Leita í fréttum mbl.is

Evran tryggir stöðugleika

euro,,Upptaka evru myndi hjálpa í baráttunni við atvinnuleysi hér á landi, segir Vladimír Špidla, atvinnumálastjóri Evrópusambandsins. Sambandið hefur hrundið af stað viðamikilli áætlun til að vinna gegn atvinnuleysi." Svo segir í frétt sem RÚV birti í gærkvöldi í tilefni fyrirlesturs Špidla í gær. Fyrir fullu húsi talaði hann um aðgerðir ESB gegn atvinnuleysi. Ræðu Špidla má lesa hér

Frétt RÚV


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB hefur barist við atvnnuleysi árum saman með engum árangri.Síðan koma þessir menn hingað og vilja ólmir kenna okkur sem höfum hingað til haft því sem ekkert atvinnuleysi áratugum saman.Fréttastofa rúv er í engum takti við raunveruleikann og hefur ekki verið lengi.Þar til viðbótar er ESB að verða elliheimili þar sem stórhluti þegnanna mun ekki vinna sökum aldurs til viðbótar atvinnuleysi þeirra sem vinnufærir eru.Engin veit í raun hvaða framtíð mun bíða ESB eftir 30 ár, en eins og útlitið er núna þá er það ekki gott.Og eitt er víst að þótt Ísland gangi þar inn þá mun það engu ráða um framtíð þess.

Sigurgeir Jónsson, 12.11.2009 kl. 10:10

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já. Evran tryggir stöðuga eyðni samkeppnishæfni í Finnlandi

Það minnist enginn á að samdráttur í landsframleiðslu Finnlands er núna ennþá meiri og verri en hann var í kreppunni miklu í byrjun 10. áratugs síðustu aldar, þegar Sovétríkin hrundu ofan á Finnland. Enginn minnist á þetta. Enginn talar um að Evrópusambandið og gjaldmiðill þess sé hruninn ofan á Finnland í dag - og hefur reyndar verið að smá-hrynja ofan á landið allar götur frá árinu 2000. Mikill stöðugleiki þar. 

Svo eru það

Spánn - rangir stýrivextir evru á röngum tíma bjó til bóluna á Spáni: núna 20% atvinnuleysi þar og 42% atvinnuleysi hjá ungmennum þar í evru-landi. Mikill stöðugleiki þar.  

Írland - rangir stýrivextir evru á röngum tíma bjó til bóluna á Írlandi: núna 13% atvinnuleysi. Núna eru raunstýrivextir á Írlandi þeir hæstu í heiminum. Mikill stöðugleiki þar. 

Svo eru það 

Lettland - í dauðadái ERM. Mikill stöðugleiki þar. 

Litháen - í dauðadái ERM. Mikill stöðugleiki þar. 

Eistland - í dauðadái ERM. Mikill stöðugleiki þar. 

Svo eru það 

Ítalía - á barmi hyldýpis skulda. Mikill stöðugleiki þar. 

Portúgal - hagvöxtur horfinn til frambúðar. Mikill stöðugleiki þar. 

Grikkland - á leið í þrot. Mikill stöðugleiki þar. 

Evrópusamtökin á Íslandi

Það er alls ekki undarlegt að þið viljið ekki skrifa undir nafni hér á vef Evrópusamtakanna. Ef þið skrifuðu undir nafni mynduð þið ekki skrifa svona eins og þið gerið. Mikill stöðugleiki hér. 

Þið þekkið ekki mikið til raunverulega til mála í Evrópu.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 12.11.2009 kl. 16:38

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Síðasta stóra áætlun ESB 

Hafið þið fylgst með síðustu stórkostlegu áætlun Evrópusambandsins? Hún heitir ennþá "Lissabon 2000 markmið Evrópusambandsins". Ekkert gengur með þessi markmið og það eru einungis 50 dagar til stefnu!

Það eru aðeins 50 dagar þangað til við í Evrópusambandinu verðum ríkust í heiminum samkvæmt þessum Lissabon 2000 markmiðum Evrópusambandsins. En er þetta að gerst? Nei ekkert gerist. Enginn er árangurinn, þetta gengur mest afturábak. 

- Skoðið árangurinn hér: Lissabon 2000 markmið Evrópusambandsins

- Skoðið atvinnuleysistölurnar hér: Atvinnuleysi í ESB núna

Það sem Evrópusambandið er best til er að framleiða áætlanir. Enda hafa þeir ótakmörkuð fjárráð til að gramleiða markaðsfærsluefni um lofttegundina SÖLU-GAZ. Sölugas Evrópusambandsins og Samfylkingarinnar gengur mest út að boða meðvind á hjólastígum og gott veður í Aðsigi. Það er alltaf gott verður í Aðsigi Samfylkingarinnar og ESB. Áætlanir um gott veður og munnvatn úr gosbrunnum Brussel eru alltaf í Aðsigi.  

Hver er munurinn á 5 ára áætlunum Sovétríkjanna og 10 ára áætlunum ESB?

En einn aðalmunurinn, sagði Petr Mach sem var efnahagsráðgjafi Vacalv Klaus, er sá að 5 ára áætlanir Sovétríkjanna lögðu mesta áherslu á að það væri þungaiðnaðurinn sem ætti að fá Sovétríkin til að ná hagsæld Bandaríkjamanna. En í Evrópusambandinu voru það hinsvegar tölvur sem árið 2000 áttu að fá Evrópusambandið til að ná hinni miklu hagsæld Bandaríkjanna fyrir árið 2010.

Þetta voru því tvennar en mjög ólíkar áætlanir. Ein var einungis til fimm ára og studdist við kola- og stálverk. Hin áætlunin var hinsvegar til 10 ára og studdist við tölvur og internet, eða svo nefnda "upplýsingatækni". Ræðan Petr Mach frá þessari jómfrúar Brusselferð er hér.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 12.11.2009 kl. 16:49

4 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Nefndur Petr Mach er greinilega "maður fólksins" , flokkur hans fékk 1.27% atkvæða í Evrópukosningunum 2009! Minna getur það nú varla verið! 

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 12.11.2009 kl. 23:27

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæl/l nafnleysingi á Evrópusamtökunum

Þetta er heimskulegasta athugasemd sem ég hef séð hér á vef ykkar hingað til. Hvað ertu að segja með þessu? Það væri gott að fá svar við því. Ég bíð eftir svari.  

Ég vissi ekki að þessi maður hefði verið í framboði neinsstaðar. Ykkur finnst þetta kannski fyndið "maður fólksins" ?

Það er ekkert í sambandi við kosningar til þings ESB sem er "fólksins". EKKERT! Kosningaþáttaka í Tékklandi var 28.2% !! og var jafvel enn lægri en síðast. Þessar svokölluðu þingkosningar eru skrípaleikur. Þér/ykkur finnst þetta kannski snjöll athugasemd. 

Hvað hafa kosningar til skrípaleikhúss ESB með efnahagsmál ESB að gera ? Hvað? Hafið þið prófað að vera smáríki í Mið-Evrópu með landamæri að stórríkjum og fyrrverandi keisaradæmum á alla vegu og sem þurfti að búa undir alræði og hryllingi Sovétkommúnista í 45 ár? Smáríki sem skipað var að hafa fána erlends kúgunarvalds blaktandi við hún á öllu því sem ykkur væri kært? Hafið þið prófað það? Tékkland er nýbúið að fá sjálfstæði sitt aftur. Þei þekkja 5 ára áætlanir allt of vel til að vita að 10 ára áætlanir ESB eru loft og munnvatn. Enda gengur ekki neitt með neitt. Ekki frekar en það gerði í Sovétríkjunum. 

Yfirskrift þessarar færslu ykkar er um Evru, myntbandalagið og svo minnist ég á þau þau loforð sem ESB í Brussel gaf þegnum þessa sambands þegar þetta var gangsett. Ekkert hafa þeir staðið við. Ekkert. Þið settuð þessa yfirskrift sjálf: stöðugleiki. Svo komið þið með athugasemd sem ætlað er að rýra þá persónu sem ég vísa til. Bara svona út í loftið

Hvað er að ykkur? Eruð þið ekki fær um málefnaleg svör?

Mikhail Gorbachevs fékk 0,5% atkvæða í kosningum til forseta Rússlands. Rýrir það manninn? Nei það gerir það ekki. En athugasemd þín gengisfelldi þennan vef ykkar niður í junk. Engin samtök eða söfnuður verður nokkru sinni betri en þeir einstaklingar sem eru í honum. 

Það væri gaman að fá nafn þitt að vita. Ekki er það Petr Mach, svo mikið er víst.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.11.2009 kl. 02:42

6 identicon

EKKERT SVAR????

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband