Leita í fréttum mbl.is

Á harđahlaupum frá veruleikanum

Ţađ er merkilegt ađ fylgjast međ umrćđum um Evrópumál á undanförnum misserum. Sífellt fleiri eru ađ átta sig á ţví ađ núverandi fyrirkomulag efnhagsmál gengur ekki og jafnvel hörđustu andstćđingar ađildar Íslands ađ Evrópusambandinu vilja skođa málefni íslensku krónunnar. Ţeir fara hins vegar um víđan völl til ađ leita óraunhćfra leiđa eins og ađ taka upp svissneskan franka, danska eđa norska krónu ţegar beinast liggur viđ ađ sćkja um ađild ađ Evrópusambandinu og í kjölfariđ fá ađild ađ Myntbandalagi Evrópu.

Morgunblađiđ er í fararbroddi ţessara afla og er á margan hátt í sérkennilegri afneitun. Á sama tíma og ţađ birtir forsíđufréttir um slćma stöđu krónunnar og erfiđleika almennings á Íslandi vegna hávaxtastefnu yfirvalda hyllir ţađ andstćđinga Evrópusambandsađildar Íslands. Fréttaflutningur blađsins af nýloknu Iđnţingi er gott dćmi um ţetta. Mjög mikill samhljómur var á ţinginu um breyttar áherslur í efnhagsmálum en samt sem áđur birtir blađiđ fyrirsögn ţar sem segir ađ skiptar skođanir hafi veriđ um máliđ. Í umfjöllun um ţingiđ er til dćmis ekki minnst á rćđu Össurar Skaphéđinssonar iđnađarráđherra né Valgerđar Sverrisdóttur, fyrrverandi utanríkisráđherra, en ţess í stađ er birt viđtal viđ nánast eina framsögumannsins á ţinginu sem sá meinbugi á nánari samvinnu viđ Evrópusambandiđ, Illuga Gunnarsson ţingmann.

Ţađ skal tekiđ fram ađ undirritađur hefur mikiđ álit á Illuga og telur ađ hann hafi veriđ einna málefnalegastur allra andstćđinga ađildar Íslands ađ Evrópusambandinu. Rćđa Illuga á Iđnţingi olli mér hins vegar vonbrigđum ţví hún var full af gömlum tuggum um hagvöxt í Evrópu og útilokun Íslendinga frá alţjóđlegum viđskiptasamningum. Ţađ kom ţví á óvart, en ţó ekki, ađ Morgunblađiđ skyldi mćra rćđuna međ leiđara nokkrum dögum eftir Iđnţingiđ.

Illugi varpar ţeirri hugmynd fram ađ viđ leitum leiđa til ađ fá ađild ađ myntbandalaginu í gegnum EES samninginn í samvinnu viđ Norđmenn. Međ ţessum hugmyndum er bara veriđ ađ koma sér undan ţví ađ horfast í augu viđ stađreyndir. Íslensk og norsk stjórnvöld reyndu ítrekađ á árunum 2001-2003 ađ fá EES samninginn uppfćrđan en fengu alltaf sama kurteislega svariđ frá Evrópusambandinu. ,,EES samningurinn verđur virtur en hann er barn síns tíma og viđ höfum engan áhuga né hagsmuni af ţví uppfćra hann- punktur og basta.” Ţetta getur Illugi fengiđ stađfest hjá hvađa embćttismanni utanríkisráđuneytisins eđa EFTA.

Einnig heldur Illugi ţví fram ađ áhugi almenning á Evrópusambandsađild sé eingöngu mikill ţegar kreppir ađ í efnhagsmálum. Ţetta er ekki rétt ţví nánast í hverri einustu könnun Capacent Gallup frá árinu 1995 hefur mikill meirihluti landsmann lýst yfir áhuga ađ viđ tökum upp viđrćđur viđ Evrópusambandiđ.

Á međan andstćđingar ađildar Íslands ađ Evrópusambandinu geta ekki bent á ađra raunhćfa langtímalausn á efnhagsvandrćđum Íslendinga ţá er ekki hćgt ađ segja annađ en ţađ ţeir séu á harđahlaupum frá veruleikanum. Međ ţví eru ţeir ađ skađa hagsmuni almennings og gjaldeyrisskapandi atvinnugreina međ ţví ađ taka hagsmuni gamla íslenska flokkakerfisins fram yfir ţjóđarhag.

Andrés Pétursson er formađur Evrópusamtakanna


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband