Leita í fréttum mbl.is

Kolbeinn Árnason: Hyggjumst tryggja varanlega hagsmuni Íslands í málefnum sjávarútvegs

Kolbeinn-ÁrnasonÍ sérblaði um sjávarútveg, "Sóknarfæri" sem kom nýlega út, er fjallað um íslenskan sjávarútveg. Þar er m.a. að finna fróðlegt viðtal við Kolbein Árnason, sem er formaður samninganefndar um sjávarútvegsmál í aðildarviðræðum Íslands við ESB.

Í viðtalinu segir Kolbeinn að markmið með allri þeirri vinnu sem fram fer í sambandi við sjávarútvegsmálin miði að einu: ,,Að tryggja hagsmuni Íslands í sjávarútvegsmálum," segir Kolbeinn.

Nei-sinnar þessa lands hamast á því eins og rjúpan við staurinn að alls ekki sé hægt fyrir Ísland að fá neinar varanlegar undanþágur (á neinu sviði!) í samningaviðræðum við ESB.

Fyrrverandi ráðherra sjávarútvegsmál, Jón Bjarnason var sennilega rétt nýstiginn út af fundi um þessi mál í Brussel í vikunni, þegar hann sagði við Morgunblaðið, (sem berst hatrammlega gegn ESB-aðild) að Ísland gæti ekki fengið neinar undanþágur.

En hvað segir Kolbeinn um þetta mál í sérblaðinu um sjávarútveginn? Hann er spurður um það hvort Ísland geti fengið sérlausn í sjávarútvegsmálum:

,,Já, ég tel svo vera. Staðreyndin er sú að íslenska efnahagslögsagan liggur ekki að lögsögu neins ríkis inna ESB...Langstærstur hluti af okkar aflaverðmæti kemur úr staðbundnum stofnum sem aðeins eru innan íslenskrar lögsögu og við stýrum án aðkomu annarra."

Síðar segir Kolbeinn: "Í öðru lagi er staðreyndin líka sú að ESB hefur aldrei áður samið við land sem er nálægt því að vera jafnháð sjávarútvegi. Það skapar okkur sérstöðu sem við byggjum á í samningaviðæðunum."

Fram kemur í viðtalinu að 12% af landsframleiðslu Íslands kemur úr hafi, en aðeins 01% innan ESB! Hvaða hagsmuni hefði ESB af því að trufla þessa undirstöðugrein íslensks efnahagslífs? Nánst enga, er hægt að fullyrða. Þvert á móti hefur ESB sterka hagsmuni af því að lát okkur sjálfum eftir umönnun auðlindarinnar, í því erum við, Íslendingar sérfræðingarnir! Einnig er vert að minnast á það að ESB hefur grandskoðað íslenska kerfið með endurskoðun sjávarútvegskerfis ESB í huga (sú vinna stendur yfir). Þá kemur einnig fram að verði af aðild, verði Ísland stærsta sjávarútvegsríki ESB og að það sé einnig styrkur í samningaviræðunum.

Í lok viðtalsins undirstrikar Kolbeinn að aðildarsamningur sé ígildi grundvallarsáttmála ESB og hafi undanþágur fengist sé mjög erfitt að snúa þeim við. Það gerist t.d. aðeins með samþykki Íslendinga. ,,Því er mikilvægt að hagsmunir okkar séu tryggðir í þeim samningi. Okkar markmið er að tryggja varanlega hagsmuni Íslands í þessum viðræðum og það hyggjumst við gera," sagði Kolbeinn að lokum.

Þess má geta að í frétt á RÚV að loknum sama fundi og Jón Bjarnason var á sagði stækkunarstjóri ESB, Stefan Füle, að tími væri kominn fyrir Ísland að "sýna spilin" í sambandi við stærstu málaflokkana, en þar eru sjávarútvegsmálin, sennilega það stærsta.

En þau "spil" eru kannski einmitt þau sem Kolbeinn segir hér: "Að tryggja varanlega hagsmuni Íslands" á sviði sjávaútvegsmála. Þetta er stórt "spil" !

En Nei-sinnarnir berja höfðinu við steininn og garga í sífellu "engar undanþágur", "engar undanþágur" ! eins og í ævintýrinu um úlfinn vonda. Vangeta þeirra til málefnalegrar umræðu er sláandi!

Náist þau markmið sem Kolbeinn ræðir er það nánsat borðleggjandi að ENN FLEIRI SÓKNARFÆRI  skapist á sviði íslenskra sjávarútvegsmála! Á það vilja hinsvegar örfáir innlendir aðilar loka dyrunum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hver yrðu áhrifin á íslenskan sjávarútveg við inngöngu Íslands í Evrópusambandið?

Evrópusambandið er langstærsti markaður okkar
Íslendinga fyrir sjávarafurðir og þar búa um 500 milljónir manna sem neyta árlega um 12 milljóna tonna af sjávarafurðum.

Árið 2006 veiddu þjóðir sambandsins um 6,9 milljónir tonna en stærstu veiðiþjóðirnar nú eru Spánn, Danmörk, Frakkland, Bretland og Ítalía.

Ísland yrði stærsta fiskveiðiþjóðin
í Evrópusambandinu og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.

Niðurfelling allra tolla
sem við greiðum af sjávarafurðum í Evrópusambandinu er eitt af þeim atriðum sem samið verður um og tekjur okkar aukast þegar tollarnir falla niður.

Við greiddum um 650 milljónir króna í tolla af sjávarafurðum í Evrópusambandinu árið 2008
og greiðum þar yfir 5% toll af ferskum flökum, til dæmis karfaflökum, 2% af heilum ferskum fiski sem seldur er á uppboðsmarkaði, humri, síld og öðrum afurðum.

Styrkir
frá Evrópusambandinu fást til smíði verksmiðja og fjárfestinga í vinnslubúnaði. Oft eru slíkir styrkir tímabundnir í nokkur ár eftir inngöngu í sambandið eða ætlaðir jaðarsvæðum.

Mestu tækifærin við inngöngu Íslands í Evrópusambandið byggjast hins vegar á yfirburðum okkar Íslendinga í
útgerð og fiskvinnslu.

Íslenskir útgerðarmenn hafa í nokkrum mæli rekið útgerðir og fiskvinnslufyrirtæki erlendis og geta náð þar góðri stöðu í ýmsum Evrópulöndum.

Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum, sjá bls. 11-12

Þorsteinn Briem, 23.11.2012 kl. 09:24

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður tollar á ÖLLUM íslenskum landbúnaðarvörum í Evrópusambandslöndunum, til að mynda skyri og lambakjöti, og þar eru ENNÞÁ tollar á íslenskum sjávarafurðum.

Og þegar ALLIR þessir tollar falla niður er hægt að STÓRAUKA FULLVINNSLU hér á Íslandi á landbúnaðarvörum og sjávarafurðum fyrir Evrópumarkaðinn, sem er langstærsti markaður okkar Íslendinga.

Þorsteinn Briem, 23.11.2012 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband