Leita í fréttum mbl.is

Reinfelt reiðubúinn fyrir umsókn Íslands að ESB

Fredrik ReinfeltFredrik Reinfelt, forsætisráðherra er reiðubúinn að taka við umsókn Íslands að ESB. Þetta sagði hann í viðtali við danska fjölmiðla í dag. Hann sagðist þurfa að ræða umsóknina við önnur ríki sambandsins áður en lengra væri haldið. MBL skrifar: ,,Komi umsókn þarf ég að ræða við nokkur af aðildarríkjunum áður en ég eða Evrópusambandið geta gengið til viðræðna um umsóknina."

Sem er ekki nema eðlilegt, enda vart hægt að ætlast til þess að Ísland fái inngöngu yfir nótt!

Svíar taka við formennsku í ESB þann 1. júlí og verða út 2009. Þá tekur Spánn við. Rætt hefur verið um að ESB finni til ,,stækkunarþreytu" en varla verður að teljast líklegt að það komi í veg fyrir eðlilega umfjöllun umsóknar Íslands, verði slík send inn. ESB hefur aldrei sagt NEI við umsóknarríki og ríkjum Evrópu er frjálst að sækja um. ESB setur skilyrði sem löndin þurfa síðan að uppfylla.

Ísland uppfyllir nú fjöldamörg skilyrði aðildar; við erum með um 75% regluverks ESB í gegnum EES, erum lýðræðisríki, virðum mannréttindi o.s.frv.

DR: www.dr.dk/Nyheder/Udland/2009/05/27/154058.htm

MBL: www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/27/myndi_fagna_esb_umsokn/

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband