Leita í fréttum mbl.is

Heimdellingar brutu lög til að vekja athygli á gjaldeyrishöftunum

dv-logoDV skrifar: "Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, keypti gjaldeyri á Lækjartorgi í dag fyrir íslenskra krónur.

Kemur fram í tilkynningu frá félaginu að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði keyrt framhjá og fylgdist með viðskiptunum án þess að stöðva þau. „Þó svo að þau séu bönnuð,“ segir í tilkynningu frá Heimdalli.

Í ályktun stjórnar Heimdallar kemur fram að henni þykir brýnt að stjórnvöld afnemi gjaldeyrishöft sem allra fyrst."

Síðar segir í fréttinni um ályktun frá Heimdalli: "Það er sjálfsögð krafa í vestrænu lýðræðisríki að hægt sé að eiga viðskipti með gjaldeyri á frjálsum markaði. Gjaldeyrishöft fela í sér gífurlega frelsisskerðingu og gerir Íslendinga að föngum í eigin landi.

Frelsi ungs fólks til athafna, m.a. að flytja eða ferðast úr landi, á ekki að vera háð geðþótta stjórnmálamanna eða embættismanna Seðlabankans. Því er mikilvægt að afnema gjaldeyrishöftin sem allra fyrst.

Með því að halda krónunni áfram er aðeins verið að reisa hærri girðingar á þá frelsisskerðingu sem Íslendingar búa nú við. Kostnaðurinn mun að lokum enda á yngri kynslóðum. Þjóðargjaldmiðill skerðir frelsi einstaklinga, af þeirri einföldu ástæðu að hann er ekki til fyrir fólkið heldur fyrir stjórnvöld til að fela agaleysi í ríkisfjármálum."

Höftin eru skelfing!

Til "gamans" er hér svo nýtt skjáskot af www.m5.is sem sýnir gengissveiflur krónunnar, en gengsivísitalan fór í 223 stig síðastliðinn föstudag.

krona-russibani2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.5.2012:

"Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, segir að orðið hafi að samkomulagi við ríkisstjórnina að setja á stofn vinnuhóp sérfræðinga til að finna leiðir til að aflétta gjaldeyrishöftunum.

Stefan Füle var í heimsókn hér á landi í gær og í dag átti fundi með íslenskum ráðamönnum. Füle segir að menn í Brussel hafi skilið nauðsyn þess að setja höft á fjármagnsflæði, höftin hafi verið til að verja íslenskt efnahagslíf og koma í veg fyrir fjármagnsflótta.

Evrópusambandið vilji leggja Íslendingum lið til að aflétta höftunum, en það setji ekki fram neinar kröfur.

Füle leggur áherslu á að ekki megi skilja stofnun vinnuhópsins sem tilraun til að segja Íslendingum fyrir verkum, formaður hans verði íslenskur. Füle segir að íslensk stjórnvöld ráði því að sjálfsögðu hvort þau fari eftir tillögum hópsins.

Füle segir að hann og Olli Rehn, framkvæmdastjóri efnahags- og fjármála hjá Evrópusambandinu, hafi í þessari viku skrifað bréf til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og beðið sjóðinn um taka þátt í starfi vinnuhópsins."

Þorsteinn Briem, 22.10.2012 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband