnt að því að allt að 30 samningskaflar verði opnir af þeim 33 sem samið verður um."

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 03:14

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Evrópuherinn" kemur og flengir ykkur vesalingana á Austurvelli, svo undan svíður!

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 03:16

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú tekur ekki einu sinni mark á æðstu ráðamönnum innan Esb. um stefnuna á Esb-her. Hver á þá að geta tekið mark á ÞÉR, Mr. Copy Paste?

Jón Valur Jensson, 3.10.2012 kl. 03:37

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafa einhverjir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu safnað undirskriftum nýlega gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, og ef svo er, hversu margar undirskriftir fengu þeir?!

HVAÐA
íslenskir stjórnmálaflokkar vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu?!

Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafa engan áhuga á að taka þátt í starfi sambandsins.

Þeir vilja eingöngu taka við meirihlutanum af lögum Evrópusambandsins, án þess að hafa nokkur áhrif á lagasetninguna.

Í Evrópusambandinu eru mörg smá ríki og þau hefðu að sjálfsögðu ekki viljað fá aðild að sambandinu ef þau hefðu þar engin áhrif.

Og íslenska ríkið tekur nú þegar upp meirihlutann af lögum Evrópusambandsins án þess að hafa þar nokkur áhrif.

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 03:41

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er SKYLT AÐ TAKA HANN Í LANDSLÖG í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 03:43

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 03:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband