8.10.2009 | 20:03
Eiríkur Bergmann æfur út í Morgunblaðið
Morgunblaðið hefur breyst eftir að Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen settust á ritstjórastóla, því hafa væntanlega áskrifendur blaðsins tekið eftir. M.a. eru tekin að birtast ljóð í leiðaraplássi blaðsins, nokkuð sem hlýtur að teljast óvenjulegt í vestrænum blaðaheimi. Staksteinar blaðsins hafa einnig vakið athygli og í dag er Eiríkur Bergmann, yfirmaður Evrópufræðaseturs við Háskólann á Bifröst gerður að umfjöllunaefni, sem og EES samningurinn. Staksteinahöfundur segir að stuðningsmenn ESB séu sífellt að hafa í hótunum við andstæðinga sína:
,,Hitt er áleitið umhugsunarefni, hvers vegna stuðningsmenn ESB og Icesave eru alltaf á þessum hótunarbuxum. Eiríkur Bergmann er alls ekki einn um það en hann er þó drjúgur í því. EES samningurinn í hættu falli Icesave segir hann. Er það svo?
Eiríkur hlýtur að vita að hvert einasta þjóðþing þeirra ríkja sem eru aðilar að samningnum yrðu að segja honum upp, jafnt Pólverjar, sem Danir, Eistar sem Slóvenar. Finnst honum líklegt að þær þjóðir og allar hinar tæplega 30 geri það, ef Íslendingar vilja fá skorið úr um lagaskyldu sína til að taka á sig óheyrilegar skuldir sem óábyrgt einkafyrirtæki stofnaði til. Það getur varla verið að Eiríkur trúi þessu.
En er það annað sem hann hræðist? Er það hinn ógnvænlegi veruleiki að falli Icesave kynni það að þvælast fyrir inngöngunni í Evrópusambandið? Töpuð paradís blasi við. Paradís þar sem hans og annarra hlutlausra evrópufræðinga bíða 70 meyjar, óspjallaðar í evrópufræðum og önnur eilíf sæla.
Sem sagt rétt mat hjá Halldóri einsog fyrri daginn, þótt hann hljóti á stundum að vera veikur fyrir málflutningi Bergmanns og sálufélaga hans, sem oftar en ekki er algjör steypa," segir Staksteinahöfundur.
Eiríkur Bergmann bregst ókvæða við þessu á bloggi sínu í dag: ,,Í morgun hlaust mér sú upphefð að fá yfir mig skæðadrífu staksteina Morgunblaðsins. Grjótkastarinn í Hádegismóum er þó ekki hittinn þennan morguninn. Efnislega er ég sakaður um að hafa hótað þjóðinni uppsögn á EES-samningnum samþykki hún ekki Icesave, sem ég á víst að vera alveg hreint sérstakur áhugamaður um að Íslendingar samþykki, að því er virðist af þeirri ástæðu að ég ku vera svo sólginn í embættismannastarf í stofnunum ESB. Allt er þetta kolrangt."
Eiríkur færir svo rök fyrir máli sínu og segir svo: ,,Í skæðadrífu staksteina fljúga fleiri og enn furðulegri hlutir. Á einhvern undarlegan hátt tekst grjótkastaranum í Hádegismóum að þvæla 70 óspjölluðum meyjum inn í spilið, sem ég er sagður hafa einhverja löngun til. Hvernig svarar maður eiginlega svona ummælum? Hvað er hér eiginlega á ferðinni?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Óneitanlega allt hið athyglisverðasta þarna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.10.2009 kl. 20:30
Sannleikanum er hver sárreiðastur. Auðvitað dreymir hann um feita fulltrúastöðu og áhyggjulausa framtíð sína og aðlstign í EU, rétt eins og Halldór Ásgrímsson er að tryggja sér náðuga elli. Draumurinn um lénsherraembætti.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.10.2009 kl. 20:53
Eiríkur er annars að verða eins og Ragnar Reykás í þessu dæmi öllu. Kostulegt á að horfa.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.10.2009 kl. 20:54
Jón Steinar: Lestu færslu Eiríks áður en þú skrifar.
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 8.10.2009 kl. 21:27
Kannski amman hafi ekki verði svo góður uppalandi eftir allt. Morgunblaðið hefur að minnsta kosti breyst síðustu daga í allt annan miðil en áður var, Vinstri grænum og heimóttararminum í Sjálfstæðisflokknum vafalaust til mikillar ánægju. Það er slæmt að missa góðan og upplýsandi fjölmiðil í hendurnar á öfgaöflum og kvótagreifum, ekki síst á þessum tímum þegar mikil þörf er á vandaðri og upplýsandi umræðu. Smjörið er orðið súrt á þeim bænum og áskrifendum fækkar, en það gerir ekkert til að áliti eigendanna, gæti maður haldið, því alltaf má afskrifa meira á kostnað þjóðarinnar.
Ingimundur Bergmann, 8.10.2009 kl. 22:18
Ingimundur:
Hvað kemur þetta kvóta við?
Það er verið að fjalla um 70 óspilltar meyjar með heimóttar svip og meiru...
Skil ekki þessa eilífu, endalausu og rakalausu upphrópanir varðandi kvóta, greifa, lénsherra og kónga. Það eru töluvert margir sem hafa sjósókn og fiskvinnslu að sinni atvinnu. Þú ert ekki að gera neitt annað en að gefa skít og fleira órithæft í þetta fólk!
Taktu upp hanskann fyrir þá sem borga undir rassinn á þér, bílinn, sófann, eldhússtólinn og allt hvað það heitir.
Skammaðu síðan eitthvað annað fólk. Svo ég noti frasann hjá sumum sem geta ekki fundið neitt annað betra að gera en "eitthvað annað" og gera síðan ekkert.
Sindri Karl Sigurðsson, 9.10.2009 kl. 00:30
Núverandi stjórn með Samfylkingu í farabroði virðist vera hlintur EB. Gott mál en hvaða þorpabúar eru þá Íslendingar með því að vera í félagskap núverandi 27 ríkja?
Ég kaus einu sinni á einni atkvæða greiðslu EB JÁ og NATO NEI. ÞEtta var í Slóveníu, þar sem ég er líka slóvenskur ríkisborgari. Segja má að 76 landsmanna væru á móti NATO víku fyrir kosningar en á kosninga dag sögðu minnir mér 62% NATO JA. Víku seinna voru tæplega 68% landsmanna á móti NATO. Þar trúi ég kom auk ároði sem ég búast á Íslandi, lika í sögu HARP hátiðnis tækni. EB spíla þar öðru hlutverki heldur á Íslandi og sagt má segja að gæði lífsins hefur verið meiri fyrir ingöngu og en meira í gömlu Júgóslavíu. Í landi sem hlutlaus var, ekki í NATO og ekki í Varsjá, samt með pólitisk og díplómatisk tengsl víða, þott reynt var að tortíma land áratugum, og drepa forseta Tito 76 sinum, þar af aldrei af heima mönnum búsetum í Júgóslavíu.
Mamma min til dæmis hefur greitt meira í einka sjúkrakostnað siðan Slóvenía er í EB heldur ég alla ævi. Íbúar þar eru í meira hætta vegna svo kallað hrýðjuverka heldur lönd útan EB og útan NATO. Magn af eiturlífjum hefur margfaltast og á götum eru orðin heimilisleysingar sem hafa skipt dvala stað innan EB. En ég spyr nú. Verður EB til æviloka? Nei!! Það borga sig að hlusta á serbneskan humor, sem margt oft sanna sig sem rétt. Þeir einfaltlega segja, þegar kemur að Serbiu að ganga í EB 2015 skal þetta bandalag ekki til lengur. Til samanburð sögðu þeir margt oft rétt um atbuðir sem eru liðin tíð.
Andrés.si, 9.10.2009 kl. 03:39
Sindri hann er karl í krapi,
og kúlulánaöskurapi,
hundrað reið hann hreinum meyjum,
og helling líka af Eyjapeyjum.
Þorsteinn Briem, 9.10.2009 kl. 03:48
Það er hægt að hugga Eirík Bergmann með því að frsend@mbl gæti verið hver sem er. Þetta er það netfang sem áframsendir fréttir til fólks.
Ég las þessa staksteina í gær og fannst þeir vera fyndnir og greinilega ætlaðir til að fara eins langt og hægt er og vekja viðbrögð. Eiríkur hefði átt að hundsa þessi skrif.
En að öðru. Enn er ég að velta fyrir mér hversvegna Evrópusamtökin eru meðlimir í European Movement, regnhlífarsamtökum sem beita sér fyrir stofnun evrópsks sambandsríkis?
Axel Þór Kolbeinsson, 9.10.2009 kl. 09:42
Auðvitað finnst andsinnum umtöluð skrif staksteina merkileg og bráðsnjöll. Skrifin eru samhljóða þeirra snilldarhugarheimi. Öfgar og ofstæki.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.10.2009 kl. 10:13
Hvernig er það getur hann Eiríkur Bergmann ekki lengur slefað síg upp við Bilderberg Group og alla þessa ESB- elítu? Hvar eru allar stóru samfylkingar- gungurnar og allt já-liðið þeirra fréttastofa-samfylkingarinnar Stöð2 og Samfylkingar Fréttabalaðið sem er og hefur verið svona innilega slefuð og sleikt allt saman við ESB og þessa Icesave- umræðu?
Hann Eiríkur hlýtur að geta farið með sinn ESB-slefaða áróður til fréttastofu samfylkingarinnar Stöð2 og/eða til samfylkingar Fréttablaðsins, þar sem þessir ESB-fjölmiðlar leyfa auk þess ekki neina gagnrýni á ESB- báknið eins og MBL?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 11:20
Kæri Þorsteinn. Vinsamlega vandaðu málfar þitt hér á síðunni. Þetta er ekki til sóma og þér ekki til framdráttar. Verum málefnaleg!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 9.10.2009 kl. 14:17
Athyglisvert og veit líkast til á gott hve andstæðingar ESB eru ómálefnalegir í málflutningi sínum, að Axel undanskildum. Ef það er svo að niðurstaðan verði innganga í ESB- ið, þá má reikna með að þeir heitustu í andstöðunni snúist líkt og vindhanar, vegna þess að svo er að sjá sem þeir byggi afstöðu sína að mestu leiti á tilfinningum en ekki rökum.
Ingimundur Bergmann, 9.10.2009 kl. 19:49
Jamm Ingimundur, ég er sá hættulegi
Axel Þór Kolbeinsson, 9.10.2009 kl. 19:55
Axel, þá hef ég ekki metið þig rétt ef þú ert orðinn hættulegur.
Held reyndar að enginn sé hættulegur sem ræðir málið með rökum, hvort sem er með eða móti; og svo þér finnist ekki að ég sé að snúa út úr fyrir þér, þá lít ég ekki svo á að þú sért hættulegur þó þú færir rök fyrir því að innganga sé ekki æskileg.
Ingimundur Bergmann, 9.10.2009 kl. 20:09
Það er rétt hjá þér. Ég verð sennilega seint talinn hættulegur öðrum en sjálfum mér. Bið að heilsa niður eftir.
Axel Þór Kolbeinsson, 9.10.2009 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.