Leita í fréttum mbl.is

Samdráttur í afla og verðmæti

ÞorskurHagstofa Íslands birtir í dag áhugaverðar tölur um fiskaflann/fiskveiðar. Fréttin hefst svona:

"Afli á föstu verði
Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júlímánuði, metinn á föstu verði, var 13,2% minni en í júlí 2009. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 13% miðað við sama tímabil 2009, sé hann metinn á föstu verði.

Afli í tonnum
Aflinn nam alls 116.820 tonnum í júlí 2010 samanborið við 160,132 tonn í sama mánuði árið áður."

Hér er öll fréttin  Einnig er áhugavert graf hér, sem tengist þessu.

Þetta sýnir auðvitað að fiskiauðlindin er takmörkuð og hana ber að passa. Þess vegna eru niðurstöður úr viðræðum Íslands og ESB um sjávarútvegsmál svo mikilvægar og mikilvægt að góður samningur náist, rétt eins og Adolf Guðmundsson, frá LÍÚ, benti á um daginn á rás 2.

Það er þekkt staðreynd að innan sjávarútvegsins verða EKKI til þau 3000 störf á ári, sem þarf að skapa komandi kynslóðum atvinnu. Þau þarf að skapa annarsstaðar.

Atvinnustefna framtíðar þarf að taka þetta með inn í reikninginn. Efla þarf rannsóknir og þróunarvinnu, atvinnugreinar sem byggja á þekkingu á hugviti.  

Þetta er m.a. hægt að gera með aukinni samvinnu við Evrópuþjóðir. ESB-ríkin (og ESB) veita árlega yfir 200 milljörðum Evra (1.85% af BNP/VLF í ESB) í rannsóknir og þróun, sem m.a. við höfum notið góðs af. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þessi störf þarf að skapast í tækni og þekkingargeiranum. T.d fyrirtæki einsog CCP og Össur HF. Þetta eru fyrirtæki sem eru að ráða starfsmenn á fullu.

Þess má geta að forstjórar beggja fyrirtækjanna sem ég nefndi eru miklir stuðningsmenn evrópusambandsins. Þeir vilija stöðugleika og trausta mynt..... annars neyðast þeir til þess að flytja höfuðstöðvar úr landi.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.8.2010 kl. 12:49

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Stundum hefur maður á tilfinningunni að útópía NEI-sinna er að Ísland verði einhverskonar bænda og sjómannasamfélag sem stunda engöngu þessar greinar. Enda litast umræðan alltaf af afkomu þessara tveggja greina........ þ.e NEI sinnar segja að ESB mun stúta báðar greinarnar.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.8.2010 kl. 12:51

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

og ekkert mun koma í staðinn.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.8.2010 kl. 12:51

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Vísbendingar eru þær að sjávarútvegur Íslendinga sé á hnignunarstigi. Miðin eru fullnýtt, frekari afli síld, loðna og makríll ekki innan seilingar. Aukin "hagræðing" krefst fækkunar vinnandi handa. Skuldsetning greinarinnar er þvílík að vaxtarmöguleikar fyrirtækjanna eru takmarkaðir um langt skeið framundan. Helstu sóknarfærin væri að vinna aflann heima fyrir í stað þess að senda hráefnið beint úr landi. Það er ekki hægt nema með ESB aðild.

Gísli Ingvarsson, 13.8.2010 kl. 13:04

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Áhugavert að skoða þetta línurit þarna.  Vantar kolmunnan inní þetta.  Stútuðu honum nú á nó tæm.

Líka bara svona - hvað það er stutt síðan að farið var að veiða loðnu að ráði  og hversu geipilegt magn er um að ræða.

Menn er að vanmeta þetta held eg.  Margbúinn að vara menn við þessu.  Svo fullkomnar græjur og öflug skip, að það þarf ekkert að segja mér að svona hafi ekki áhrif.  Já já, miðin eru stór umhverfisl ísland.  En það er bara alveg sama.  Smá saman hefur þetta áhrif,  þessar stórviku vinnuvélar,  bæði vegna sjálfra veiðanna og líka (það vanmeta menn aðallega) truflunin sem lífríkið verður fyrir af þessu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.8.2010 kl. 15:15

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í engu öðru póstnúmeri á landinu eru skapaðar meiri gjaldeyristekjur en 101.

Í 101 Reykjavík eru um 630 fyrirtæki og póstnúmeri 105 (Hlíðum og Túnum) um 640. Í þessum tveimur póstnúmerum eru því um 1.300 fyrirtæki.

Í 101 Reykjavík eru um 7.400 heimili, í póstnúmeri 107 um fjögur þúsund og póstnúmeri 105 um 6.600. Samtals eru því í göngufjarlægð frá Kvosinni um átján þúsund heimili og þar búa um 40 þúsund manns, þriðjungur allra Reykvíkinga, sem eru um 118 þúsund.

Í póstnúmeri 101 búa 15 þúsund manns, í 107 um 9.300 og í 105 um 15.800. Og Seltirningar eru 4.400 en þeir vinna flestir og stunda nám í miðbæ Reykjavíkur.

Á svæðinu frá Gömlu höfninni að Nauthólsvík eru nú til að mynda Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Landspítalinn, Hótel Loftleiðir, Umferðarmiðstöðin, Norræna húsið, Þjóðminjasafnið, Ráðhúsið, Alþingi, Menntaskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn í Reykjavík, Stjórnarráðið, Seðlabankinn, Borgarbókasafnið, Kolaportið, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands og nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa.

Þar að auki er í Kvosinni fjöldinn allur af veitingastöðum, skemmtistöðum, krám, verslunum og bönkum.

Til landsins kemur nú árlega rúmlega hálf milljón erlendra ferðamanna, um 1.500 manns á dag að meðaltali, og þeir fara langflestir í Kvosina vegna þess að hún er miðbærinn í Reykjavík en ekki til að mynda Kringlan.

Í Kvosinni, á Laugaveginum, sem er mesta verslunargata landsins, og Skólavörðustíg dvelja erlendir ferðamenn á hótelum, fara á veitingahús, krár, skemmtistaði, í bókabúðir, plötubúðir, tískuverslanir, Rammagerðina í Hafnarstræti og fleiri slíkar verslanir til að kaupa ullarvörur og minjagripi, skartgripi og alls kyns handverk.

Margar af þessum vörum eru hannaðar og framleiddar hérlendis, til að mynda fatnaður, bækur, diskar með tónlist og listmunir. Og í veitingahúsunum er selt íslenskt sjávarfang og landbúnaðarafurðir, sem eru þá í reynd orðnar útflutningsvara.

Allar þessar vörur og þjónusta er seld fyrir marga milljarða króna á hverju ári, sem skilar bæði borgarsjóði og ríkissjóði miklum skatttekjum.

Þar að auki fara erlendir ferðamenn í hvalaskoðunarferðir frá gömlu höfninni í Reykjavík. Þar er langmestum botnfiskafla landað hérlendis og jafnvel öllum heiminum, um 87 þúsund tonnum árið 2008, um tvisvar sinnum meira en í Grindavík og Vestmannaeyjum, fimm sinnum meira en á Akureyri og fjórum sinnum meira en í Hafnarfirði.

Við gömlu höfnina og á Grandagarði eru til að mynda fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækin Grandi og Fiskkaup, Lýsi og CCP sem selur útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði sem myndi duga til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hérlendis laun og launatengd gjöld.

Hvergi í heiminum eru því að öllum líkindum skapaðar jafn miklar tekjur á hvern vinnandi mann og í 101 Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 13.8.2010 kl. 15:25

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

Nei það er enginn "útopía" í gangi hjá okkur sem höfnum ESB helsinu.

Við styðjum alla heilbrigða og framsækna uppbyggingu íslensks atvinnulífs. við viljum ekki inní moldarkofana og við viljum opið og lýðræðislegt samfélag sem á viðskipti við sem víðast um heiminn.

Sem betur fer hafa hátæknigreinar af margvíslegu tagi átt mjög auðvelt með að skjóta hér farsælum rótum og dafna vel og það þrátt fyrir að við værum ekki í ESB og ekki heldur með Evru.

Nú hjálpar krónan þessum fyrirtækjum og öðurm útflutningsfyrirtækjum gríðarlega mikið og útflutningur í þessum greinum hefur aldrei verið meiri og öflugri en einmitt nú.

Alveg sama hvað líður persónulegum skoðunum 2ja forstjóra sem þið nefnið.

Ég þekki framámenn í þessum geira sem eru algerlega andvígir ESB aðild og segja hana jafnvel gæti hamlað möguleikum í uppbyggingunni. 

Þessi fyrirrtækja geiri hefur á skömmum tíma vaxið upp og orðið að myndarlegum skógi sem hér hefur einmitt vaxið upp af því hann grær í frjórri jörð.

Sannarlega ánægju efni en hefur ekkert með ESB aðild eða ekki ESB aðild að gera.

Skattar á fyrirtæki eru lægri hér en víðast hvar annars staðar á ESB svæðinu, þannig að þessi fyrirtæki búa hér við kjöraðstæður í litlu landi með stóra og bjarta framtíð sem sjálfstætt og fullvalda ríki án ESB tilskipanafargans eða ESB helsis.

Gunnlaugur I., 13.8.2010 kl. 15:31

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

14.3.2009:

"Orkufyrirtækin sáu sér hag í því að fá þessa starfsemi til landsins og lögðu fram tæplega 1,5 milljarða króna í hlutafé í Farice og ríkið lagði fram tæpar 400 milljónir króna.

Í fjárlögum þessa árs er síðan heimild fyrir ríkið að ábyrgjast 5 milljarða króna lán vegna sæstrengsins og hefur það auðveldað fjármögnun."

Fréttaskýring Morgunblaðsins: Tekjur af sæstrengnum Danice

Þorsteinn Briem, 13.8.2010 kl. 15:33

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.10.2009:

"Síminn hefur nú tekið í notkun útlandatengingu um nýja Danice sæstrenginn sem liggur á milli Íslands og Danmerkur. Eftir þessa stækkun hefur Síminn um það bil tvöfaldað bandbreiddina til og frá Íslandi frá því í byrjun þessa árs. [...]

Hinir þrír sæstrengirnir eru Farice, Cantat-3 og Greenland Connect en Síminn tengdist þeim síðastnefnda fyrir nokkrum vikum um Grænland og vestur um haf."

Bandbreiddin tvöfölduð

Þorsteinn Briem, 13.8.2010 kl. 15:37

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Raforkuvinnsla hérlendis árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%. Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.

Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann en áður hafði hún verið mest í Noregi
.

Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju hér verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.

Jarðvarmavirkjanir
framleiddu um 30% af raforkunni hér árið 2007.

Raforkunotkun á Íslandi 2008

Raforkuspá fyrir tímabilið 2008–2030


Noregur
er um fjórum sinnum stærri en Ísland og þar búa einnig fjórum sinnum fleiri íbúar á hvern ferkílómetra en hérlendis. Bæði löndin eru mjög strjálbýl og Noregur er þar í 211. sæti í heiminum en Ísland í 231. sæti.

Röð landa eftir þéttleika byggðar

Þorsteinn Briem, 13.8.2010 kl. 15:44

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útflutningur okkar á vörum og þjónustu hvílir á þremur stoðum, iðnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.

Árið 2009
fluttum við út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Gjaldeyristekjur
okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010

Þorsteinn Briem, 13.8.2010 kl. 15:57

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2009:

Tíu tölvuleikjaframleiðendur hérlendis stofna samtök.

"Á Íslandi starfa um 300 manns við þróun, markaðssetningu og sölu á tölvuleikjum. Mikill vöxtur hefur verið í þessum geira síðasta ár, þrátt fyrir niðursveiflu í öðrum greinum.

Sameiginlegar tekjur leikjafyrirtækja í ár stefna í rúmlega 10 milljarða króna og flest leita þau að starfsfólki til að mæta aukinni eftirspurn.

Stærstu fyrirtækin eru CCP, sem rekur
EVE Online og hefur tvo aðra leiki í þróun, Betware, sem þróar lausnir fyrir happdrætti, og Gogogic, sem smíðar iPhone og fjölspilunarleiki.

Auk þeirra eru smærri fyrirtæki í vexti."

Rúmlega tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hérlendis árið 2009

Þorsteinn Briem, 13.8.2010 kl. 16:13

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.8.2010 (í gær):

Erlendum ferðamönnum fjölgar

Þorsteinn Briem, 13.8.2010 kl. 18:17

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 13.8.2010 kl. 18:24

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

13.8.2010 (í dag):

Verulegur bati hjá Icelandair

Þorsteinn Briem, 13.8.2010 kl. 18:35

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 13.8.2010 kl. 19:30

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takið þið "Evrópusinnar" afstöðu með okkur Íslendingum í makríl-málinu? Nei, áreiðanlega ekki! Þið eruð augljósir, gagnsæ er ykkar hækjuhugsun gagnvart Brussel-valdinu.

Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 14:22

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

"ÞJÓÐERNISOFSTÆKI.

Ofstæki sem stafar af ríkri þjóðerniskennd og birtist í tillitslausri baráttu fyrir meira og minna ímynduðum hagsmunum þjóðar.
"

(Íslensk orðabók Menningarsjóðs.)

Þorsteinn Briem, 14.8.2010 kl. 20:37

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjón gera SAMNING, ganga í hjónaband og deila hluta af fullveldi sínu en eru samt SJÁLFSTÆÐIR einstaklingar.

Og ALLIR hafa BÆÐI réttindi og skyldur.

Við Íslendingar gerðum SAMNING við Dani, Sambandslagasamninginn, sem samþykktur var hér í þjóðaratkvæðagreiðslu, og Ísland varð SJÁLFSTÆTT og fullvalda ríki 1. desember 1918.

Í þeim SAMNINGI, sem við Íslendingar gerum nú VIÐ DANI og aðrar þjóðir í Evrópusambandinu, fá íslensk fiskiskip AÐ SJÁLFSÖGÐU að veiða í samræmi við núgildandi aflakvóta og veiðireynslu.

Og AÐ SJÁLFSÖGÐU verður gerður SAMNINGUR um aflakvóta íslenskra skipa úr makrílstofninum, rétt eins og öðrum flökkustofnum, til að mynda loðnu, norsk-íslenskri síld og kolmunna.

Það væri nú lítið vit í að ofveiða makríl eins og norsk-íslensku síldina á sínum tíma.

Þorsteinn Briem, 14.8.2010 kl. 20:42

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

ESB-menn neituðu að gera samning um makrílveiðar við Íslendinga og Færeyinga, þegar slíkur samningur hefði þó orðið hagstæður fyrir Brusselmenn, því að nú hefur makrílgangan jafnvel þrefaldazt að magni til miðað við í fyrra. ESB hefur sýnt okkur einberan HROKA í þessu máli, lætur sem það eigi makrílstofninn, sem kærði sig ekki um að vera lengur í ESB-lögsögu, og sjávarútvegsstjóri ESB hefur nú uppi hótanir, en þið þegið auðvitað yfir því, þið gagnrýnið ekki Stóru-Mömmu í Brussel.

Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 21:20

21 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Makríll hefur hingað til ekki gengið í íslenska lögsögu. Þó svo að makríll hafi gengið síðustu tvö ár í íslenska lögsögu, þá þýðir það ekki að svo verði um alla framtíð.

Jón Frímann Jónsson, 15.8.2010 kl. 15:40

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og hvað með það? Þá er bara að taka því. En Brussel-ofríkismenn ætla sér ekki að taka því, að Íslendingar veiði makríl í sinni eigin fiskveiðilögsögu! Og hvert er viðbragð ykkar í Evrópusamtökunum? Standið þið ekki með ykkar eigin landi – er það ykkur "vísýnu alþjóðasinnunum" um megn?

Af hverju takið þið ekki undir með samherja ykkar Ólafi Stephensen sem ritar 11. þ.m. leiðara um þetta mál í Fréttablaðið: Ósvífni ESB, sem byrjar þannig: "Evrópusambandið og Noregur hafa nú í hótunum við Ísland og Færeyjar vegna ákvörðunar landanna um að skammta sér einhliða makrílkvót," – segir seinna: "Réttur Íslands sem strandríkis til að veiða úr þeim fiskistofnum, sem finnast innan lögsögunnar, er ótvíræður. Stjórnvöldum í ESB og Noregi ferst að tala um óábyrga umgengni við auðlindina; sjálf hafa þau ekki farið eftir tillögum vísindamanna um heildarafla," – ennfremur segir Ólafur: " Kröfur útgerðarmanna í Noregi og ESB-ríkjum um löndunar- eða viðskiptabann á Ísland og Færeyjar væru líka brot á alls konar alþjóðasamningum og litlar líkur á að á þær verði hlustað."

Bendi líka á þessa grein: Blekking um ESB og deilistofna.

Jón Valur Jensson, 15.8.2010 kl. 17:05

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

... "víðsýnu ...

Jón Valur Jensson, 15.8.2010 kl. 17:07

24 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Íslendingum ber að fara eftir alþjóðasáttmálum um fisk eins og Makríl og gefa ekki út kvóta í honum, eins og gert hefur verið.

Þetta er ekki eins einfalt og Ólafur lætur í veðri vaka í þessari grein sinni, sem er skrifuð af vanþekkingu um málefnið.

Hérna er listi yfir umrædda sáttmála sýnist mér.

Jón Frímann Jónsson, 15.8.2010 kl. 18:49

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Synist þér, en þú ert ekki sérfróður í þessu.

Við ráðum veiði hér sjálfir. Þú verð Evrópubandalagið.

Jón Valur Jensson, 15.8.2010 kl. 19:51

26 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Íslendingum ber einnig að fara eftir þessum alþjóðahafréttarsáttmálum, og margir þeirra snúast einmitt um fisk eins og Makríl og aðrar tegundir.

Íslendingar hafa ekki sérrétt til þess að veiða úr svona deilistofnum. Ég er vissulega ekki neinn sérfræðingur í þessu, enda hef ég ekki lagt það á mig að kynna mér þetta til hlítar. Hef ekki haft þörf á því hingað til.

Jón Frímann Jónsson, 15.8.2010 kl. 21:53

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við höfum fiskveiðiréttinn í okkar fiskveiðilögsögu.

Stjórnvöld hér voru reiðubúin til að semja, en sem betur fer (má nú segja) var Evrópubandalagið of hrokafullt til að vilja hafa okkur og Færeyinga með við amningaborðið! Bandalagið hefði getað náð hagstæðum samningum um "deilistofninn", byggðan mikið til á fyrra hátterni hans, en svo stórjókst gangan hingað og er jafndel þreföld á við það, sem var í fyrra, og vitaskuld er fráleitt að semja við þá með viðmiðun fyrri ára að leiðarljósi, enda er makríllinn jafnvel farinn að hrygna hérna.

15 milljarða verðmæti eru að verða komin á land í sumar. Við ætlum engu að afsala okkur af slíkum tekjum næsta sumar með samningum við bandalag sem vill slá eign sinni á þetta mestallt með Norðmönnum.

Værum við í Evrópubandalaginu, væri það strax búið að svipta okkur þessum tekjumöguleikum að langmestu eða öllu leyti.

Það virðist vera ykkar stefna í Evrópusamtökunum að lúta slíku.

Jón Valur Jensson, 15.8.2010 kl. 22:24

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakið!

... við samningaborðið!

... byggða mikið til ...

Jón Valur Jensson, 15.8.2010 kl. 22:26

29 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég tel það sanngjarnt að við veiðum fisk sem finnst í okkar fiskveiðilögsögu.. og Markril er þar meðtaldur.

En ég tel að anstæðingar ESB gera mikið úr afstöðu ESB og gera lítið úr afstöðu Noregs í þessu máli.

Enda margir NEI sinnar vilja frekar ganga í Noreg heldur en ESB. Hatrið á ESB er bara svo mikið.

Sleggjan og Hvellurinn, 16.8.2010 kl. 16:39

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hatrið? Nei, ást á landi og þjóð – og sú einarða afstaða að ætla sér að standa vörð um sjálfstæði okkar og fullveldi. Ekkert minna en það er skylda okkar við foreldra okkar, forfeður og afkomendur og landið sem Guð gaf okkur.

Sárafáir eru þeir, sem betur fer, sem vilja koma Íslandi undir Noreg. Ég hef ekki orðið var við þá í hópi beztu baráttumanna gegn innlimun okkar í hið vaxandi, evrópska stórveldi.

Jón Valur Jensson, 16.8.2010 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband