Leita í fréttum mbl.is

Maria Damanaki á leið til Íslands

Maria DamanakiFram kom í kvöldfréttum RÚV að yfirmaður fiskveiðimála hjá ESB, frú María Damanaki, sé á leiðinni hingað til lands. til viðræðna við innlenda ráðamenn.

Þetta kom fram í lok fréttar um makrílmál. Verður fróðlegt að heyra hvað hún hefur að segja um sjávarútvegsmál, t.d. hvort reglan um hlutfallslegan stöðugleika mun standa óbreytt.

Hér er svo uppruni fréttar RÚV


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það var hreinskiptið viðtalið við sem birt var við þýskan sérfræðing um Norðurlönd og Ísland í sjónvarpinu í kvöld.Þjóðverjar gera sér grein fyrir því að hagsmunir Evrópu til langs tíma liggja í því að ráða yfir hafsvæðinu milli Evrópu og Grænlands.Eftir að tekist hefur að draga Ísland inn í ESB verður atlaga gerð að því að ná Grænlandi inn, með aðstoð Dana.Færeyjar eru því sem næst komnar að því að sækja um.En nú er bara að standa í lappirnar og hafna gömlu nýlenduveldunum, þar á meðal Dönum, við eigum þess í stað að efla okkar tengsl við allan heimin, en ekki einangra okkur innan ESB.En að Evrópusamtökin séu að setja ofan í við helsta talsmann þess að við göngum í ESB finnst mér skondið.En kannski þola Evrópusamtökin ekki stórskáldskap Steina Br.

Sigurgeir Jónsson, 10.6.2010 kl. 20:57

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er aldeilis.

Merkileg kona og á langa sögu í pólitík.

Vinstri sinni sem var ma. handtekin og pyntuð fyrir aðild að uppreisninni gegn herforingjastórninni á sínum tíma, samkv. wikipedia.

Hún getur eflaust sagt Jóni Bjarna eitt og annað.

(Líklega er þetta mjöög varasöm kona samkvæmt skáldskaparsinnum og gott ef gulgræn ESB bók segir það ekki.  En  sjáum til)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2010 kl. 21:02

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson.

Hvorki Þjóðverjar né Íslendingar hafa hugmynd um hvort samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður samþykktur hér í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir nokkur ár.


Ekki frekar en þeir vissu fyrir þremur mánuðum að Jón Gnarr yrði borgarstjóri í Reykjavík í þessum mánuði.

Skyggnilýsingafundir í boði Þjóðverja skipta því engu máli og munu heldur ekki skipta nokkru máli kvöldið fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna hér.

Þjóðverjar gátu ekki sagt fyrir um úrslit þingkosninganna í Hollandi í þessari viku og þeir geta heldur ekki sagt mér hvað ég hef ég í kvöldmatinn á morgun.

Þorsteinn Briem, 10.6.2010 kl. 21:13

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og Þjóðverjar geta heldur ekki sagt mér hvað ég hef í kvöldmatinn á morgun, átti þetta nú að vera.

Aðþrengdar eiginkonur að byrja.

Þorsteinn Briem, 10.6.2010 kl. 21:20

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Steini Br.Sjálfstæðisbarátta Íslendinga stóð yfir 700 ár.Við sem höfnum því að ganga gömlu nýlendveldunum á hönd verðum að gera okkur grein fyrir því að það getur tekið lengri tíma að verja sjálfstæðið en þau 700 ár sem það tók okkur að fá sjálfstæðið aftur.Baráttan er bara rétt að byrja við að verjast ESB.Þótt Þjóverjar geri sér grein fyrir því að sá samningur sem okkur verður réttur núna verði felldur, þá mun ESB og útsendarar þeirra hér á landi halda áfram.Mottó ESB erað ef samningur þeirra er felldur þá er bara reynt aftur.En þeir munu bjóða okkur gull og græna skóga í baráttu sinni við að ná hafsvæðinu að Grænlandi inn.Síðan á að nota okkur til að ná Grænlandi inn.Hitler hefði ekki getað hugsað þetta skýrar.

Sigurgeir Jónsson, 10.6.2010 kl. 21:25

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En Þjóverjarnir sem nú eru komnir hér í næsta nágrenni með flugflota sinn mega eiga það að það er meiri svefnfriður fyrir þeim en var fyrir herflugvélum Frakkanna fyrir ári.Og Þjóverjarnir virðast líka gera sér grein fyrir því að í hernaði getur þurft að verja meira en Suðurnesin.Þeir hafa því verið í því síðasta sólahringin að æfa aðflug og lendingar á Akureyrar og Egilsstaðaflugvelli.En þeir komu 70 árum of seint sem betur fer.

Sigurgeir Jónsson, 10.6.2010 kl. 21:33

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson.

Í Evrópusambandinu eru 27 sjálfstæð og fullvalda ríki og fleiri eru á leiðinni í sambandið.

Hringdu í forsætisráðherra Breta og segðu honum að Bretland sé ekki sjálfstætt og fullvalda ríki.

Ég er að reyna að horfa á Aðþrengdar eiginkonur.

Geturðu ekki reynt að þegja rétt á meðan?!

Þorsteinn Briem, 10.6.2010 kl. 21:35

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sigurgeir, rólegur.

Miklu samfelldara viðtal á rás 2:

http://dagskra.ruv.is/ras2/4519138/2010/06/10/5

Hann bendir einfaldlegaá ma. að í sjálfu sér skipti ísland engu máli fyrir EU. þó tína megi eitt og annað til svo sem hugsanlega opnun Norðuskautsins í framtíðinni, auk þekkingar íslands í sjávarútvegi og orkunýtingu etc.  Jafnframt að ísland sé norrænt land sem deili sömu gildum og þýskaland o Norðurlönd.  (Etv. stórfréttir fyrir sumum - en meikar sens fyrir mér)

Að sjálfsögðu er eðlilegt að ísland gerisð aðili að eu.   Það er bara eitthvað hið eðlilegasta skref í öllum heiminum sem nokkur getur tekið!

Ísland er jú í evrópu, síðast þegar ég vissi,  og söguleg og menningarleg tegsl eru öll þangað.

Þar að auki er ísland 70-80% aðili að eu  (án áhrifa)  og því í allt annari stöðu en Austanlönd.  Segir sig sjálft.   Flest löndin sem voru í EES eru komin í ESB og gekk sú aðild yfirleitt fljótt fyrir sig og engin stór atriði í vegi.

(En nei!  Skáldskaparsinnar vilja Kína!  KÍNA!! 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2010 kl. 21:39

9 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Það eru líka afar litlar líkur á því að N-Kórea verði lýðræðisríki, eins og staðan er!

Það voru líka afar litlar líkur á því að Austur-blokkin myndi hrynja, eins og staðan var þá. En svo...úps, BERLÍNARMÚRINN FÉLL!

Það á eftir að dynja á okkur svona lagað. Það mikilvæga er að fá samning til að taka afstöðu til, þá ræðst þetta.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 10.6.2010 kl. 21:39

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. og hann sem sagt bendir á, afar skarplega, að þó ísland verði ekki aðili að sambandinu - þá muni evrópa ekkert bresta í grát!  Eins og skáldskapasinnar halda í fáfræði sinni og skáldaheimi.  Einfalldlega vegna þess að í heildardæminu skiptir ísland engu máli. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2010 kl. 21:41

11 identicon

Ég fagna komu Maria Damanaki til Íslands.  

Ég var að hlusta á viðtalið við Carsten Schmynk í útvarpinu.  Hrikalega hefði það nú verið flott að heyra það á þýsku.  Ég vantreysti oft útvarpsmönnum við þýðingar á viðtölum.

Ég rakst svo á grein hans um Ísland.  Hún er mjög góð.  Hann er okkar maður í Þýskalandi.  

Grein Carsten Schmynk um Ísland.

Ég er núna á úthafskarfamiðunum út af Reykjanesi.  Ekki kvíði ég inngöngu í ESB.  Ég mun halda áfram að vera sjómaður þrátt fyrir inngöngu.  

Þeir sem eru hræddir við inngöngu eru eigendur kvótans.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 22:04

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Steini Br. Ef ESB lifir og þróast næstu áratugi svipað og það hefur þróast frá stofnun, þá verður Bretland ekki til sem fullvalda eftir eftir 30 ár, í þeim skilningi sem það er í dag.Haltu áfram að horfa á aðþrengdar eiginkonur.

Sigurgeir Jónsson, 10.6.2010 kl. 23:00

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Stefán ég skil þig vel, þú býrð í Berlín.

Sigurgeir Jónsson, 10.6.2010 kl. 23:02

14 identicon

4 mánuðir í Berlín.  8 mánuðir á sjó.  Það er lífið.

Spyrjum okkur að því hvaða hag "þú" hafir persónulega  af fiskveiðum.

Ert "þú" kanski afæta gjaldeyrisins sem fiskveiðar skapa  landinu?

Miðað við þann fjölda sem starfa í fiskvinnslu og fiskveiðum, þá er stór hluti þjóðarinnar  aðeins afæta eða snýkjudýr.

Með "þú" á ég við þig lesandi bloggsins en ekki við einhvern ákveðinn einstakling.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 23:14

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson.

Aðþrengdar eiginkonur breytast með aldrinum, enda þótt þær séu ætíð aðþrengdar.

Enginn karlmaður myndi nokkru sinni kvænast ef hann hugsaði sem svo að konan ætti eftir örugglega eftir að fitna.

Fjölskyldur stækka og gamlir skarfar taka Viagra.

Hjónaband er hagur beggja en það skilja að sjálfsögu ekki gamlir karlar sem láta eiginkonuna gera allt fyrir sig.

Þorsteinn Briem, 10.6.2010 kl. 23:34

16 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Sigurgeir Jónsson, Eistland heldur uppá 20 ára sjálfstæði sitt núna um helgina (held ég, mér gæti hafa misheyrst tímasetningin). Þar á meðal verður sérstakur íslendingadagur til að þakka íslendingum fyrir stuðningin í þessum tímamótum Íslands.

Eistland er í ESB og það sem meira er, Eistland mun taka upp evruna þann 1. Janúar 2011.

Íslendingar eiga að taka Eistland sér til fyrirmyndar og ganga í ESB, og síðar taka upp evruna þegar við erum tilbúin til þess.

Allt þetta tal um að við glötum sjálfstæði okkar við inngöngu í ESB er þvæla og hefur alltaf verið það.

Jón Frímann Jónsson, 10.6.2010 kl. 23:43

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enginn karlmaður myndi nokkru sinni kvænast ef hann hugsaði sem svo að konan ætti örugglega eftir að fitna, átti þetta nú að vera.

Og það er svo sannarlega hagur Íslands að ganga í þetta hjónaband, Evrópusambandið.

Ef Íslendingar verða hins vegar óánægðir í hjónabandinu verður hjónaskilnaður.

"I am a good housekeeper," the actress Zsa Zsa Gabor said. "When I divorce I always keep the house."

Þorsteinn Briem, 10.6.2010 kl. 23:45

18 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Steini Biem er mér að skapi. Vona að Sigurgeir haldi áfram að malda í móinn. Þetta er svo skemmtilegt.

Gísli Ingvarsson, 11.6.2010 kl. 09:17

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Takk fyrir þetta Steini.

er farinn að halda að íslandi sé betur borgið í esb, svei mér þá. var að ræða þessi mál við vinafólk mitt um daginn .. og rökin með eru sterkari en rökin á móti.

allavega miðað við ástandið hérna í dag."

AceR, 10.6.2010 kl. 22:47

Þorsteinn Briem, 11.6.2010 kl. 10:55

20 Smámynd: Gunnlaugur I.

Já mikill er barnslegur fögnuður ykkar í ESB trúboðinu að fá svona háttsettan og mekilegan embættismann frá sjálfri ESB elítunni hingað til lands.

Ætli þið sitjið ekki slefandi um að fá eiginhandaráit hjá þessum hálfguði ykkar

Hér er á ferðinni sjálfur sjávarútvegsstjóri apparatsins, Daman María Aki sem hefur reyndar aldrei migið í saltan sjó frekar en aðrir af möppudýrunum hennar.  

Hennar helsta hlutverk verður víst að skamma okkur fyrir að veiða hér makríl fyrir milljarða innan okkar eigin fiskveiðilögsögu.

En samkvæmt þeirra fræðum þá þykjast þeir eiga allan makríl sem hér syndir.

Enda sagði María í ströngum ávítunartón skömmu áður en hún lagði upp í Íslandsförina:

 "Að íslendingar skyldu gjöra svo vel að hlíta reglum ESB í sjávarútvegsmálum ætli þeir sér inn í Bandalagið"

Samkvæmt þeirra reglum fengjum við ekki að veiða ugga af þessum makríl.

Gunnlaugur I., 11.6.2010 kl. 11:34

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Framkoma íslendinga í makrílmálinu er reyndar ekki góð.  Færeyingar og Nojarar gagnrýna það aðallega.

Málið snýst um það að ísl. hefur nánast enga reynslu eða hefð í makríl.  Svo fer LÍÚ og hrifsar til sín 1/5 af veiðiheimildunum.  Svona gera menn ekki.  Eigi flóknara en það.

Illur fengur, illa forgengur.

Sjávarútvegsstjóri ESB er ekki voðlega háttsett reyndar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.6.2010 kl. 11:44

22 Smámynd: Gunnlaugur I.

Já gott að vita að Ómar Bjarki vill gefa ESB valdinu allan makrílinn sem veiðist hér innan okkar eigin fiskveiðilögsögu.

Veiðar sem hafa hjálpað okkur gríðarlega og velta nú milljörðum króna.

Öllu má fórna til þess að tilgangurinn helgi ESB- meðalið ! 

Gunnlaugur I., 11.6.2010 kl. 11:49

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Gunnlaugur minn, þú skilur þetta ekki.

Þú þarft, í þessu máli sem öðrum, að kynna þér efni máls.

Annars kemur bara eitthvert remburugl, úpphrópanir og fáfræði hér sem hingað til frá þér.

Eða síðan hvenær eru Nojarar og færeyingar í ESB?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.6.2010 kl. 12:01

24 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ómar Bjarki, þú getur leyft þér að ver hér með þennan upphafna ESB hroka hér enn og aftur og tala svona digurbarkalega niður til fólks sem eru áannarri skoðun en þið. Svona "vér einir vitum" syndromið.

Það fer þér mjög illa.

Auðvitað veit ég mæta vel að hvorki Færeyingar eða Noregur eru ekkert í ESB og vilja ekkert í ESB.

Auðvitað reyna þeir að berjast fyrir sínum hagsmunum alveg eins og við, en við erum ekki með umsókn í gildi um að ganga í Noreg eða Færeyjar. Við erum hinns vegar með umsókn í gildi um aðild að ESB þar sem við yrðu að öllum líkindum að gefa stærstan hlta makrílveiða okkar upp á bátinn auk þess að fóran ýmsu fleiru af sjávarútvegshagsmunum okkar. Fyrir utan það að fóran stórum hluta löggjafarvalds okkar óg fullveldis sem við yrðum að framselja til yfirþjóðæegs skrifræðisapparats í Brussel.

Það huggnast mér alls ekki og sama sinnis eru u.þ.b. 2/3 hlutar íslensku þjóðarinnar.

Mér er sama hvernig þú talar til mín, en þú ættir að temja þér meira lítillæti og umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra og venja þig af því af því tala svona digurbarkalega niður til alls þessa gríðarlega fjölda fólks sem er ekki sammála skoðunum þínum, Ómar Bjarki. 

Gunnlaugur I., 11.6.2010 kl. 13:14

25 Smámynd: Gunnlaugur I.

Fyrirgefið fljótfærnislegu innsláttarvillurnar hér að ofan. Vanda mig betur næst.

Gunnlaugur I., 11.6.2010 kl. 13:16

26 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það vill svo til að Makríll gengur almennt ekki í íslenska lögsögu, það hinsvegar gefur íslendingum ekki heimild til þess að haga sér eins og sjóræningar við fiskveiðar.

Gildir þá einu hvað fiskurinn heitir.

Jón Frímann Jónsson, 11.6.2010 kl. 15:07

27 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Geisp.  Það er búið að fara 100.010 X yfir þetta og allt sem þú segir er rangt.

Mitt tal til þín er hvorki upp né niður heldur raunsæisnálgun á þína orðræðu.

Síðan hélt ég að ég hefði stafað ofaní þig að þú átt að fara með þessa ,,stórspeki" þína til heimssýn.  

Þessi síða er fyrir intelligent fólk og fjallar um staðreyndir o.þ.h og raunsæisnálgun á málefni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.6.2010 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband