Leita í fréttum mbl.is

Er fólki alvara?

FleksnesÍ framhaldi af frétt okkar um fund sem Stofnun stjórnsýslufræði og stjórnmála við Háskóla Íslands og Evrópusamtökin standa að í næstu viku um stöðu Íslands og Noregs í framhaldi af ESB umsókn Íslendinga þá er vert að vekja athygli á skemmtilegri grein Magnúsar Geirs Eyjólfssonar á http://www.pressan.is

Heiti greinarinnar er ,,Er fólki alvara?" og fjallar um kostulega undirskriftasöfnun um ríkjabandalag Íslands og Noregs. Magnús Geir segir meðal annars:

 ,,Ef það er verið að tala um hefðbundið ríkjasamstarf, er þessi söfnun byggð á lygilegri fáfræði. Ísland og Noregur eru nefnilega í samstarfi á flest öllum sviðum alþjóðastjórnmála sem hugsast getur. Í gegnum EFTA, EES, Norðurlandaráð, Schengen o.s.frv. Hvað vilja þá þeir sem hafa skrifað undir þetta? Norska krónu? Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan norskir ráðherrar bókstaflega hlógu að þeirri hugmynd, hvað þá að þeir vilji ríkjasamband með Íslandi.

Þetta er ESB-umræðan hér á landi í hnotskurn. Er ekki kominn tími á almenna skynsemi og upplýsta umræðu í Evrópumálum, jafnvel vott af yfirvegun? Eða er fólk bara sátt við að hlaupa eins og hauslausar hænur út um allt með tilheyrandi gaggi?"

Greinin í heild sinni er hér

Einnig má lesa beitta bloggfærslu Guðmundar Gunnarssonar um þetta sama mál, undir fyrirsögninni, Ísland fylki í Noregi

Bjarni HarðarsonMeðal þeirra sem hafa skrifað sig á lista þeirra sem vilja ganga í bandlag við Noreg er Bjarni Harðarson, fyrrum þingmaður. Skráningin hefur greinilega tekist, enda ekki gerð í gegnum tölvupóst.

 

 

Ps. Myndin efst er af Fleksnes, helsta grínara Norðmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Helgason

Væri ekki ágætt að skoða hvernig ESB er að fara með Litháen og Írland til að sjá að ESB er ekki sambandslíðríki?

 Bæði þessi lönd eru neydd til að vera með Evru eða Evru tengingu sem rústar efnahag þeirra.

 Vitið hvað ESB ætlar að gera fyrir þessi tvö ríki í þeirra vandamálum?  Þau geta ekki notað sína mynt til að lækka kostnað hjá sér.

ESB stefnir að vera ríkjasamband í gegnum Lissabon sáttmálan.  Ef Lissabon sáttmálinn verður ofaná verður til forsetavald og dómsvald sem er æðst í Evrópu; Þá er kominn í gildi sambandsríkis.

 kv.

Jón Þór

Jón Þór Helgason, 20.8.2009 kl. 21:36

2 Smámynd: Jón Þór Helgason

ESB stefnir í að vera ríkjasamband, þó að það sé ekki skrifað.   Lissabon sáttmálinn tryggir dómstóli ESB rétt umfram landslög. Þá getur Framkvæmdarstórn ESB og Forsteti framkvæmt það sem sem þeir listir með stuðningi frá Evrópudómstólnum.

Með Evruna kemur þú akkurat að vandamálinu: Ef þú hefur lesið hagfræði þá ættir þú að vita að gengi gjaldmiðla fellur og verðbólga eykst við viðskiptahalli er orðinn of mikill.   Þannig lagar kerfið sig að ójafnvæginu og nýtt jafnvægisgengi finnst. Það þarf mikinn aga á fjármálum við að hafa gegni stöðugt.  Danir hafa staðið sig vel í þessu, þeir hafa náð að tryggja Dönum fljótandi krónu innan viðmiðunarmarka.  Með miklum aga.

Þessum tveim áðurnefnum ríkjum tókst þetta ekki þar sem Evrutenginginn eyðilagði þetta. Þau fjárfestu meira en þau gátu með góðu móti framleitt.  Því náðu þau að safna skuldum án þess nokkuð var að gert.  Þessi ríki eyddu umfram því sem þau framleiddu og þegar kreppan hófst þá dró úr framleiðslu útfluttingsvara.  Því mun efnahagur þessara ríkja veikjast mikið og mun meira en hann gerir hér á landi.  

Pólverjar átta sig á þessu, þeir hafa aftengt evru tenginguna. Þeir ætla að draga það að tengjast Evrunni í tvö ár. Þeir segjast að þeir séu of skuldsettir til að tengjast Evrunni.

En ef það er svo gott að vera með sama gengi og Evran, hvers vegna hætta þeir þá með Evrutengingunna, þó að þeir taki ekki upp Evruna fyrr en seinna?

Málið er að þeir eru búnir að fatta það að þeir sökkva eins og steinn ef þeir hafa ekki sjálfstæðri mynt með tilheyrandi verðbólguhættu.

Það eina sem þeir verða að passa sig á er að hafa aga á ríkisfjármálum.

Jón Fríman, Getur þú bent á einstakling sem er á móti ESB og með ríkjasambandi við Noreg? 

Villtu líka að ég sendi þér yfirlit úr ársreikningi Landsbankans sem sýnir að icesave óx um 400% í valdatíð Björgvíns Sigurðssonar sem er algjörlega saklaus í þínum augum, enda ertu ekki þroskaðri en það að afneita öllum göllum valdaklíkunar í Samfylkingunni.

kv.

Jón Þór

Jón Þór Helgason, 20.8.2009 kl. 22:38

3 Smámynd: Jón Þór Helgason

Jón Fríman.

Kanntu ekki að lesa?

fyrst svarar þú ekki því  hvaða  einstaklingur sem er á móti ESB og með ríkjasambandi við Noreg?

Síðan villtu ekki tala um hálvitagang Björgvins Sigurðssonar sem klúðaði Icesave með Samfylkingunni. (kjaftaskur eins og þú ættir að geta klórað þér útúr því)

Síðan, hvers vegna slepptu þeir evrutengingunni?  Þeir þurftu þess ekki þó að þeir frestuðu upptöku evru. Þeir vildu geta látið myntina falla til að verja hagkerfið.

ég veit ekki hvað þú ert menntaður, en námsefni úr  Coca Puffs pakka gæti komið sér vel fyrir þér.

Annnars er ekki hægt að þroskast og læraef menn hugsa eins og þú, þú talar í frösum sem þú hefur lært í stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar.

kv.

Jón Þór

Jón Þór Helgason, 23.8.2009 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband