Leita í fréttum mbl.is

Belgar við stýrið á ESB

Belgíski fáninnBelgar tóku við "stýrinu" á ESB um síðustu mánaðarmót, af Spánverjum. Hér er "dagskrá" Belga, ein eitt af því sem þeir stefna á að ná í gegn er sameiginlegt evrópskt einkaleyfi (patent).

Um slíkt hefur verið rætt um lengi, en þetta myndi þýða að þar væri nóg fyrir fyrirtæki að fá einkaleyfi í einu ESB-landi, þá þyrfti það ekki að sækja um í öllum hinum. Þetta gæti því sparað fyrirtækjum umtalsverðan kostnað.

Enn hefur ekki tekist að stofna ríkisstjórn í Belgíu eftir síðustu kosningar, en það kemur þó ekki í veg fyrir að landið taki við formennsku ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það væri mikil búbót fyrir hverja þá sem starfa við nýsköpun.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.7.2010 kl. 18:48

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Styð Belga í þessu máli og vona að þeim takist að sannfæra hinar þjóðirnar eða öllu heldur stjórnir hinna þjóðanna

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.7.2010 kl. 00:06

3 Smámynd: Njáll Harðarson

Trúverðuleiki patentupplýsinga er algert frumatriði. 

Ég hef í starfi mínu fyrir www.pantrosip.eu haft þá ánægju að eltast við EPO (European Patent Office) sem heldur utanum öll EU patent. 

EPO segist ekki geta tryggt að öll lönd td. eins og UK og Frakkland skili inn fullkomnum gögnum, þannig að það er varasamt að taka EPO 100% trúanlegt eins og málum er háttað í dag. Það væri því kærkomið að fá einn aðila sem tekur við einkaleyfisumsóknum, í staðin fyrir að þurfa að eltast við marga EU aðila, ekki bara fyrir nýsköpun heldur og einnig fyrir þá sem prófæla og rannsaka gæði og stefnu rannsókna og nýsköpunar í EU.

Pantros IP GmbH. býður einmitt uppá leitarkerfi þar sem hægt er að bera saman patent upplýsingar online og skoða td. hvað EPO, UK og aðrar einkaleyfisskrifstofur hafa af einkaleyfisgögnum og bera saman upplýsingarnarnar og meta þannig gildi hugmynda gagnvart því sem fyrir finnst í öllum einkaleyfisgagnabönkum heims.

Njáll Harðarson, 6.7.2010 kl. 06:37

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

En þetta finnst NEI-sinnum líklega landráð. Það er verið að ræna sjálfstæði frá þessum þjóðum. Því ESB er að taka að sér yfirþjóðlegt vald með því að samræma þessar reglur.

Sleggjan og Hvellurinn, 6.7.2010 kl. 21:35

5 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

....og örugglega stela öllum einkleyfunum!!!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 6.7.2010 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband