Leita í fréttum mbl.is

Ásmundur Einar úti að aka!

Andrés PéturssonÞeir Andrés Pétursson (mynd), formaður Evrópusamtakanna og Ásmundur Einar Daðason, þingmaður og formaður samtaka Nei-sinna, mættust á Bylgjunni þann 20.nóvember og ræddu Evrópumálin (í síma-ekki stúdíósamtal).

Þar bar margt á góma, en tíminn var að sjálfsögðu of stuttur fyrir þetta mikilvæga mál, sem, Ásmundur Einar vill draga til baka.

Hann er nefnilega einn af þeim mönnum hér á landi sem vill taka af þjóðinni þann rétt að fá að kjósa um málið, að fá að kjósa um aðildarsamning, þegar hann liggur fyrir! Lýðræðisástin er mikil!

Samtal Andrésar og Ásmundar barst að EES-samningnum, sem Ísland er aðili að. Í honum felst að Ísland þarf að taka upp lög og reglur frá ESB, sem eiga við hér á landi. Ísland hefur hinsvegar ekkert um setningu þessara laga að segja.

Í viðtalinu fullyrti hinsvegar Ásmundur að Ísland gæti hæglega haft áhrif á setningu, án þess þó að útskýra það! Sem er nokkuð dæmigert fyrir málflutning Nei-sinna.

Ásmundur er hinsvegar alveg úti að aka í þessu - staðreyndin er sú að Ísland hefur hverfandi lítil áhrif á þetta. Ísland á engan rétt á setu á þeim fundum þar sem þessi lög eru samin, vegna þess að landið er ekki aðili að ESB.

Norðmenn gáfu nýlega út þykka skýrslu um EES-samninginn, þar sem ÞETTA ATRIÐI, er einmitt nefnt sem einn stór galli við EES-samninginn. Í frétt frá Aftenposten.no segir: "Norske politikere er ikke representert i de beslutningsprosessene som får direkte betydning for Norge....Norge har ingen mulighet til å påvirke EUs politikk."

Á íslensku þýðir þetta: Norskir stjórnmálamenn eru ekki með (fulltrúar) í þeim ákvörðunum sem hafa beina þýðingu fyrir Noreg....Noregur hefur enga möguleika til þess að hafa áhrif á stefnu ESB." Á fleiri stöðumí fréttinni er þetta undirstrikað enn frekar!

Veit Ásmundur Einar þetta ekki? Og hvernig ætlar hann þá að breyta þessu? Vill hann gera einhvern sér samning við bandalag sem hann er hvetja til að umsókn að verði dregin til baka? Eða vill hann kannski segja upp EES-samningnum, sem almennt samþykki er um að hafi gagnast landinu vel? En er með þennan "demókratíska" galla fyrir Ísland og hin EES-ríkin, Noreg og Lichtenstein.

Þetta er alveg með ólíkindum!

Það er nauðsynlegt að ræða ESB-málið af skynsemi, en ekki með einhverjum fullyrðingum, sem síðan standast bara ekki skoðun!

(Feitletrun: ES-bloggið)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES samningurinn gerir ráð fyrir því að afleidd löggjöf EB, þ.e. einkum EB reglugerðir og tilskipanir, verði yfirtekin í samninginn.

Það var gert með svonefndum viðaukum við EES samninginn.

EB reglugerðir og tilskipanir ERU SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM EB, ENDA EINGÖNGU SPROTTNAR ÚR ÞEIM JARÐVEGI.
"

"Viðaukar sem fylgja EES samningnum eru alls 22."

Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 115.


(Bókin er 1.200 blaðsíður.)

Þorsteinn Briem, 21.11.2012 kl. 20:05

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er SKYLT AÐ TAKA HANN Í LANDSLÖG í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 21.11.2012 kl. 20:06

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 21.11.2012 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband