Leita í fréttum mbl.is

Mogginn og aðlögunin!

MBLMorgunblaðið er duglegt að reyna að koma því inn hjá lesendum sínum að ESB-ferlið, sé fyrst og fremst aðlögunarferli, en ekki samningaviðræður. Það er stjórnarmaðurinn í samtökum Nei-sinna og starfandi blaðamaður á Morgunblaðinu, Hjörtur J. Guðmundsson, sem skrifar "frétt" í dag með vitalið við Atla Gíslason, þingmann VG, þar sem hann ræðir þetta og sagt er að það sé "ólga í grasrót VG vegna aðlögunar."

Á síðastliðinn föstudag var svo formaður Hjartar, Ásmundur Einar Daðason, í viðtali um sama efni!

En okkur er spurn: Hvað er óeðlilegt að rýnt sé í og borin sé saman löggjöf Íslands og Evrópusambandsins? Það er jú ekkert nýtt, þar sem við höfum tekið upp stóran hluta þessarar löggjafar í gegnum EES?

Samningaviðræðurnar koma svo seinna, þegar þeirri vinnu er lokið Halló!

Hvernig væri nú að Morgunblaðið myndi aðeins AÐLAGA SIG og viðurkenna þá staðreynd að með þessu er blaðið að slá ryki í augu lesenda, þar sem hagsmunir hinna fáu ráða í umfjöllun blaðsins.

Morgunblaðið er t.d. ekkert að skrifa um það hvað íslenskur almenningur gæti "hagnast" á t.d. lægri vöxtum og verðbólgu hér á landi! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þú segir: 'Mogginn skrifar ekkert um hvað Íslendingar geti hagnast' Hvað ertu að segja.??? Við erum ekkert að leita eftir hagnaði frá ESB við erum frjáls þjóð og höfum nóg að bíta og brenna. Við höfum alla okkar menningu frá fornu fari og hún er okkar. Við höfum alla orku sem við þurfum og eigum hana. Hvað ert þú að tala um hagnað frá ESB. Þið getið flutt til hvaða ESB lands sem þið viljið og helst tekið EES Pakkann með ykkur en honum var komið á okkur með klækjum. Er ekki nóg að Ísland teljist vera í Evrópu þótt ég telji það meira í Ameríku.

Valdimar Samúelsson, 23.8.2010 kl. 07:17

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Valdimar: Ert þú t.d. að borga af íbúð, bíl eða e-u slíku?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 23.8.2010 kl. 07:19

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Valdimar, Það eru rúmlega 60 til 70% af því sem íslendingar bíta og brenna er innflutt, og því er afskaplega mikilvægt fyrir íslendinga vera með góða samninga við Evrópu.

Það er EES samningurinn sem gerir íslendingum fært um að búa hvar sem er í Evrópu.

Ísland er Evrópuland, ekki Ameríkuríki. Kynntu þér staðreyndinar.

Jón Frímann Jónsson, 23.8.2010 kl. 07:25

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka ábendingarnar en ég vil sjálfstæði fyrir ísland og ekki neina bindingu við ESB

Valdimar Samúelsson, 23.8.2010 kl. 08:43

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Valdimar. ESB eru samtök sjálfstæðra, fullvalda lýðræðiusríkja í Evrópiu. Ísland glatar því ekki á nokkurn hátt sjálfstæði sínu við það að ganga í ESB.

Sigurður M Grétarsson, 23.8.2010 kl. 09:33

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvaða ,,aðlögun" er einna helst verið að tala um í þessu sambandi?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.8.2010 kl. 11:00

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Valdimar Samúelsson,

Árið 2009, í fyrra, komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.


Í fyrra fóru einungis 3,9% af vöruútflutningi okkar til Bandaríkjanna, 2,3% til Kína, 1,2% til Rússlands og 0,5% til Kanada en þá komu einungis 6,9% af vöruinnflutningi okkar frá Bandaríkjunum, 5% frá Kína, 1,9% frá Kanada og 0,7% frá Rússlandi.


Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á
Evrópska efnahagssvæðinu en einungis um 10% í Bandaríkjunum, 2% í Kanada, 1% í Kína og enn færri í Rússlandi.

Erlendir gestir um Leifsstöð 2002-2010


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


Seðlabanki Íslands - Vöruskipta- og viðskiptavogir 2009

Þorsteinn Briem, 23.8.2010 kl. 11:50

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sorglegt er það fjölmiðlafár,
frúin Campbell missti sitt hár,
saksóknarinn sérstakur mjög,
á sumum engin opnanleg fög.

Þorsteinn Briem, 23.8.2010 kl. 11:56

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mbl.is 14.8.2006.

"... en það má segja að [nýja Mogga]húsið standi á eins konar tímamótum, líkt og blaðið, því önnur hlið hússins vísar að Reykjavík og þeim mikla byggðakjarna, og því sem var og er, á meðan hin hlið hússins vísar í átt til fjalla, til móts við hið óþekkta."

Skömmu síðar varð Mogginn gjaldþrota.

Þorsteinn Briem, 23.8.2010 kl. 12:04

11 Smámynd: Elle_

Höldum fullveldi landsins, ekkert Evrópumiðstýringarveldi yfir okkur, frjálst samband við hin lönd heimsins og ekki háð forsendum EU, tek undir með Valdimar. 

Elle_, 23.8.2010 kl. 23:30

12 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Elle, Ekkert ríki hefur tapað neinu af fullveldi sínu við aðild þess að ESB. Þannig að þessi fullyrðing þín er röng og allt sem henni fylgir.

Ég ætla ennfremur að benda þér á að miðstýring er mjög lítil innan ESB. Hinsvegar virðast íslendingar almennt vera miklir aðdáendur miðstýringar og þess óhagræðis sem af henni hlýst.

Jón Frímann Jónsson, 23.8.2010 kl. 23:34

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"FULLVELDISRÉTTUR.

Réttur ríkis til að beita löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi sínu."

Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.

Þorsteinn Briem, 23.8.2010 kl. 23:42

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"FULLVELDISRÉTTUR TIL AÐ NÝTA AUÐLINDIR.

Meginregla alþjóðlegs umhverfisréttar sem í felst EINKARÉTTUR RÍKIS til þess að ráða yfir, skipuleggja og NÝTA þær AUÐLINDIR, LÍFRÆNAR OG ÓLÍFRÆNAR, SEM ERU UNDIR LÖGSÖGU ÞESS, án afskipta annarra ríkja.

Meginregluna er að finna í RÍÓ-YFIRLÝSINGUNNI."

Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.

Þorsteinn Briem, 23.8.2010 kl. 23:43

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EFNAHAGSLÖGSAGA [EXCLUSIVE ECONOMIC ZONE (EEZ)].

HAFSVÆÐI UTAN LANDHELGINNAR
, sem afmarkast af línu sem getur verið allt að 200 SJÓMÍLUR frá grunnlínum landhelginnar, ÞAR SEM STRANDRÍKI HEFUR FULLVELDISRÉTT að því er varðar rannsóknir og HAGNÝTINGU, verndun OG STJÓRNUN LÍFRÆNNA OG ÓLÍFRÆNNA NÁTTÚRUAUÐLINDA HAFSINS SEM LIGGUR YFIR HAFSBOTNINUM, SEM OG NÆR TIL HAFSBOTNSINS og botnlaga hans, svo og til annarra ATHAFNA VEGNA EFNAHAGSLEGRAR HAGNÝTINGAR og rannsókna í lögsögunni, svo sem til framleiðslu orku úr sjónum, straumum og vindum.

EINNIG
LÖGSÖGU TIL hafrannsókna, VERNDUNAR og varðveislu HAFRÝMISINS og til gerðar og afnota tilbúinna eyja, útbúnaðar og mannvirkja."

Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.

Þorsteinn Briem, 23.8.2010 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband