Leita í fréttum mbl.is

Vel heppnađir fundir fyrir Norđan

Jón Sigurđsson Evrópusamtökin, í samvinnu viđ áhugafólk um Evrópumál, stóđu fyrir tveimur fundum á Norđurlandi fimmtudaginn 15. október og föstudaginn 16. október 2009. Frummćlandi á báđum fundunum var Jón Sigurđsson fyrrverandi ráđherra og seđlabankastjóri. Fyrri fundurinn var á Akureyri en sá síđari á Húsavík.

Fundurinn á Akureyri var haldinn á Hótel KEA og var settur upp í námsskeiđsformi.  Jón fór almennt yfir stöđu Evrópumála í fyrri hluta erindis síns. Í síđari hlutanum fjallađi hann um sértćk málefni eins og sjávarútvegs-, landbúnađar- og gjaldmiđilsmál. Hátt í 30 manns mćttu á ţetta námskeiđ og er ţađ mjög gott ţví ţetta var fjögurra tíma námskeiđ. Mjög góđur rómur var ađ gerđur ađ erindi Jóns enda mađurinn hafsjór af fróđleik um ţessi mál og öfgalaus í málflutningi sínum.

Á Húsavík stóđ Atvinnuţróunarfélag Húsavíkur ađ fundinum međ Evrópusamtökunum.  Fundurinn var haldinn í hádeginu og mćttu ţar 25 manns. Einkum var ánćgjulegt ađ margar konur létu sjá sig en ţćr voru frekar fáar á fundinum á Akureyri. Fundurinn var fjörugur og var Jón mikiđ spurđur út í atvinnumál og hugsanlega ESB ađild.  Á báđum fundunum lagđi Jón áherslu á ađ Evrópusambandsađild vćri ekki allsherjarlausn á öllum vandamálum Íslendinga. Ţađ vćri hins vegar rökrétt framhald af ţeirri stefnu sem íslensk stjórnvöld hafa fylgt í utanríkisviđskiptamálum Íslendinga allt frá EFTA ađildinni áriđ 1970.

Gjaldmiđilsmálin voru Jóni einkar hugleikin á fundunum enda telur hann ađ einungis ţrír möguleikar séu fyrir hendi. Í fyrsta lagi ađ hafa gömlu krónuna međ viđeigandi höftum. Í öđru lagi ađ taka upp dollar einhliđa međ miklum kostnađi viđ gjaldeyrisvarasjóđ. Í ţriđja lagi ađ sćkja um ađild ađ ESB og taka upp evru í samvinnu viđ Evrópska seđlabankann.  Öllum ţessum leiđum fylgja bćđi kostir og allar og fór Jón yfir ţađ á mjög yfirvegađan hátt.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband