Leita í fréttum mbl.is

Bowling alone með IceWise?

Bowling aloneLesandi góður: Þú kannski fattar bara ekkert hvað þessi fyrsirsögn þýðir, en við ætlum að reyna að útskýra!

Stofnaður hefur verið einhver félagsskapur sem heitir IceWise og útleggst á íslensku sem Þjóðráð. Félagið stendur fyrir einhverskonar innflutningi og fyrsta "innflutningsvaran" kom að sjálfsögðu frá Evrópu.

Það var þingkona frá breska þinginu, frá einu af hverfum London, Vauxhall (Vúxhall) á Englandi, Kate Hoey, sem Þjóðráð flutti inn, enda s.s. alveg þjóðráð!

En Kate þessi vill ólm og uppvæg efna til atkvæðagreiðslu í Bretlandi um aðild landsins að ESB. Sem t.d. myndi væntanlega leiða til þess að allar breskar vörur til og frá Evrópu myndu fá á sig allskyns tolla að nýju!

Hvað um það, fundurinn fór fram í Keiluhöllinni. Ekki vitum við hve margir voru á fundinum, en óneitanlega leitar hugurinn til bókar Roberts Putnam: Bowling alone!

Það var kannski skroppið í keilu eftir fund, enda þjóðráð!

Í þessari grein kemur fram að það yrði "efnhagslegt stórslys" ef Bretar segðu sig frá ESB! Að segja sig úr ESB? Varla þjóðráð fyrir Breta!

Hugsmiðjan Open Europe (en toppurinn þar, Mats Persson, var einmitt fluttur inn af öðrum Nei-sinnum um daginn) birti fyrr í sumar samantekt um þetta mál, þar sem segir að brotthvarf Breta úr ESB myndi vekja fleiri spurningar en brotthvarfið myndi svara:

"While acknowledging that the cost of EU membership remains far too high, the EU continues, on a purely trade basis, to be the most beneficial arrangement for Britain.....there is no clear-cut or easy option for the UK outside the EU. If Britain chose to leave tomorrow, it would raise more questions than answers, and contrary to popular belief, still require complex negotiations with and approval from other European governments.”

"Membership of the EU customs union, and the free movement of goods, remains a benefit to UK firms exporting to the EU. The UK has been instrumental in developing the Single Market in goods and promoting EU enlargement, which has helped to generate new markets, increased competition and reduced costs.

The EU remains by far the biggest destination for UK trade in goods...There is a value to the UK’s ability to influence not simply the terms of trade but also EU foreign policy and enlargement....EU membership remains the best option for the UK."

Þetta kemur frá mönnum sem Nei-sinnar eru að flytja inn! Þvílík snilld!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.10.2011:

"Tillaga um þjóðaratkvæði um samband Bretlands og ESB var kolfelld á breska þinginu í kvöld með 483 atkvæðum gegn 111.

William Hague
, utanríkisráðherra Breta,  sagði í samtali við The Guardian að um væri að ræða "ranga spurningu á röngum tíma".

Talsmaður David Cameron sagði í kvöld að það væri best fyrir hagsmuni Bretlands að vera í Evrópusambandinu."

Þorsteinn Briem, 21.11.2012 kl. 01:50

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Að sjálfsögðu verða Bretar áfram í ESB.Það hefur legið fyrir síðustu árin, eftir að Grænland og Færeyjar sögðu sig úr ESB, að enginn getur gengið úr ESB sem gengið hefur þangað inn.Þetta liggur núna skýrt fyrir.Hótanir ESB og skuldbindingar Breta við ESB gara það að verkum að Bretar munu ekki eiga þess neinn kost að ganga úr ESB nema ESB leysist þá hreinlega upp í frumeindir sínar.Íslendingar eiga að láta þetta sér að kenningu verða.Ef Ísland gengur í ESB munum við ekki eiga þess neinn kost að fara þaðan út.Við verðum föst í ESB snörunni.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 21.11.2012 kl. 11:44

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Sigurgeir, Færeyjar hafa aldrei verið hluti af Evrópusambandinu. Grænland sagði sig úr ESB (þá EEC) sem sjálfstjórnarsvæði Danmerkur. Það er ekki það sama og að ríki segi sig úr Evrópusambandinu. Langt því frá.

Bretar geta sagt sig úr ESB á morgun ef þeir vilja. Þeir mundu hinsvegar fara á hausinn við það. Enda skipta viðskipi máli í dag eins og áður fyrr.

Jón Frímann Jónsson, 21.11.2012 kl. 16:02

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In 1963, Norway and the United Kingdom applied for membership in the European Economic Community (EEC).

When France rebuffed the UK's application, accession negotiations with Norway, Denmark, Ireland and the UK were suspended. This happened twice."

Þorsteinn Briem, 21.11.2012 kl. 18:14

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The only member state to hold a national referendum on withdrawal was the United Kingdom in 1975, when 67.2% of those voting voted to remain in the Community."

Withdrawal from the European Union

Þorsteinn Briem, 21.11.2012 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband