Leita í fréttum mbl.is

Erasmus-áćtlunin 25 ára

erasmusÁhugaverđ grein um ERASMUS áćtlunina birtist í FRBL ţann 21.desember eftir ţau Ásgerđi Kjartansdóttur og Guđmund Hálfdánarson. Greinin hefst svona:

"Tuttugu og fimm ára afmćli Erasmus-áćtlunarinnar er haldiđ hátíđlegt um Evrópu alla í ár, en hún er hluti af menntaáćtlun Evrópusambandsins á háskólastigi. Rúmlega 2.500 íslenskir háskólastúdentar hafa tekiđ hluta af námi sínu viđ evrópska háskóla á vegum hennar, en íslenskir háskólar fengu ađild ađ Erasmus-áćtluninni áriđ 1992. Á síđustu árum hafa ađ međaltali um 200 íslenskir stúdentar fariđ utan á hverju ári. Skólaáriđ 2010-2011 voru yfir 500 erlendir Erasmus-stúdentar viđ nám í íslensku háskólum og er ţađ metfjöldi.

Fjölmargir viđburđir hafa veriđ skipulagđir víđa í Evrópu í tilefni afmćlisins. Hér á landi var haldiđ upp á ţessi tímamót á Háskólatorgi Háskóla Íslands og í Iđnó hinn 6. september sl. auk ţess sem efnt var til ljósmynda- og myndbandasamkeppni núverandi og fyrrverandi Erasmus-nema sem tengjast Íslandi.

Frá 1987 hafa tćpar ţrjár milljónir háskólastúdenta og yfir 300.000 háskólakennara tekiđ ţátt í áćtluninni og er óhćtt ađ fullyrđa ađ hún er ein vinsćlasta og best heppnađa samstarfsáćtlun Evrópusambandsins og jafnframt sú stćrsta sinnar tegundar í heimi. Markmiđ hennar er ađ auka samstarf háskóla í Evrópu. Megináhersla er lögđ á ađ stuđla ađ hreyfanleika fólks úr háskólasamfélaginu um álfuna en einnig eru veittir styrkir til sameiginlegra námskeiđa, ţróunar kennsluefnis, samstarfs háskóla og atvinnulífs og tungumálanámskeiđa fyrir skiptistúdenta. Á síđustu árum hafa yfir 250.000 háskólanemendur og 40.000 kennarar tekiđ ţátt í ţessu samstarfi."


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband