Leita í fréttum mbl.is

Þjóð í höftum...

Egill Helgason bloggar um gjaldeyrishöftin á Eyjunni: "Það hafa verið uppi miklar heitstreingingar um afnám gjaldeyrishafta. Í lögum stendur að þau skuli hverfa fyrir árslok 2013. Viðskiptaráð var með vinnuhóp sem taldi að ekkert mál yrði að afnema höftin á einu ári, þar sátu ýmsir stórlaxar úr viðskiptalífinu. Forstjóri Kauphallar Íslands hefur margsinnis talað um að léttur leikur væri að losna við höftin.

Og stjórnmálamenn hafa ýmsir talað í þá veru að þetta sé stærsta málið á Íslandi.

En sá pólitíski veruleiki sem nú blasir við er annar. Það hefur myndast politísk samstaða á þingi um að hafa gjaldeyrishöft áfram ótímabundið. Það er líka að myndast samstaða um að ríkisstjórnin fái völd yfir nauðasamningum bankanna svo þeir ógni ekki stöðugleika. Þetta eru merkileg tíðindi."

Egill lýkur pistlinum á  þessum orðum: "Það er auðvitað ómögulegt að spá hversu höftin verða lengi í gildi nú þegar svona er komið. Síðasta haftatímabil stóð í marga áratugi. Við verðum býsna lengi að bíta úr nálinni með efnahagshrunið 2008."

Spennandi framtíðarsýn fyrir íslenskt efnhags og atvinnulíf, fjölskyldur og fyrirtæki! Algert æði! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Davíð rassskellir ykkur Brusselsnatana reglulega svo ykkur svíður sárt. Niðurlægingin er algjör. Það er reyndar fyrir neðan virðingu flestra að eiga við ykkur orð. Kemur ekkert frá ykkur nema mömmubarnafýla, aulafyndni og vitleysa.

Tekur enginn lengur mark á neinu sem frá ykkur kemur.

K.H.S., 22.12.2012 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband