Leita í fréttum mbl.is

Ungir sjálfstæðismenn efast um krónuna

Ágæta áhugafólk um Evrópumál, það eru greinilega breyttir tímar í umræðu um gjaldeyrismál hér á Íslandi því nú hefur Samband ungra Sjálfstæðismanna ályktað um stöðu íslensku krónunnar. Í ályktuninni segir; ,,„Ungir sjálfstæðismenn telja tímabært að taka til alvarlegrar skoðunar kosti og galla þess fyrir íslenskt hagkerfi, almenning og athafnalíf, að halda úti eigin mynt."

Þórlindur Kjartansson, nýr formaður SUS, segir í samtali við vefmiðilinn visir.is gjaldmiðil vera tæki til að auðvelda fólki að eiga viðskipti sín á milli en ekki hluta af menningu. Íslenska hagkerfið hafi vaxið svo mikið að aðrir kraftar séu farnir að verka á það en áður og því hljóti að koma til endurskoðunar hvort eðlilegt sé að halda úti eigin mynt. Hann segir SUS ætla að móta eigin hugmyndir í málinu og leggja til umræðunnar.

Í ályktuninni segir að nauðsynlegt sé að skoða fordómalaust hvort íslenska krónan sé að einhverju leyti orðin viðskiptahindrun enda sýni reynslan að veruleg óvissa og kostnaður fylgi því að eiga viðskipti í jafn sveiflukenndri mynt og raunin sé. Erlend fjárfesting í íslensku atvinnulífi sé minni en ella og mikill vaxtamunur auki kostnað fyrir fólk og fyrirtæki og geri íslensku krónuna berskjaldaða gagnvart spákaupmennsku.

Þá er áhrifamáttur peningamálastefnu Seðlabankans dreginn í efa enda geti stór hluti íslenskra fyrirtækja fjármagnað rekstur sinn í annarri mynt en íslensku krónunni.

Þórlindur segir stofnanir Sjálfstæðisflokksins ekki áður hafa stigið jafn stórt skref í átt að opinskrárri umræðu um krónuna og býst við jákvæðum undirtektum í þingliði flokksins. „Ég held að allir geti verið sammála um það grundvallarsjónarmið að peningar séu til að auðvelda mönnum að eiga viðskipti og ef í ljós kemur að íslenska krónan er orðin hindrun og að fyrir­tæki geti ekki stækkað get ég ekki ímyndað mér annað en að fyrir þessu sé hljómgrunnur."

Hægt er sjá fréttina á http://www.visir.is/article/20070918/FRETTIR01/109180170

Evrópusamtökin fagna þessari ályktun og telja að með þessu séu stigin mikilvæg skref í umræðu um stöðu Ísland í alþjóðasamfélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Evrópusambandssinnar ættu nú kannski ekki að fagna of snemma. Í umræddri ályktun SUS segir:

"Ef sú niðurstaða fæst að hagsmunum Íslands sé best borgið án sjálfstæðrar myntar er rétt að kanna hvort unnt sé, á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, að tryggja aðild Íslands að Myntbandalagi Evrópu án aðildar að Evrópusambandinu. Ef slíkt samstarf er ekki mögulegt getur Ísland ákveðið að taka einhliða upp aðra mynt. Ljóst er að evra er ekki eini valkosturinn sem kemur til greina."

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.9.2007 kl. 14:46

2 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Þegar við erum nú þegar að svona miklu leiti í ESB, þá er í raun út í hött að fara að ganga í myntbandalag evrópu án þess að ganga í ESB í leiðinni. Umræðan á eftir að halda áfram og þróast, þannig að ég mun halda áfram að fagna í hvert skipti sem eitthvað gerist sem er mér að skapi - og finnst gott hjá SUS að viðurkenna vandan og fara hugsa um lausnir.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 18.9.2007 kl. 15:54

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Forystumenn Evrópusambandssinna á Íslandi hafa ekki beint fagnað hugmyndum um að taka upp evru, eða einhvern annan erlendan gjaldmiðil) án þess að ganga í Evópusambandið. Ber þar sennilega helzt að nefna Eirík Bergmann Einarsson. Þannig að hugmyndir sem þessar eru væntanlega ekki skref í rétta átt að þeirra mati.

Þú sérð annars á þessu að ef aðild að EMU þýðir aðild að Evrópusambandinu á það ekki upp á pallborðið hjá SUS.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.9.2007 kl. 16:11

4 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Já, Eiríkur Bergmann hefur bent á hverju kjánalegt og kostnaðarsamt það er að taka einhliða upp evru þegar það er hægt að gera það á skynsamari hátt með inngöngu í Evrópusambandið, og ég er viss um að þeir SUSarar sem skoða það með opnum huga sjái þetta þannig líka.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 18.9.2007 kl. 16:35

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er reyndar augljóst að það er ekki mikil ánægja hjá Eiríki með þessa ráðstefnu RSE.

Það þarf annars eitthvað mikið að gerast til að SUS verði hlynnt aðild að Evrópusambandinu eins og sést á því að sambandið telur evruna ekki ásættanlegan kost nema án slíkrar aðildar. Ég er einmitt viss um að verði þessi mál skoðuð með opnum hug innan SUS muni menn komast að þeirri niðurstöðu að það fari ekki aðeins bezt á því að vera laus við Evrópusambandið sem slíkt heldur einnig evruna.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.9.2007 kl. 18:32

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Eða réttara sagt, SUS hefur reyndar alls ekki tekið þá afstöðu að evran sé ásættanlegur kostur heldur aðeins ályktað á þann veg að kanna þurfi hvort svo kunni að vera eða ekki.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.9.2007 kl. 18:33

7 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ég veit nú ekki hvaða stórmáli það gegnir hvað SUS þykir í þessu máli. Það er auðvitað bara fráleitt að einhver annar gjaldmiðill en evra komi til greina sem staðgengill fyrir krónu. Enda þótt maður viti nú fyrirfram hvað gjaldmiðil þeir eru að gæla við, dollarann að sjálfsögðu og er það í takt við þær glötuðu væntingar sjálfstæðismanna að bandaríkjamenn séu einhvers konar vinaþjóð litlu íslendinga. En ameríkanar stunda álíka mikil viðskipti við íslendinga og svíar, afhverju þá ekki bara að taka upp sænsku krónuna, eða kínverska gjaldmiðilinn þar sem kínverjar eru að ýta bandaríkjunum enn neðar á lista okkar viðskiptaþjóða. 

Jón Gunnar Bjarkan, 19.9.2007 kl. 19:28

8 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ég man t.d. þegar forsætisráðherran vara að verjast því í Kastljósi þann 5. þessa mánaðar að Evran væri að læðast inn íslenskt viðskiptalíf með því að segja að ál væri selt í dollurum, ferðamannaþjónusta og einnig flugvélaviðskipti. Þetta er auðvitað bara hreinasta bull. Airbus var stærsti flugvélaframleiðandi heimsins frá 2001-2005, evrópst fyrirtæki og veit ég ekki betur en að þeir selji sínar flugvélar eingöngu í evrum. Yfirgnæfandi meirihluti ferðamanna á Íslandi vill ekki kannast við þennan blessaða dollara heldur. Og auðvitað er ál einnig selt til evrópu og greitt fyrir það með evrum. Hins vegar ef Geir er að meina að ál sé tengt við einhvers konar dollara vísitölu eins og olía, þá getur það vel verið en afurðirnar eru engu síður seldar til evrópu fyrir evrur að sjálfsögðu.

Svo hefur evran fengið það mikla alþjóðlega viðurkenningu að þetta er allt saman að breytast. Íran t.d stefnir á að setja upp evrutengda vísitölu á eyjunni Kish og nu þegar þurfa Kínverjar að greiða sína olíu frá Íran með evru, ekki dollurum. 

Jón Gunnar Bjarkan, 19.9.2007 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband