Leita í fréttum mbl.is

Sema og Ingvar skrifa um ESB og unga fólkið

Sema Erla SerdarSamtökin Ungir Evrópusinnar voru stofnuð um daginn. Í Fréttablaðinu birtist í gær grein eftir tvo stjórnarmenn um Evrópumál, en þetta eru Sema Erla Serdar (mynd) og Ingvar Sigurjónsson.

Þau segja m.a. i grein sinni:,,Ungir evrópusinnar telja að Evrópusambandsaðild hafi margt að bjóða ungu fólki. Evrópusambandið rekur til dæmis sérstaka stefnu í málefnum ungs fólks, svokallaða Ungmennaáætlun. Hún stuðlar meðal annars að auknu samstarfi og skilningi milli þjóða með því að auðvelda ungu fólki að öðlast reynslu í öðrum Evrópuríkjum, hvort sem það er með því að stunda nám, starfa eða vinna sjálfboðastörf innan Evrópusambandsins. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að unga fólkið okkar hafi kost á því að afla sér reynslu erlendis.

Þrátt fyrir að Ísland sé nú þegar þátttakandi í ungmennaáætlun sambandsins njóta Íslendingar ekki allra sömu réttinda og íbúar Evrópusambandsins. Sem dæmi má nefna að þar sem við erum ekki aðildarríki ESB þurfum við að borga mun hærri skólagjöld meðal annars í Bretlandi, en þar getur munurinn verið allt að 10.000 pund fyrir árið. Aðild að Evrópusambandinu myndi því gera ungum Íslendingum auðveldara með að mennta sig annars staðar í Evrópu. Aðild myndi þar að auki leiða til fjölbreyttara og öflugara atvinnulífs hér á landi og ungt fólk fengi því fleiri tækifæri til þess að nýta menntun sína og reynslu hér heima."

Öll greinin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Bíddu!!! Hvað ætlar þú að gera þegar þú verður eldri. EF allir eina að hugsa svona þ.e. hvað gott er þetta fyrir mig þá er ekki góðu að stýra. Við verðum að hugsa um þjóðina og heildina. Það er einfalt að veiða ungafólkið til að setja atkvæði með ESB en hvað hjálpar það Þjóðinni. Við erum fleiri hér en ungafólkið. Og mundu við eldri höfum komið ykkur á legg gefið ykkur skóla og menntað áður en þið komið allmennt á vinnumarkaðinn. Prufið einusinni að bera virðingu fyrir okkur eldri.

Valdimar Samúelsson, 13.11.2009 kl. 17:43

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þú talar um reynslu erlendis. Er EU eina landið erlendis???

Valdimar Samúelsson, 13.11.2009 kl. 17:46

3 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Athugasemd frá umsjónaraðila bloggs: Sema og Ingvar skrifa grein sína sem fulltrúar ungs fólks. Ekki er ætlunin að vanvirða hina eldri íbúa og birtist ekkert slíkt í grein þeirra. ESB er ekki síður mikilvægt fyrir hina eldri, rétt eins og þá yngri.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 13.11.2009 kl. 19:10

4 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Þetta eru áhugaverðar staðhæfingar. Skv. því sem ég best veit er mikið og landlægt atvinnuleysi í flestum löndum ESB og í hópi ungs fólks er atvinnuleysið mest. En auðvitað ber að taka háleitar yfirlýsingar fram yfir kaldan veruleikann. Takk fyrir.

Þorgeir Ragnarsson, 16.11.2009 kl. 10:59

5 Smámynd: Ingvar Sigurjónsson

Þorgeir: Það er rétt að æskilegt hefði verið að rökstyðja fullyrðinguna um fjölbreyttara atvinnulíf betur. Því miður gefst ekki færi á að rökstyðja allar fullyrðingar fyllilega í stuttri blaðagrein.

Að þú skulir benda á “landlægt” atvinnuleysi í ESB og gefa í skyn að það myndi eiga við hér við inngöngu er hins vegar misvísandi í meira lagi. Atvinnuleysi er mismunandi eftir aðildarríkjum ESB. Í sumum er það afar lágt (t.d. Hollandi og Austurríki) en í öðrum afar hátt (t.d. Spáni og Lettlandi). Þetta ætti ekki að koma á óvart þar sem megnið af aðgerðum í atvinnumálum er í höndum ríkjanna sjálfra. ESB kemur ekki í veg fyrir að þau haldi illa á sínum eigin spilum.

Flestir geta verið sammála um að krónan hafi verið íslensku atvinnulífi fjötur um fót. Með upptöku evru myndi stöðugleiki í hagkerfinu aukast og umhverfið myndi batna til muna fyrir alþjóðleg fyrirtæki eins og CCP, Össur og Marel. Það er einmitt þannig fyrirtæki sem eru vinsæl meðal ungs, vel menntaðs fólks í atvinnuleit.

Ingvar Sigurjónsson, 18.11.2009 kl. 10:35

6 Smámynd: Ingvar Sigurjónsson

Valdimar: Mér þykir þetta heldur ómerkilegur útúrsnúningur hjá þér. Auðvitað er ESB ekki eina “landið” erlendis. Aðild að Evrópusambandinu myndi ekki gera Íslendingum erfiðara að öðlast reynslu í löndum utan ESB. Hún myndi hins vegar gera okkur auðveldara að öðlast reynslu í löndum innan þess.

Ingvar Sigurjónsson, 18.11.2009 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband