Leita í fréttum mbl.is

Bókhald ESB samþykkt

Frá BrusselAnnað árið í röð hefur Evrópska endurskoðendaskrifstofan gefið út heilbrigðisvottorð á bókhald og reikninga ESB. Skv. skrifstofunni gefa reikningar ársins 2008 "sanna og rétta" mynd af fjármálum ESB. Fyrirkomulag greiðslna á styrkjum ESB hefur almennt færst í betra horf, en úrbóta er samt þörf og þá helst við útborgun á styrkjum til uppbyggingarmála, en það er á hendi aðildarlandanna að greiða út þá styrki. Það að athugasemd hafi verið gerð við tiltekna greiðslu þarf ekki að þýða að misferli hafi átt sér stað heldur að ekki hafi verið farið nákvæmlega eftir reglum um útborgun.

Stundum er því haldið fram að innan ESB sé óheyrilegum fjárhæðum eytt í botnlausa skrifræðishýt. Veruleikinn er hins vegar sá að aðeins 6% af fjárlögum ESB er varið til stjórnsýslu sambandsins. Hlutfallslega eru fjárlög ESB heldur ekki há, aðeins rétt rúmlega 1% af vergum þjóðartekjum aðildarríkjanna. Framkvæmdastjórnin hefur tekið saman lista yfir helstu goðsögur og staðreyndir um fjárlög og bókhald ESB. Lesa meira hér

Enn meira: www.esb.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er ekki rétt samkvæmt frétt dagblaðsins Børsen í gær:

Er Evrópusambandið í Brussel gjaldþrota?

Það veit enginn ennþá, nema kannski þeir sem sjá um peningakassa ESB. Børsen skrifar að núna sé fimmtánda árið sem endurskoðendur kveikja á rauða ljósinu yfir ársreikningum Evrópusambandsins. Þeir neita að skrifa undir ársreikninga sambandsins, einu sinni enn. Það eru ennþá vandamál með greiðslur úr vissum sjóðum ESB. Endurskoðendurnir sögðu að það væru stórar villur í greiðslum úr peningasjóðum eins og til dæmis “structural funds”. Þar var að minnsta kosti greitt 11% of mikið út sjóðnum. Þessi 11% eru um 720 miljarðar íslenskar krónur. Þau lönd sem voru nettó-greiðendur til ESB á síðasta ári borga þetta: Hverir fá og hverjir þurfa að borga 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.11.2009 kl. 16:54

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er ekki nóg að lesa fyrirsögnina sem vísað er í, heldur greinina til enda. Reikningar Framkvæmdastjórnar ESB fengu grænt ljós, annað árið í röð. En ársreikningur ESB hlaut ekki staðfestingu endurskoðenda, 15. árið í röð. Þarna er farið vægt í hlutina en í fréttatilkynningu Open Europe er orðalagið hreinna:

10 November 2009

Today, the EU's accountants – the European Court of Auditors (ECA) – have published their annual report on the EU’s budget. The ECA has refused to give the EU’s accounts a clean bill of health for the 15th year in a row, owing to fraud and mismanagement in the budget. Like last year, the auditors did sign off the Commission’s own accounts, saying that they accurately represented how much money was raised and spent.

Aðal vandinn er samt ekki að kvitta fyrir hverja evru; finna hvaðan hún kemur og hvert hún fer, heldur hvað er gert við hana.

The Commission tries to put the blame for fraud and waste on the member states, but the real problem is the EU budget itself. The EU’s spending programmes are overly complex, irrational and hopelessly out of date. Until they are subject to root-and-branch reforms, or scrapped altogether, waste and fraud will continue.

Prófið að skoða þetta plagg. Athugið að við hvert einasta dæmi eru linkar (neðst á síðunum) sem vísa í official gögn frá Evrópusambandinu sjálfu. Betri geta heimildirnar ekki orðið. 

Haraldur Hansson, 12.11.2009 kl. 17:18

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Open Europe haha.  Já já.  Einmitt.

Það vita allir sem hafa kynnt sér umrætt mál 1% eða meira að andsinna endurskoðunnar bla bla er grænurisa saga.  Ein af mörgum ævintýrasögum andsinna.  Allt og sumt.

Í ranveruleikanum er ekkert athugunarvert við viðkomandi atriði og hefur aldrei verið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.11.2009 kl. 21:00

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Heyrðu Hvað kemur okkur bókhald ESB við. Ég spyr bara.

Valdimar Samúelsson, 13.11.2009 kl. 12:02

5 identicon

Þessi síða er alltaf jafn spaugileg

Gullvagninn (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 12:17

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Eins og komið er inn á hér að ofan er langur vegur frá því að bókhald Evrópusambandsins sé í lagi þó tekin hafi verið pólitísk ákvörðun um að láta eins og svo sé.

Það má geta þess að frá 1994-2002 var því að sama skapi haldið fram opinberlega að bókhald sambandsins væri í góðu lagi allt þar til fyrsti faglegi bókhaldarinn var ráðinn 2002 og reyndi að vekja athygli yfirboðara sinna á því að það gengi ekki að bókhald þess hefði ekki verið samþykkt í átta ár. Þeir vildu ekkert gera í málinu nema sópa því undir teppið sem endaði með því að bókhaldarinn gerði það opinbert og var rekin fyrir. Aðrir hafa ekki axlað ábyrgð í málinu. Eftir þetta var bókhaldið ekki samþykkt 2003, 2004, 2005, 2006 og 2007.

Í fyrra var s.s. ákveðið að þetta gengi ekki lengur en í stað þess að eitthvað væri raunverulega gert í málinu var ákveðið að láta líta út fyrir að allt væri í góðu þó ekki væri enn vitað um afdrif stórs hluta útgjalda Evrópusambandsins! Sama á við um í dag. Ekkert hefur breytzt nema að einhverjir PR menn hafa sennilega komið að málum.

En þó svo það væri rétt að bókhald Evrópusambandsins væri í góðu lagi í ár og hafi verið að sama skapi í fyrra. Hvað með bókhaldið 1994-2007? Í 13 ár? Það bókhald er allt ófrágengið og ósamþykkt. Hvenær verður það "lagað"?

Hvernig eigum við að treysta svona batteríi sem fyrir utan allt annað getur ekki einu sinni haft bókhaldið sitt nokkurn veginn í lagi??

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.11.2009 kl. 13:49

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvað síðan varðar opinberar tölur um útgjöld Evrópusambandsins þá er lítið að marka þær enda aðeins toppurinn á ísjakanum. Stærstur hluti útgjalda vegna skriffinsku sambandsins er greiddur af hinu opinbera í ríkjum þess.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.11.2009 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband