Leita í fréttum mbl.is

Geilíska samþykkt innan ESB

SkotarEvrópusambandið hefur samþykkt að þeir sem tali skoska geilísku geti notað hana í opinberum samskiptum innan ESB.

Fyrst tungumál eins og skoska geilískan, sem í raun sárafáir tala enda nota í reynd allir ensku í sínum samskiptum við yfirvöld í Skotlandi, fær svona sess í ESB-kerfinu er lítil ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu íslenskunnar ef til ESB aðildar kemur. Þetta getur varla talist vera að ganga á rétt smáríkja, eins og sumir hafa verið að gefa í skyn hér á landi.

Sjá meðfylgjandi frétt á BBC.

Bendum einnig á áhugaverða fréttaskýringu á BBC um stöðu smáríkja. Þar er töluvert fjallað um Ísland.

Fyrir áhugamenn um Geilísku


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Gunnar Hansen

þetta eru skrautfjaðrir sem stráð er til þess að ná þjóðum einsog islandi og noregi inn og svo vitum við að augljóslega munu hagsmunir meirihlutans valta yfir allar minnihlutahugmyndir... það er nú vandamálið við þetta evrópuform að tilskipanir koma ofanfrá þar og allt byggir þar á valdi peninganna rétt einsog heima... en það er ekki lýðræði... það er frekjuræði örfárra sem virðast aldrei fá nægju sína og þessvegna finnst mér að við höfum ekkert að gera inn í evrópu fyrr en við höfum almennilegt lýðræði bæði hér heima og um álfuna og heimsbyggðina... norðurlöndin eru nog verkefni fyrir okkur að rækta frændskap við í bili... og almenn samskipti til nauðþurfta en allt frammyfir það er okkur í óhag... mínus menningarsamskipti sem alltaf eru af hinu góða.. en sumsé við þurfum lýðræði frá grasrótinni... beint lýðræði með vistvæna heildarsýn sem öll þjóðin tekur þátt í... skipta öllum landsmönnum upp í grunnlýðræðiseiningar... þetter mikið verkefni en verðugt... ef ekki verður að gert lýðræðinu í landinu og við æðum inn í evrópu þá erum við búin að missa sögulegt tækifæri til þess að læra á sanngjarnt samráð... nokkuð sem allur heimurinn æpir eftir... í þessu hópbrjálæði sem viðgengst og kallað er menning en er í raun hópsjúkdómur drifin áfram af græðgi

Tryggvi Gunnar Hansen, 25.10.2009 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband