Leita í fréttum mbl.is

Mikill skortur á upplýsingu um ESB

IS-ESB-2Samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallúps eru um 60% þjóðarinnar á móti aðild að ESB, en 25% vilja aðild. Um 14% eru óákveðnir. RÚV birti frétt um málið og í henni sagði m.a. :

"Minnstur er áhuginn hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samkvæmt nýju könnuninni og í báðum flokkum eru þrír af hverjum fjórum á móti aðild. Heldur fleiri eru hlynnt aðild í kjósendahópi Vinstri grænna þó andstaðan sé þar afgerandi. Þveröfug hlutföll birtast hjá Samfylkingarmönnum þar sem tæp 70% eru ákveðið hlynnt aðild.

Nokkuð athyglisvert er að innan við helmingur svarenda telur sig þekkja vel kosti og galla ESB aðildar og viðurkennir fjórðungur mikið þekkingarleysi.

Þá kemur fram að fólk treystir innlendum fjölmiðlum fremur illa til að fræða sig um kosti og galla aðildar. Aukinn meirihluti þjóðarinnar segist þó helst vilja fá upplýsingar um þá kosti og galla í umræðu- og heimildarþáttum í útvarpi og sjónvarpi." (Leturbreyting - ES blogg)

Því er ekki úr vegi að benda á þetta, hér er margt ágætt að finna.

http://www.ruv.is/flokkar/stjornmal/evropusambandid

Hlaðvarp: http://www.ruv.is/podcast (leitið að "Ísland og Evrópusambandið")

www.evropa.is (Greinar um Evrópumál frá Evrópusamtökunum)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband