Leita í fréttum mbl.is

Jón Sigurðsson - Rannsóknarskýrslan

Þjóðin er enn í hálfgerðu losti eftir útgáfu skýrslu Rannsóknanefndar Alþingis um bankahrunið. Upplýsingarnar sem þar koma fram renna stoðum undir verstu áhyggjur manna um orsakir þessarar kollsteypu íslenska efnahagskerfisins. Vonandi verður samt skýrslan upphafið af málefnalegri umræðu um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna og að upphrópanir um vondu útlendingana heyri sögunni til.

Jón SigurðssonEinn af þeim sem skrifar um skýrsluna er Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra og Seðlabankastjóri. Hann segir meðal annars í grein á Pressunni.


,,Í skýrslunni segir að síðustu forvöð til varnaraðgerða hafi verið árið 2006. En það kemur ekki skýrt fram að þáv. ríkisstjórn stóð fyrir hjöðnunaraðgerðum haustið 2006 og árangur af þeim varð grunnur að skattabreytingum í marsmánuði 2007. Með þessu er ekki fullyrt að þetta hafi nægt, heldur bent á að þarna var viðleitni til að hægja á og draga úr þenslu. Ný ríkisstjórn hvarf alveg frá slíku aðhaldi eftir kosningarnar.
Ég batt á sínum tíma miklar vonir við að framhald gæti orðið á aðhaldsstefnu þeirri sem upp var tekin haustið 2006 og frekari aðgerðir gætu komið í kjölfarið. Sumarið 2007 var ljóst að ekkert slíkt var í boði. Þegar leið á árið varaði þáv. formaður Framsóknarflokksins aftur og aftur við hættunum. Í marsmánuði 2007 þótti mér ljóst að gjaldeyris- og fjármálakerfi þjóðarinnar væri að hrynja og lýsti þeirri skoðun í blaðagreinum. Greinar mínar voru teknar sem einhliða Evrópuáróður.

Nú þurfum við að læra af skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Nýtt fjármálakerfi er í mótun í heimshluta okkar og mikilvægt að ekki verði aftur horfið að skuldahagkerfi og flotpeningum með sama eða svipuðum hætti og var. Endurmóta þarf eftirlitskerfi og viðurlög og tryggja að ábyrgð fylgi frelsi í hagkerfinu. Eins og Már Guðmundsson Seðlabankastjóri hefur bent á eigum við tvo kosti: krónukerfi með höftum eða þátttöku í evrusamstarfi ESB."

Hægt er lesa greinina í heild sinni á þessari slóð:

http://www.pressan.is/pressupennar/LesaJonSigurdsson/skyrslan-um-bankahrunid

(Mynd: Pressan)



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mjög góð grein.

Ég er sammála þessu.

 Ég held að fæstir Íslendingar finnst óbreytt ástand heillandi.

Ég held að fæsir Íslendingar vilja búa í haftasamféalgi.

En fólk er samt mismunandi og það eru einhverjir Íslendingar finnst höftin bara af hinu góða. Og það er ekkert að þeim skoðunum..... smekkru manna er misjafn.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.4.2010 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband