Leita í fréttum mbl.is

Hannan vill að Ísland "stressi" í umsókarferlinu: Óábyrgt!

AgúrkumaðurinnÁ Eyjunni er frétt sem hefst svona: " Íslendingar eiga að klára ESB-umsóknarferlið sem fyrst og leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarsamninginn. Þetta er mat breska Evrópuþingmannsins Daniel Hannan, en hann var fyrirlesari á fundi Heimdallar í dag.

Hannan, sem er í breska Íhaldsflokknum og þingmaður fyrir Suðaustur-England á Evrópuþinginu, hefur um árabil barist gegn Evrópusamrunanum."

Það er í raun nokkuð merkilegt að Nei-sinnar séu að flytja inn einhvern gaur sem vill að landið klári umsóknarferlið, en á sama tíma eru Nei-sinnar að berjast fyrir því að umsóknin verði dregin til baka.

Það er ekki heil brú í þessu!

En sérvitringurinn Hannan vill að við klárum þetta ferli eins fljótt og hægt er, til þess að leyfa þjóðinni að kjósa. Það mætti halda að hann sé Íslendingur!

En það mikilvæga er að ná góðum samningi við ESB, eftir samningaviðræður við sambandið. Hér þarf að vanda til verks, en ekki kasta til höndunum, eins og Daniel Hannan leggur til. Annað er óábyrgt og þarmeð afstaða Hannan.

Hann er Evrópuþingamaður sem berst gegn ESB. Hann var rekinn úr  EPP-ED hópnum Evrópuþinginu í byrjun 2008, vegna ósæmilegrar hegðunar og er því einskonar útlagi í Evrópuþinginu, en tilheyrir nú öðrum hópi., sem hann flúði til.

ATHS: Heimdallur birtir myndir af fundindum á Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins, þar með talið þessa, en á henn er að Finna Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum.

Þar eru útgerðarfyrirtæki sem byrjuð eru að gera upp reikninga sína í Evrum!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Og þessi "ósköp" er Heimdallur að fá til landsins til að rugla landann enn frekar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.7.2010 kl. 21:42

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er engar andstæður í að vilja flýta ferlinu eða draga umsóknina til baka. Bæði markmiðin miða að því að takamarka kostnaðinn og tjónið sem þetta ferli hefur með sér. Best er að draga umsóknina til baka, en ef það er ekki hægt á að flýta ferlinu sem mest má.

Það ætti ekki að þurfa langan tíma til að fá úr því skorið hvort og þá um hvað er hægt að semja. Ástæða þess að draga þurfi þetta á langinn er einungis til að vinna tíma.

Vinna tíma til að heilaþvo fólkið í landinu, vinna tíma til að aðlagast sem mest aðildinni. Það er jú það sem við erum komin inn í, aðlögun að reglugerðum ESB.

Því lengri tíma sem þetta tekur, því meiri kostnaður er við það.

Því lengri tíma sem þetta tekur, því nær færumst við regluverki ESB.

Því lengri tíma sem þetta tekur, þeim meiri áróðri er hægt að halda uppi um dásemdina í ESB.

Þegar af stað var farið var fólki talin trú um að hægt væri að fá samning, þannig að hægt væri að meta kosti og galla aðildar. Það talaði enginn um að við þyrftum að hefja aðlögunarferli samhliða viðræðum. Það talaði heldur enginn um að í raun væri ekki um neitt að semja, að minnsta kosti ekki til langs tíma. Þegar einstakir fulltrúar ESB bentu á þetta, þá voru þeir samstundis úthrópaðir sem slefberar andstæðinga ESB. Íslenskir sjálfskipaðir evrópufræðingar og misvitrir pólitíkusar vissu nú nokkuð betur en fulltrúar ESB! Jafn skjótt og umsókn hafði verið veitt móttöku af fulltrúum ESB, kom sannleikurinn í ljós. Þá þegar átti að draga umsóknina til baka.

Þegar af stað var farið var fólki talin trú um að þetta væri fyrst og fremst tollabandalag. Afskipti af innanríkismálum hvers aðildarríkis kæmi ekki til greina og aðildarþjóðirnar hefðu alltaf síðasta orðið.  Þegar menn efuðust og benntu á Lissabonsáttmálann töldu þessir Íslensku evrópusérfræðingar að sá sáttmáli breytti engu!

Hvað erum við að sjá núna?  ESB er að öðlast rétt sem þjóðríki hjá SÞ. Þar með mun utanríkisstefna ESB verða skilyrt hjá aðildarþjóðum ESB. Þetta tókst ESB í krafti Lissabon sáttmálans.

Sameiginleg efnahagsstefna innan ESB hefur verið hótað. Samkvæmt Lissabon sáttmálanum getur ESB ákveðið þetta einhliða og mun að öllum líkindum gera það. Í raun mun þá efnahgsstefna Þýskalands verða allsráðandi í allri Evrópu.

Viðurkenning á ESB sem þjóð innan Sameinuðu þjóðanna er í raun fyrst skrefið í að uppfylla Lissabon sáttmálann. Næsta skref verður væntanlega sameiginleg efnahagsstefna og að lokum mun sambandsríkið verða formlega sett á laggirnar! Lissabon sáttmálinn veitir evrópuþinginu mjög mikil völd, meir en nokkurntíman hefur þekkst innan tollabandalags. Reyndar eru völd þessa þings svo mikil að það getur í raun ákveðið sjálft hvert skal strefna! Því er nú svo komið að evrópuþingið getur framkvæmt þessa hluti í algerri andstöðu við vilja þjóðanna sem nú byggja þessi 27 lönd ESB.

Það er rétt að benda á að ef við göngum inn í ESB, munum við fá innan við  hálf prósent vægi á ESB þinginu. Til að hafa einhver áhrif yrðum við því að mynda bandalag við aðrar þjóðir með tilheyrandi hrossakaupum!!

Gunnar Heiðarsson, 16.7.2010 kl. 22:21

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar Heiðarsson.

Hver heldurðu að nenni að lesa þetta ENDALAUSA RUGL í þér?!

Þorsteinn Briem, 16.7.2010 kl. 23:48

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Merkilegt hvað ESB sinnar eru alltaf órökvissir og orðljótir. Þetta hef ég sagt í mörgum svörum enda eru hlutirnir alltaf í stíl hjá ESB sinnum. Engin rök - bara ljótt og niðrandi orðbragð.

Mjög merkilegt að mínu mati.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.7.2010 kl. 00:09

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Utanríkisráðherra 14.6.2010: Samtals 768 milljóna króna kostnaður í ár og á næsta ári vegna umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu

En hér verður að sjálfsögðu einnig að taka tillit til þess hversu mikið Íslendingar GRÆÐA ÁRLEGA á að vera í Evrópusambandinu.

Um 384 milljóna króna kostnaður hér á ári á tveimur árum við samning um aðild Íslands að Evrópusambandinu er engan veginn mikill í ljósi þess að beinn kostnaður Íslands vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) er um fjórum sinnum meiri á ári, eða 1,4 milljarðar króna árið 2007.

Og
Samtök iðnaðarins töldu árið 2002 að kostnaður í íslenska hagkerfinu minnkaði um allt að 44 milljarða króna á ári við aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru.

Þorsteinn Briem, 17.7.2010 kl. 00:13

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta er NÝBÚIÐ að koma hér fram, þannig að það er ekkert annað en HEIMSKA að halda öðru fram.

Þorsteinn Briem, 17.7.2010 kl. 00:15

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ég tek undir með Lísu Björk Ingólfsdóttur hér að ofan að það er hörmung að lesa hér ítrekað skítaorbragðið og óhroðann sem vellur út úr öfgafyllstu ESB innlimunarsinnunum í okkar garð sem erum þeim ekki sammála

Steini Briem gefur það hér svona í skyn að Gunnar Heiðarsson eigi ekkert heima hér á blogginu því að hann þyrfti að fara inná geðdeild vegna ruglskrifa sinna eins og hann orðar það.

Hjá SOVÉTTINU höfðu þeir það þannig að þeir sem efuðust eða andæfðu "hinu fullkomna og óskeikula kerfi" Commízararáðana voru dæmdir geðveikir og sendir í einangrun og endurhæfingu í Gulaginu.

Ekki kæmi mér á óvart að ESB stórríkið þróaðist á mjög svipaðan hátt, með öll sín óskeikulu commizararáð og nefndir sem allar miða að stjórnsýslulegri fullkomnun og staðlaðaðri mannlegri fullkomnun alveg eins og SOVÉTT apparatið hélt að það væri að gera.

Alla vegana er ESB apparatið þegar búið að koma sér upp sérstakri vopnaðri öryggis- og njósnalögreglu, svona eins konar STASÍ.

Þessi öryggislögregla gætir sérstaklega öryggis helsu silkihúfa sambandsins dag og nótt en hefur einnig það hlutverk að njósna um svona hættulega menn eins og Daniel Hannan sem taldir eru andófshópur og hættulegir hinni svokölluðu "Evrópuhugsjón" og "samrunaferlinu".  Ekkert bendir til annars annars en að þessi sérstaka öryggis- og njósnalögregla þróist eitthvað öðruvísi en hjá öðrum stórveldum.  Verði svona einskonar leynilegt ríki í Stórríkinu hafið yfir allt og alla og lög og reglur líka.

Því hjá svona apparötum "helgar tilgangurinn alltaf meðalið".

Þess vegna kemur það ekki á óvart að þessi sérstaka ESB öryggislögregla hefur þegar orðið uppvís að ofbeldi og ólöglegum handtökum og margs konar brotum á mannréttindum.

Kanski þeir sú komnir hingað til lands til þess að njósna  og jafnvel komnir með einhverja ofstopafulla ESB sinna á mála hjá sér.

Það er ekkert sem kemur mér lengur á óvart þegar valdagírug ESB klíkan og spillta VALDA ELÍTAN þeirra er annars vegar. 

Gunnlaugur I., 17.7.2010 kl. 09:39

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vendetta:

"Það verða ekki sex þingmenn frá Íslandi. Malta er fjölmennara ríki en Ísland og er með fimm þingmenn. Ísland fengi sennilega fjóra þingmenn."

RANGT.

Samkvæmt Lissabon-sáttmálanum fær hvert aðildarríki Evrópusambandsins að lágmarki sex þingmenn á Evrópuþinginu.

"Under the Treaty of Lisbon there will be 751 members (however, as the President cannot vote while in the chair there will only be 750 voting members at any one time)
.

In addition, the maximum number of seats allocated to a state will be lowered to ninety-six, from the current ninety-nine, and the minimum number of seats will be raised to six, from the current five.


European Parliament
- Wikipedia


REYNIÐ að halda ykkur við STAÐREYNDIR í stað þess LJÚGA hér blákalt hvað eftir annað og halda hér
ENDALAUSAR pólitískar ræður í anda Fidels Castro á Kúbu.

Sannleikurinn er GREINILEGA ekki ykkar hjartans mál.

Þorsteinn Briem, 17.7.2010 kl. 09:57

9 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þegar ESB innlimunarsinnar eru annarsvegar þá er sannleikurinn ávallt á undanhaldi og jafnvel breytilegur.

Þeirra undanhald er svo hrikalegt að þeirra STÓRI sannleikur hefur oftar en ekki orðið að LYGI !

Samanber:

ÞETTA HEFÐI ALDREI GETAÐ GERST HEFÐUM VIÐ VERIÐ Í ESB OG MEÐ EVRU !

Gunnlaugur I., 17.7.2010 kl. 11:08

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins töldu árið 2002 að kostnaður í íslenska hagkerfinu minnkaði um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru.

"Vergar þjóðartekjur (GNI) á Íslandi árið 2005 voru 977 milljarðar króna og því má áætla að ef Ísland gengi í ESB gætu heildargreiðslur ríkissjóðs til ESB orðið um 10,5 milljarðar króna á ári (þ.e. 1,07% af 977 milljörðum króna) en að hámarki um 12,1 milljarðar króna á ári."

"En hafa verður í huga að stór hluti þess fjármagns sem greitt er til ESB mun skila sér til baka til þjóðarbúsins í styrkjum til landbúnaðar, uppbyggingarverkefna og rannsóknar- og þróunarverkefna.

Í því sambandi má nefna að 86% af tekjum ESB árið 2002 skiluðu sér aftur til aðildarríkjanna í styrkjum og þar af fóru 46% til landbúnaðar, 34% til uppbyggingarverkefna og 6% til rannsóknar- og þróunarverkefna og annarra innri málefna."

[Af 12,1 milljarði króna eru 86% um 10,4 milljarðar króna og mismunurinn er 1,7 milljarðar króna.]

Nýju aðildarríkin
, auk Portúgals, Grikklands, Írlands og Spánar, fá hins vegar meiri greiðslur frá ESB en þau greiða til sambandsins."

Beinn kostnaður Íslands vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið
(EES) var um 1,4 milljarðar króna árið 2007 og 1,7 milljarðar króna að frádregnum 1,4 milljörðum króna eru allt að 300 milljóna króna kostnaður íslenska ríkisins á ári vegna aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

En
kostnaður í íslenska hagkerfinu minnkar um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að sambandinu og upptöku evru.

Sjá hér töflu 2.4 á bls. 51 um árlegan kostnað íslenska ríkisins vegna EES-samningsins:

Ísland og Evrópusambandið - Evrópunefnd

Þorsteinn Briem, 17.7.2010 kl. 11:15

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLENSK SVEITARFÉLÖG Í EVRÓPUSAMBANDINU.

Rúmlega þriðjungi af fjárlögum Evrópusambandsins, rúmlega 347 milljörðum evra, verður varið til byggðamála á tímabilinu 2007-2013.


Byggðaþróunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.


Samstöðusjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.


Aðlögunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.


Félagsmálasjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.


Landbúnaðarsjóður.

Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hinsvegar styrki til dreifðra byggða.


Styrkir til sjávarbyggða.

Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:

• Aðlögun flotans.

• Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.

• Veiðistjórnun og öryggismál.

• Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla að fjölbreyttari atvinnuvegum.


Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 17.7.2010 kl. 12:41

13 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

ATH: Viljum minna á að fólk haldi sig innan siðsemismarka á blogginu. "Plís"!!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 17.7.2010 kl. 14:09

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLAND OG UPPTAKA EVRU.

Ísland GÆTI fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu, til dæmis í ársbyrjun 2013,
og tekið upp evru tveimur árum síðar, í ársbyrjun 2015, um leið og Pólland, EFTIR FJÖGUR OG HÁLFT ÁR.

Fyrst þarf hins vegar að semja um aðild Íslands að sambandinu, kynna hér aðildarsamninginn vel og halda loks þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn.

Eistland fékk aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, tveimur mánuðum síðar.


Eftirspurn er nú lítil hérlendis miðað við árin fyrir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008, verðbólgan var komin niður í 7,5% nú í maí og 5,7% í júní, en Seðlabanki Íslands spáir hér 3% verðbólgu á næsta ári og 2% árið 2012.


Verðbólgu- og stýrivaxtamarkmiðið varðandi upptöku evru ætti því að nást hér árið 2012 en nú eru hér 8% stýrivextir.

Stefnt er að því að hér verði heildarjöfnuður ríkissjóðs orðinn jákvæður
á árinu 2013 og til lengri tíma litið verði skuldsetning ríkissjóðs ekki meiri en 60% af vergri landsframleiðslu.

Fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans í júní 2010


14.6.2010: Svar viðskiptaráðherra á Alþingi um upptöku evru


Þjóðhagsáætlun fyrir árið 2010


Maastricht-skilyrðin


"Successful participation in ERM II for at least two years is considered as confirmation of the sustainability of economic convergence and that the Member State can play a full role in the euro-area economy."

Who can join the euro area and when?


Gengissamstarf Evrópu - ERM II


15.3.2010: Fyrirspurn á Alþingi um upptöku evru


"Hins vegar skiptir grundvallarmáli að skuldirnar munu fara minnkandi ef ríkisstjórnin og Alþingi halda sig innan áætlunar í ríkisfjármálum og verða nærri 85% af landsframleiðslu árið 2014
, sem verður nokkuð nálægt eða jafnvel undir meðaltali í Vestur-Evrópu. [...]

Við þetta má bæta að þótt viðmiðin miðist við vergar eða brúttóskuldir er staða Íslands enn betri í erlendum samanburði ef eingöngu er horft til hreinna skulda.


Það er fyrirsjáanlegt að árið 2014 verður staða Íslands líklega betri en landa Evrópusambandsins og
raunar betri en í öðrum löndum sem við horfum oft til, til dæmis Bandaríkjanna, svo ekki sé nú minnst á Japan sem á við mestan vanda allra landa að stríða núna.

Þá er ekki horft til þess að skuldbindingar utan efnahagsreiknings eru litlar hérlendis. Í mörgum löndum eru þær verulega íþyngjandi og raunar má halda því fram með góðum rökum að íslenska ríkið eigi eignir utan efnahagsreiknings."


14.6.2010: Svar viðskiptaráðherra á Alþingi um upptöku evru

Þorsteinn Briem, 17.7.2010 kl. 14:11

15 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

...hverjir kalla hverja landráðamenn og kvislinga? Fyrir það eitt að "fíla" ESB og hugmyndafræði þess! Komm on!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 17.7.2010 kl. 14:33

16 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hugmyndafræði er bara góð ef hún virkar.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.7.2010 kl. 15:12

17 Smámynd: Gunnlaugur I.

Einmitt Lísa Björk.

En hugmyndafræði ESB valadapparatsins og þeirrar spilltu valdaelítu allrar virkar alls ekki.

Ekki frekar en að SOVÉT kommúnisminn gekk alls ekki upp !

Þess vegna eru bæði þessi hugmyndakerfi öskuhaugamatur, en mannkynið má samt ýmislegt læra af þeim báðum !

Gunnlaugur I., 17.7.2010 kl. 16:38

18 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hugmyndafræðin lítur að einni alsherjar miðstýringu á mörgum mismunandi hagkerfum. Vegna breytileika þeirra er nánast ógerlegt að bendla þau öll við sömu lög og lagabálka. Það er líka ekki gáfulegt að tengja þau öll í sama myntkerfi og allsherjar fjármálastjórn frá Brussel. Evra hefur mismikið virði milli landa þó svo allt sé þetta evra. Í stað gengismunar er kominn virðismunur. Og honum er mun erfiðara að stjórna, sér í lagi þegar viðkomanid land hefur ekki lengur stjórn á eigin gjaldmiðli. Það á ekki að þurfa að lesa lagabálkana, loforðin og reglugerðirnar sundur og saman til að átta sig á því að hagfræðilega séð gengur þetta ekki upp. Til þess yrðu öll þessi hagkerfi að geta unnið sem ein heild, sem þau gera ekki.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.7.2010 kl. 17:33

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hugmyndafræði Gunnlaugs fyrsta gengur út á að búa á Spáni og selja Spánverjum kínverskar vörur, plastafsteypur af Kínamúrnum eins og hann leggur sig.

Flest Evrópuríki, sem geta verið í Evrópusambandinu, eru nú þegar í sambandinu og enn fleiri eru á leiðinni í sambandið.

Og það sýnir að sjálfsögðu að hugmyndafræði Evrópusambandsins virkar mjög vel.


En hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins hefur hvergi virkað og flokkurinn vill nú helst eiga viðskipti við kínverska kommúnistaflokkinn.

Þorsteinn Briem, 17.7.2010 kl. 17:36

21 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hverskonar eiginlega rök voru þetta?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.7.2010 kl. 17:48

22 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hefur þú einhverja minnstu hugmynd um hagfræði og markaðsöfl? Eða eru rök þín eingöngu það sem þú lest og kóperar frá öðrum ESB sinnum?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.7.2010 kl. 17:49

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það eru RÖK sem þú skilur ekki, enda skilur þú engin RÖK.

Þorsteinn Briem, 17.7.2010 kl. 17:50

24 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Auðvitað mun það vera þín skoðun Steini. Ég skil rök - en ekki þín rök, þar hittirðu alveg naglann á höfuðið.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.7.2010 kl. 17:54

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú skilur ENGIN RÖK.

Ég er með háskólamenntun í hagfræði, hef búið í Svíþjóð, Eistlandi og Rússlandi, verið á sjó og blaðamaður á Morgunblaðinu í mörg ár og gaf þar út sérblað um sjávarútveg ásamt Hirti Gíslasyni.

Við skrifuðum þar um veiðar, vinnslu, vélar, tækni og markaðsmál og fórum út um allan heim til að kynna okkur erlendan sjávarútveg og markaðsmál.

Þar að auki hef ég stundað nám í lögfræði við Háskóla Íslands, búið í áratug í sveit, þar sem ég vann við landbúnað, og á Akureyri, í Hnífsdal, Reykjavík og Grindavík, þar sem ég starfaði við sjávarútveg, ef þér kemur það við.


Þorsteinn Briem, 17.7.2010 kl. 18:05

26 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Reyndar ekki - en fyrst þú varst nú svo yndæll að útlista hæfileikum þínum þá þætti mér vænt um ef þú útskýrðir fyrir aumingjans viðskiptafræðingsræflinum t.d. hvernig nýtingarréttur breytist í eign samkvæmt hefðareglunni. Þar á ég við um t.d. auðlindir.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.7.2010 kl. 18:09

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég veitti Vilborgu G. Hansen upplýsingar um þessi mál nú í mars og hvatti hana til að fara í auðlindafræði í Háskóla Íslands í haust, sem hún ákvað svo að gera.

Vilborg er í Sjálfstæðisflokknum, með netfangið vghansen@hotmail.com og símanúmerið 895 0303.

Þorsteinn Briem, 17.7.2010 kl. 18:27

28 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég þekki Vilborgu ágætlega. Hvað best ég veit lýst henni ekkert á þau mál sem nú eru að koma uppá yfirborðið - m.a. varðandi þessi mál.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.7.2010 kl. 18:32

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það þarf margt að laga í þessu blessaða samfélagi okkar, Lísa skvísa.

Þorsteinn Briem, 17.7.2010 kl. 18:41

30 Smámynd: Gunnlaugur I.

Steini Briem kominn með enn eitt hroka æðiskastið og farinn að vitna í ferilinn og sína ofur menntun og gríðarlegu yfirgripsmilu starfsreynslu.

Ekki trúi ég að Hjörtur Gíslason fyrrverandi yfirmaður hans á "Verinu" hjá Mbl sé honum sammála í ESB yfirlætinu og hrokanum. 

Steini Briem er eiginlega bara vorkunn og hann er haldinn ESB maníu á mjög háu stigi og í rauninni brjóstumkennanlegur ESB öfgamaður.  

En Lísa Björk, þú ferð samt einstaklega vel og snilldarlega að honum þó svo það virðist bara fara í pirrurnar á honum, eins og svo oft áður, þá þolir hann ekkert mótlæti. 

Gunnlaugur I., 17.7.2010 kl. 18:47

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur fyrsti.

Ef einhver er brjóstumkennanlegur ert það þú, síveinandi eins stunginn grís niðri á Spáni, með eilífan sólsting.

Þykist ALLT vita um Evrópusambandið en veist EKKI NEITT,

Afrek þín eru ENGIN á nokkru sviði.

Þorsteinn Briem, 17.7.2010 kl. 19:08

32 Smámynd: Gunnlaugur I.

Steini minn, þessi yfirgengilegi hroki þinn er óforbetranlegur !

Gunnlaugur I., 17.7.2010 kl. 19:16

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur fyrsti.

Mér er nákvæmlega sama hvað þér FINNST um mig og alla aðra í heiminum.

STAÐREYNDIN er hins vegar sú að þú ert RUGLUDALLUR sem enginn tekur mark á, ekki einu sinni geðdeildin í Sjálfstæðisflokknum, enda veistu akkúrat EKKERT um Evrópusambandið.

Þorsteinn Briem, 17.7.2010 kl. 19:21

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar ég var blaðamaður á Morgunblaðinu hafði blaðið nú aðrar skoðanir á sjávarútvegsmálunum en það hefur nú, enda komið í eigu sægreifanna.

Og ég var hættur á Morgunblaðinu þegar það hætti að gefa út sérblað um sjávarútvegsmál, komið út í Móa og Hjörtur Gíslason látinn hætta á blaðinu.

Þorsteinn Briem, 17.7.2010 kl. 19:36

35 Smámynd: Gunnlaugur I.

Fæst orð bera minnsta ábyrgð, ég segi ekki meir. 

Vona að þú eigir gott kvöld Steini minn mér finnst þú alveg eiga það skilið eftir allt sem þú hefur gengið í gegnum. 

Gunnlaugur I., 17.7.2010 kl. 19:36

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hef það alltaf fínt og það var nú ekki mikil þrekraun að vera blaðamaður á Morgunblaðinu, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 17.7.2010 kl. 19:43

37 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hahahahaha já þetta var best.

Ég hefði verið til í að vera á staðnum. Bara til þess að sjá andlitið á stuttbuxnadrengunum og NEI-sinnum þegar hann sagði að best væri að klára ferlið.  

Sleggjan og Hvellurinn, 17.7.2010 kl. 19:50

38 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

Hannan var hér í einkaerindum og féllst á að halda fyrirlestur, eru þið ekki alltaf að biðja um upplýsta umræðu.

Hvað er svona óábyrgt við að draga til baka umsókn sem var laminn í gegnum þingið gegn betri vitund þingmanna og án samþykktar þjóðarinnar.

Ætlið þið aldrei að nota nein rök, bara ráðast á menn. Hvaða máli skiptir það hvort Elliði bæjarstjóri hafi verið að kynna sér rök gegn ESB, er það ekki bara af hinu góða að menn nenni að gera vinnuna sína og vera vel kunnugir um samfélagsmál.

Hjalti Sigurðarson, 18.7.2010 kl. 13:20

39 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjalti Sigurðarson.

Ályktun flokksþings framsóknarmanna í fyrra um aðildarviðræður við Evrópusambandið:

"Markmið

Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar.

Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu.

Skilyrði


• Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti aðildarsamnings.

• Staðfest verði að Íslendingar einir hafi veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.

• Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.

• Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.

• Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna.

• Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.

• Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.

• Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.

• Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB."

Ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um aðildarviðræður við Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 18.7.2010 kl. 14:04

40 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu liggur að sjálfsögðu ekki fyrir og ekki er hægt að vera með skoðanakannanir um samning sem ekki er til.

Skömmu fyrir alþingiskosningarnar í fyrra reiknaði enginn með að Borgarahreyfingin fengi mann kjörinn á Alþingi en hún fékk fjóra menn kjörna og nú hefur Borgarahreyfingin engan þingmann.

Og fyrir nokkrum mánuðum hvarflaði ekki að nokkrum manni að Jón Gnarr gæti orðið borgarstjóri í Reykjavík.

Allir hefðu
hlegið að slíkum vangaveltum.

Í febrúar í fyrra voru samkvæmt skoðanakönnunum 38% vinstri grænna hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu og 56% hlynnt viðræðum um aðild að sambandinu.

Viðhorf Íslendinga til Evrópusambandsins - Febrúar 2009

Þorsteinn Briem, 18.7.2010 kl. 15:06

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þingmenn í Samfylkingunni, Vinstri grænum og Framsóknarflokknum, ítem Þráinn Bertelsson, greiddu atkvæði með umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Samþykkt á Alþingi 16. júlí í fyrra
: 33 þingmenn sögðu já en 28 nei og 2 greiddu ekki atkvæði. (Gunnar Bragi Sveinsson sagði nei.)


Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 18.7.2010 kl. 15:35

42 Smámynd: Guðjón Eiríksson

eini Briem, 18.7.2010 kl. 10:50

Daníel Hannan er Samveldissinni.

Hann saknar þess tíma þegar Bretland var heimsveldi.

Hann vill sjá veldi þess rísa á ný.

Hann vill að Bretland segi sig úr ESB.

Hann vill endurreisa gamla Breska samveldið.

Honum mun ekki verða að ósk sinni.

Guðjón Eiríksson, 19.7.2010 kl. 10:56

43 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Afsaki fyrstu línuna hún átti ekki að vera þarna :-)

Guðjón Eiríksson, 19.7.2010 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband