Leita í fréttum mbl.is

Fengitími!

Það má varla á milli sjá hvort er meira bændablað, Morgunblaðið eða Bændablaðið. Um síðustu helgi var heil opna í Morgunblaðinu helguð hrútum og á undan umfjölluninni var heillar opnu auglýsing um mjólkurvörur frá MS.

Í "hrútaúttekt" Morgunblaðsins var fjallað m.a. um Stakk frá Kirkjubóli, Blakk frá Álftavatni og Kjark frá Ytri-skógum. Aðalgreinin fjallaði samt um að hrútar landsins, eiga nú "annatíma fyrir höndum" skv. Morgunblaðinu - fengitíminn er s.s. að fara í hönd og þá er hamagangur í öskjunni hjá hrútum landsins!

Og þetta þarf hinn borgaralegi fjölmiðill, Morgunblaðið, að sjálfsögðu að taka fyrir og fjalla um, með næstum vísindalegri nákvæmni.

Eiginkona ritara, rak augun í þetta einn morguninn og trúði vart sínum eigin augum: "Hvað kom fyrir Morgunblaðið," sagði hún og var næstum búin að hella öllum kaffibollanum yfir sig!

En upphaflega átti þessi færsla ekki að fjalla um þetta, heldur geðslag bænda, sem gengu víst á á dyr á fundi með samninganefnd Íslands gagnvart ESB um landbúnaðarmál. Skyndilegt brotthvarf bænda átti sér stað þegar upplýst var á fundinum að ekki yrði farið eftir kröfu Bændasamtakanna varðandi tollamál, eða eins og segir í frétt á vef Neytendasamtakanna, sem bændablaðið, afsakið Morgunblaðið segir frá og tekur beint úr frétt Neytendasamtakanna:

"Nýlega gengu fulltrúar bænda út af fundi starfshóps sem er að móta samningsafstöðu Íslands í aðildarviðræðum við ESB um landbúnaðarmál. Ástæðan er sú að formaður starfshópsins upplýsti að í samningsafstöðu Íslands verði ekki krafist áframhaldandi tollverndar fyrir landbúnaðarvörur frá ESB-löndum." (Gæsalappir vantar í frétt Morgunblaðsins)

Þetta kallast á mannamáli að fara í fýlu.

Við þessari umfjöllun Neytendasamtakanna (sem eru bara segja að frá staðreyndum) bregst einn helsti forsprakki Nei-sinna með því að stimpla samtökin sem "deild í Samfylkingunni" og fær þar með útrás fyrir botnlausa vanþóknun og jafnvel hatur sitt á Samfylkingunni. Eru Nei-samtök Íslands meira á móti ESB eða Samfylkingunni. Það má vart á milli sjá!

Bændur fara í fýlu og það er hrútalykt af Morgunblaðinu. Það er margt skrýtið í henni veröld!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hrútalykt er skárri en skítalykt.Það er skítalykt bæði af ESB og Neytendasamtökunum. Formaður Neytendasamtakanna sem skrifar pistilinn hefur áður orðið uppvís að því að koma upp um skítlegt-ESB eðli sitt, en þrætir ávallt fyrir það.Hann hefur verið í því í dag ESB, undirlægjan, að taka á móti úrsögnum úr Neytendasamtökunum.Hann viðurkenndi í dag að Ísland gæti að sjálfsögðu fellt niður alla tolla af matvælum án þess að ganga í ESB.En sumum finnst hrútalykt góð,jafnvel þó þeir gefi annað í skyn, sér ílagi þeim sem hafa alist upp við hana og þekkja hana,en undirritaður hefur aldrei verið hrifinn af henni,en það er vissulega hálffurðulegt ef hrútalykt finnst af Morgunblaðinu.En eitt er víst Mogginn lýgur engu um ESB.

Sigurgeir Jónsson, 23.11.2012 kl. 22:32

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og vissulega virðist fengitími Morgunblaðsins hafa vakið áhuga sumra.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 23.11.2012 kl. 22:37

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fengitími til sjávar og sveita.Jafnt hjá ESB-sinnum sem kvikfé landsins.Í Borg sem í bæ.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 23.11.2012 kl. 22:41

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvernig væri að formaður neytendasamtakanna færi að velta fyrir sér þeim skyldum sínum, að verja neytendur fyrir glæpastýrðri verðtryggingunni á Íslandi?

Er formaður neytendasamtakanna ekki enn búinn að fatta hvers konar glæpur verðtryggingin er fyrir íslenska neytendur?

Ef hann hefur ekki áttað sig á því, þá er hann fullkomlega vanhæfur sem formaður neytendasamtakanna.

Þetta segi ég ekki til að verja landbúnaðinn á Íslandi í núverandi mynd sérstaklega, heldur til að verja alla neytendur á Íslandi!

Er eitthvað pláss fyrir réttláta heildarhagsmuni, hjá þessum svokallaða formanni neytendasamtakanna?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.11.2012 kl. 22:48

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er ákveðin í að segja mig úr Neytendasamtökunum, strax eftir helgi

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2012 kl. 00:30

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Anna Sigríður Guðmundsdóttir,

Hér á Íslandi er verðtrygging vegna þess að gengi íslensku krónunnar fellur nær stöðugt gagnvart öðrum gjaldmiðlum, til dæmis evrunni, þannig að erlendar vörur og aðföng hækka hér sífellt í verði.

Þar af leiðandi er hér mun meiri verðbólga en á evrusvæðinu og hærri vextir.

Íslensku bankarnir eru því ekki tilbúnir til að lána þér peninga á lágum föstum vöxtum til langs tíma.

Sparifjáreigendurnir, sem eru aðallega íslensk heimili, vilja að sjálfsögðu ekki lána þér eina milljón króna en fá í raun til baka 800 þúsund krónur, en ekki eina milljón að viðbættum raunvöxtum.

Peningar eru eign, ekkert síður en íslenskar íbúðir, og hversu mikið hafa þær hækkað í verði á síðastliðnum fjórum áratugum?!

Þeir sem eru hinir raunverulegu glæpamenn í þessu samhengi eru því þeir sem vilja halda í íslensku krónuna.

Á áttunda áratugnum átti ég sparisjóðsbók og ættingjar mínir lögðu stórfé inn á bókina. Ég tók hins vegar aldrei út af bókinni og hún er nú einskis virði vegna mikillar verðbólgu og engrar verðtryggingar á sínum tíma.

Þeir sem tóku lán, aðallega húsbyggjendur og íbúðakaupendur, fengu því sparifé mitt gefins og það finnst þér og brundhrútum Morgunblaðsins allt í lagi.

Þú ert því glæpamaðurinn en ekki formaður Neytendasamtakanna.

Þorsteinn Briem, 24.11.2012 kl. 04:38

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Formaður Neytendasamtakanna gengur með þær grillur í höfðinu að ekkert þurfi að gera fyrir íslenska neytendur annað en að ganga í ESB.Það leysi allan vanda íslenskra neytenda, sem eru fjölskyldurnar í landinu.

Hann neitar að horfast í augu við það að viðskipti við banka geti fallið undir afskipti Neytendasamtakanna.Afstaða hans hefur breyst frá því 1992,þegar undirritaður fékk aðstoð Neytendasamtakanna vegna viðskipta við Landsbankann.Nú skulu Neytendasamtökin ekki skipta sér af misnotkun banka á neytendalánum sem bankar gera við neytendu,aðeins þurfi það til að Ísland gangi í ESB.Hann heldur í einfeldningshætti að þrælatök banka á neytendum minnki við inngöngu í ESB.Hann hefur ekki haft fyrir því að spyrja gríska neytendur sem svelta, vegna kúgunar banka á grískum neytendum..Auðvitað átti að reka manninn á síðasta aðalfundi.ESB-aftaníossar sáu um að maðurinn var ekki rekinn.

Fjármagnseigendur verða að horfast í augu við það, að ekki þýðir að gera lánasamninga sem eru þannig að lántakandinn getur ekki borgað.

Gildir þetta um alla þá sem telja sig fjármagnseigendur, líka um st,BREIM og Jóhannes Gunnarsson.Og væntanlega um mig þó ég telji mig ekki "fjármagnseiganda".Jóhannes skrifar þessa grein af fljótfærni og af hatri á bændum íslands fyrst og fremst.Nei við ónýtum ESB-Neytendasamtökum Jóhannesar Gunnarssonar. Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 24.11.2012 kl. 10:30

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Jóhannes mun trúlega hafa vit á því að bjóða sig ekki fram á næsta aðalfundi.Hans tími er liðinn.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 24.11.2012 kl. 10:37

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.10.2012:

"Á þingi Neytendasamtakanna sem haldið var 29. september sl. var kosin ný stjórn Neytendasamtakanna."

"Formaður: Jóhannes Gunnarsson."

Þeir sem eiga aðallega sparifé hér á Íslandi eru íslensk heimili og þau lána öðrum íslenskum heimilum og fyrirtækjum.

En að sjálfsögðu KREFJAST mörlenskir mórar og skottur þess að Íslendingar GEFI öðrum Íslendingum sparifé sitt, enda þótt eignarrétturinn sé friðhelgur, samkvæmt stjórnarskrá.

"72. gr.


Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir."


Það kemur ekki á óvart að Sigurgeir Jónsson eigi ekki bót fyrir boruna á sér og hafi ekki verið kosinn í stjórn Neytendasamtakanna.

Þorsteinn Briem, 24.11.2012 kl. 11:34

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ST.Breim gortar sig af því að eiga peninga.Yfirleitt er reglan sú að þeir eiga minnst sem gorta sig af því að eiga mest.Það er alveg á hreinu að ég á fleiri verðtryggða reikninga með innstæðum en ræfillinn st.Breim.En mér finnst ekkert merkilegt að eiga verðtryggða reikninga og geri mér það ljóst að þeir sem taka verðtryggð lengtímalán koma aldrei til með að geta borgað þau.Ég var ekki í framboði til stjórnar Neytendasamtakanna og mætti ekki á aðakfundinn,og allra síst hefði ég mætt til að kjósa þar ESB.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 24.11.2012 kl. 13:14

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband