Leita í fréttum mbl.is

Mun ungbarnadauđi aukast viđ inngöngu í ESB?

Ţau ánćgjulegu tíđindi bárust nýlega frá Sameinuđu ţjóđunum ađ Íslendingar vćru í efsta sćti á lífskjaralista samtakanna, Human Development Report 2007. Í ţessu sambandi var ţó sérkennilegt ađ heyra til sumra ţingamanna, bćđi í rćđu og riti, blanda Evrópuumrćđunni á Íslandi inn í ţennan árangur. Stađreyndin er nefnilega sú ađ ţađ hefur lítil áhrif á röđun á ţennan lista hvort Ísland er fullgildur međlimur í Evrópusambandinu eđa ekki.

Lífskjaravísitala Sameinuđu ţjóđanna notar ţrjá mćlikvarđa til ađ meta árangur.

  1. vísitölu langlífis sem nýfćdd börn eiga í vćndum.
  2. vísitölu menntunar sem rćđst af einum ţriđja af fullorđinsfrćđslu og tveimur ţriđju af samanlagđri skólasókn á öllum skólastigum.
  3. vísitölu kaupmáttar ţjóđartekna á mann.

Evrópusambandiđ er samstarf sjálfstćđra ríkja sem hafa ákveđiđ ađ vinna náiđ saman á ákveđnum sviđum, međal annars í atvinnu- og efnahagsmálum. Í ţessum málaflokkum ţurfa löndin ađ lúta ákveđinni yfirstjórn ESB. Hins vegur kemur Evrópusambandiđ lítiđ nálćgt uppbyggingu á heilbrigđis- og menntamálum í ađildarlöndunum nema ţá óbeint í gegnum samstarf í gegnum mennta- og lýđheilsuáćtlanir sambandsins. Ţađ er ţví ljóst ađ tveir fyrstu mćlikvarđar S.Ţ. á lífskjaralistanum hafa lítiđ sem ekkert međ Evrópusambandsađild ađ gera.

Ţátttaka Íslands í Evrópusamrunanum, ţá sérstaklega ađild okkar ađ EES, er ađ flestra mati einn lykilţátturinn í ţeirri miklu lífskjaraaukningu sem átt hefur sér stađ á Íslandi undanfarin ár. Ţó hafa margir hagfrćđingar og forráđamenn í íslensku atvinnulífi bent á ađ ójafnvćgi í hagkerfinu og örmyntin króna skapi óţarfa flćkjustig og dragi ţar međ úr verđmćtasköpun hér á landi. Ţórarinn G. Pétursson, hagfrćđingur hjá Seđlabanka Íslands, hefur birt rannsóknir sem sýna ađ ađild Íslands ađ Evrópusambandinu og upptaka evru myndi auka ţjóđarframleiđslu um 4% og erlend viđskipti um 12%.

Ţetta sýnir, ţvert á fullyrđingar margra andstćđinga Evrópusambandsađildar á Íslandi, ađ ţađ myndi hafa jákvćđ efnahagsleg áhrif á Íslandi ađ ganga í ESB. Innganga í sambandiđ myndi ţví eingöngu styrkja stöđu okkar á toppi lífskjaralista Sameinuđu ţjóđanna. Svariđ viđ fyrirsögn minni á ţessari grein liggur ţví í augum uppi. Ađild ađ Evrópusambandinu hefur lítiđ sem ekkert međ ungbarnadauđa ađ gera. Međ sömu rökum og ţessir ţingmenn hafa beitt ţá mćtti einnig fćra sönnur á ađ fjarvera Ísland úr Alţjóđakjarnorkumálaráđinu hafi tryggt okkur fyrsta sćtiđ á lífskjaralista Sameinuđu ţjóđanna!

Andrés Pétursson er formađur Evrópusamtakanna

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband