Leita í fréttum mbl.is

D-Élítan sýpur kveljur!

Þorsteinn PálssonElítan í Sjálfstæðsiflokknum virðist súpa kveljur yfir þeirri staðreynd að Þorsteinn Pálsson hafi verið skipaður í samninganefnd Íslands gagnvart ESB. Sturla Böðvarsson, fyrrum forseti Alþingis ræðst fram á ritvöllinn og hellir úr skálum sínum á www.pressan.is

Sturla segir m.a.: ,,Það er nær óskiljanlegt að fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins skuli láta véla sig til þeirra verka að ganga erinda þeirra Össurar og Jóhönnu Sigurðardóttur í fullkominni andstöðu við þá stefnu sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur mótað. Sú afstaða er byggð á samþykkt Landsfundar Sjálfstæðisflokksins."

Á Þorsteinn s.s. að beygja sig skv. línu flokksins, er þetta spurning um að ,,fall in line" eins og sagt er á hermannamáli?

Hefur það ekki verið eitt af aðalsmerkjum Sjálfstæðisflokksins (samkvæmt þeirra eigin mati) hvað flokkurinn er "breiður" og hvað í honum rúmast margar skoðanir? Þá hlýtur Þorsteinn Pálsson að hafa rétt á því að hafa sínar skoðanir á Evrópumálum. Það er ekkert sem hann þarf að afsaka gagnvart einum eð neinum, eins og Sturla krefst í greininni.

Fyrir þá sem hafa fylgst með, hafa skrif Þorsteins um Evrópumál (og tölur hans á fundum um þau mál) einmitt einkennst af því ískalda hagsmunamati sem Sjálfstæðisflokkurinn segist hafa notað þegar lína flokksins gegn ESB var lögð á síðasta landsfundi. Og Þorsteinn metur það svo að Íslandi sé það í hag að gerast aðili að ESB.

Annar D-maður og fyrrum dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, virðist einnig hafa fengið létt sjokk yfir þessu og segir m.a. á vef sínum, www.bjorn.is: ,,Að Össur skuli hafa leitað til Þorsteins endurspeglar þann þátt ESB-aðildarbrölts Össurar, sem miðar að því að draga úr samheldni innan Sjálfstæðisflokksins. Ástæðulaust er þegja um þennan þátt málsins, því að hann er líklega helsta beita Össurar til að festa vinstri-græna á ESB-öngulinn."

Er Össur s.s. með þessu að reka fleyg í Sjálfstæðisflokkinn? Er flokkurinn ekki þegar klofinn á málinu? Er Björn hræddur um að það hrikti í stoðum flokksins? Kannski ekkert skrýtið, því meðal margra sjálfstæðismanna er megn óánægja með Evrópustefnu flokksins, alveg upp í toppinn á maskínunni!

Var ekki Össur bara að ráða hæfan mann, sem er laus við öfga og kreddur, mann með yfirgripsmikla þekkingu og skýra sýn á þau nauðsynlegu skref sem Ísland þarf að taka, m.a. til þess að fá hér nothæfan gjaldmiðil!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njáll Harðarson

Frábært, Þorsteinn kemur fram eins og hann sér hlutina og örugglega með samþykki þeirra sem stýra sjálfstæðisflokknum. Sýnir vel að ekki er allt uppi á borðinu frekar en endranær.

Leynt geta menn róið þó ekki sé verið að samþykkja stefnuna opinberlega. Tek hattinn ofan fyrir sjálfstæðisflokknum, fær prik. Ef allt klikkar þá er það auðvitað samfylkingunni að kenna.

Njáll Harðarson, 14.11.2009 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband