Leita í fréttum mbl.is

Nei-sinnar bulla um höftin - segja þau skapa velferð!

Greinilegt er að gjaldeyrishöftin eru farin að rugla almenna skynsemi manna, enda eitur fyrir efnahagskerfið og engin veit hvað þau hafa kostað land og þjóð.

Skýrt dæmi um þessa ruglun er að finna á heimasíðu Nei-samtaka Íslands, en þar stendur:"

"Höftin hafa...stuðlað að aukinni velferð landsmanna. Við skulum jú ekki gleyma því að þrátt fyrir árangursleysi ríkisstjórnar á ýmsum sviðum hefur hagvöxtur hér á landi verið meiri en í flestum öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Líklegt að höftin hafi átt sinn þátt í því.

Ókostir haftanna eru óhagræði tiltekinna og tiltölulega fárra aðila í tengslum við viðskipti og fjárfestingar.

Þetta óhagræði er miklu minna en það hagræði sem almenningur hefur af því skjóli sem höftin veita."

Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna segir á Fébókarsíðu sinni: "Ég þekki nokkra í stjórn Heimssýnar og það er ágætis fólk. Ég trúi því ekki að það skrifi upp á svona skrif. Þetta er svo erkivitlaust!"

Hægt er að taka heilshugar undir þetta.

Síðan sáu Nei-sinnar sig knúna til að skrifa færslu þar sem reynt er að breiða yfir klúðrið!

Um höftin segir Vilhjálmur Egilsson, hjá Samtökum atvinnulífsins í viðtali við Viðskiptablaðið:

"Gjaldeyrishöftin og frestun á afnámi þeirra má líkja við sprengju sem mun á endanum springa í andlitið á þjóðinni. Því þarf að afnema höftin sem allra fyrst...Framhald gjaldeyrishafta frestar vandanum, stækkar hann og leiðir á endanum til ófyrirsjáanlegra hremminga,“ segir Vilhjálmur."

Í hvaða samfélagi búa Nei-sinnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef höftin verða afnuminn núna fellur krónan um minnst 50% að mati Seðlabanka Evrópu,miðað við hvernig hann skráir gengi krónunnar.Maður skyldi ætla að Evrópusamtökin tryðu ESB.Vilja Evrópusamtökin virkilega að allt verðlag hækki sem þessu nemur á Íslandi.Gera Evrópusamtökin sér enga grein fyrir að þetta þýddi algjört hrun landsins.Þetta væri vitfyrring.Nei við ESB. Nei við icesave. 

Sigurgeir Jónsson, 1.2.2013 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband