Leita í fréttum mbl.is

Guđni vekur athygli

Rćđa Guđna Ágústssonar formanns Framsóknarflokksins á vorfundi flokksins á laugardaginn og ummćli hans um ţjóđatkvćđagreiđslu um Evrópumál hefur vakiđ töluverđa athygli. Baldur Ţórhallsson, prófessor viđ HÍ, skrifađi grein í 24 Stundir í gćr og sagđi međal annars

Enn eitt skrefiđ nćr ađildarumsókn ađ ESB hefur veriđ stigiđ. Á ný leiđir gamli bćnda- og landsbyggđarflokkurinn Evrópuumrćđuna, nú undir forystu Guđna Ágústssonar. Hver hefđi trúađ ţví fyrir nokkrum vikum?

Ólafur Stephensen ritstjóri skrifar leiđara um sama mál í dag í 24 Stundir. Hann segir međal annars:

Tillaga formannsins ađ leiđ út úr ţeim ógöngum er ađ halda ţjóđaratkvćđagreiđslu um hvort Ísland eigi ađ sćkja um ađild ađ ESB, og svo verđi ađildarsamningurinn lagđur fyrir ţjóđina í annarri atkvćđagreiđslu. Guđni er fyrsti flokksformađurinn, sem leggur ţetta til, en forystumenn annarra flokka ćttu ađ hafa ástćđu til ađ skođa tillöguna međ opnum huga. Fyrir ţví eru margar ástćđur. Í fyrsta lagi hefur ţeirri skođun vaxiđ ásmegin undanfarin ár, ađ ástćđa sé til ađ nýta kosti beins lýđrćđis á Íslandi; leyfa almenningi ađ kjósa beint um stór mál. Eru mörg mál stćrri en ţetta? Hvorki andstćđingar né fylgismenn ESB-ađildar hafa ástćđu til ađ leggjast gegn ţessari lýđrćđislegu leiđ; ţeir hljóta ađ hafa nćgilega trú á málstađ sínum og sannfćringarkrafti.

Viđ minnum líka á Evrópudaginn á morgun föstudag í Yale salnum (gamla Skála) kl.12.00-13.30.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband