Leita í fréttum mbl.is

Ráðstefna: ESB-Rússland í næstu viku

Frá MoskvuSendinefndir frá ESB og Rússlandi munu hittast í Stokkhólmi, þarnæsta miðvikudag, 18. nóvember. Þar er ætlunin að ræða loftslagsmál, einnig er búist við að öryggismál verði ofarlega á baugi.

Fredrik Reinfelt, forsætisráðherra Svía, sem fara með formennsku í ESB, segist hafa mikinn áhuga á að fá Rússa til að hækka markmið sitt um niðurskurð í losun gróðurhúsategunda. Rússar hafa sagst ætla að minnka þetta um 10-15% fram til 2020, en Reinfelt vill að þeir leggi harðar að sér og lofi 20-30% skerðingu á losun. Það er markmiðið sem rætt er um í sambandi við loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn í desember.

EuObsever greindi frá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband