Leita í fréttum mbl.is

Bændablaðið:Hátt raforkuverð ESB að kenna!

bændablaðiðBændablaðið er komið úr sumarfríi. Í leiðara blaðsins skrifar formaður samtakanna, Haraldur Benediktsson um ESB-umræðuna.

Haraldur kvartar yfir því að umræðan um landbúnað sé oft sérkennileg og hann segir hana viðkvæma, vegna þess að fátt sé mikilvægara en að hafa aðgang að mat. Þessu getum við verið sammála. En þýðir þetta að það megi ekki ræða íslenskan landbúnað? Er hann svona "gullagull" hér á Íslandi, sem á bara að lifa sínu eigin lífi án allrar gagnrýni. Er íslenskt landbúnaðarkerfi kannski bara það albesta í heimi?

Nei, það er nefnilega ekki svo, t.d. er stór hluti íslenskra mjólkurbænda tæknilega gjaldþrota. Hverjum er það að kenna? Og þá vaknar spurningin; geta tæknilega gjaldþrota bændur staðið undir þessu matvæla og fæðuöryggi sem forysta bænda er sífellt að tala um?

Og í leiðaranum gerir Haraldur hækkun á matarverði að umtalsefni og segir að erlend matvæli hafi hækkað um 60% en innlend bara um 20% og spyr hvað vertryggðu lánin okkar væru mikið hærri ef innlendrar búvöru nyti ekki við. Við erum s.s. svo ljónheppin að hafa þetta svona! En það er hinsvegar þá "vondu" erlendu matvælunum um að kenna hvað lánin okkar hafa hækkað!

En Haraldur skautar alveg framhjá því að hér hrundi gjaldmiðillinn og bankakerfið. Blessuð krónan okkar féll um 100%. Með tilheyrandi kostnaði fyrir alla í landinu, þar með talið bændur!

Í lokin spyrðir svo Haraldur saman hækkun að raforkuverði við innleiðingu á tilskipun frá ESB, sem hann segir hafa verið misheppnaða. En er það ESB að kenna að innleiðing á tilskipun sambandsins tókst ekki sem skyldi? Samkvæmt BS ritgerð frá Háskólanum á Bifröst var markið með nýjum raforkulögum 2008 að láta markaðslögmálin ráða meira við framleiðslu á raforkumarkaðnum. Er það ekki frekar okkur sjálfum að kenna hvernig innleiðingin hefur misfarist? Verðum við þá ekki bara að standa okkur betur?

Bændur og bændahreyfingin eru á móti ESB, m.a. annars með þeim sérkennilegu rökum að íslenskur landbúnaður muni hrynja við inngöngu. Það hefur ekki gerst í neinu hinna 27 aðildarríkja ESB. Miklar breytingar hafa orðið á íslenskum landbúnaði síðustu áratugi, án þess að við værum í ESB! Og þessar breytingar mun halda áfram. T.d. eru enn í gangi viðræður innan WTO (World Trade Organisation) um landbúnað og markaðsaðgang, en þær kallast DOHA Þær miða m.a. að því að lækka tolla, til þess að efla og auka viðskipti.  En hér á Íslandi er verið að reisa tollmúra fyrir íslenskan landbúnað!

Bændasamtökin og samtök NEI-sinna, Heimssýn, vinna saman gegn aðild að ESB. Í september í fyrra kom t.d. út fylgiblað eða "kálfur" með Bændablaðinu, þar sem einhliða áróðri Nei-sinna var dreift til bænda. Á forsíðu þakkar Heimssýn ellefu (af 15) búnaðarsamböndum landsins stuðninginn.

Hvernig var þessi stuðningur? Tóku búnaðarsamböndin þátt í kostnaði við gerð þessa rits frá Nei-sinnum? Og var það gert fyrir almannafé? Er hægt að fá upplýsingar um þessa styrki frá búnaðarasamböndunum? Sjást þeir í bókhaldinu? Eða var þetta bara andlegur stuðningur?

Við minnum á hér á þessu bloggi, að Bændasamtökin fá yfir hálfan milljarð á ári frá ALMENNINGI ÍSLANDS til þess að þau geti rekið sig!

Því er það í raun alvarlegt mál ef svona hefur verið farið með almannafé!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

FIMM MILLJARÐAR KRÓNA AF STUÐNINGI VIÐ ÍSLENSKAN LANDBÚNAÐ ERU GREIDDIR HÉR ÁRLEGA Í MATARVERÐI.

"Árin 1986-1988 nam opinber stuðningur við íslenska bændur (PSE) 75% af framleiðslu þeirra en hlutfallið lækkaði í 63% á árunum 2000-2002.

Þessum stuðningi má skipta í tvennt. Annars vegar eru bein fjárframlög frá hinu opinbera til bænda og hins vegar er framleiðslan vernduð gegn erlendri samkeppni.

Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.


Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.

Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.

Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur."


Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9


Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu á þessu ári, 2010, eru um 5,6 milljarðar króna, sauðfjárframleiðslu um 4,2 milljarðar og grænmetisframleiðslu um hálfur milljarður, samtals um 10,3 milljarðar króna.

Og við þá upphæð bætist um einn milljarður króna vegna annarra landbúnaðarstyrkja úr ríkisjóði.

Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar eru því um 11,3 milljarðar króna á þessu ári, 2010.


Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69


En þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt MATVÆLAVERÐ HÉR HÆST Í EVRÓPU árið 2006,
eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 29.8.2010 kl. 15:14

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

TOLLAR af landbúnaðarvörum frá löndum í Evrópusambandinu FALLA HÉR NIÐUR við aðild Íslands að sambandinu og þannig getur matarreikningur okkar Íslendinga LÆKKAÐ UM FIMM MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI.

Matarreikningur Finna LÆKKAÐI UM 11% við aðild Finnlands að Evrópusambandinu.

"- matprisene falt I gjennomsnitt 11% da Finland ble EU-medlem I 1995 (årsak reduksjon I produsentprisen)

- fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%"

Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10


Býlum hér mun áfram fækka og þau munu stækka enn frekar, eins og í Finnlandi.

Sauðfjárbúum HEFUR FÆKKAÐ UM ÞRIÐJUNG hérlendis og kúabúum um RÚMAN HELMING frá árinu 1990, SÍÐASTLIÐIN 20 ÁR.

Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36


"Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR árið 1994 var fundin SÉRLAUSN sem felst í að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.

Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd ["nordisk bistand", OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN 62. BREIDDARGRÁÐU]."

"LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK, ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR EVRÓPUSAMBANDSINS."

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79


"Artikkel 142 I MEDLEMSKAPSAVTALEN omhandler støtten I Nord-Finland. Denne ER IKKE TIDSAVGRENSET og ligger an til å bestå."

Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 14


"BY VIRTUE OF Article 142 OF THE ACCESSION TREATY, the Commission HAS AUTHORISED FINLAND AND SWEDEN TO PAY LONG-TERM NATIONAL AID to ensure that agriculture is maintained also in the northern regions.

In Finland northern aid has been paid during the whole time Finland has been in the EU in support areas C1–C4."

Finnland - Ministry of Agriculture and Forestry

Þorsteinn Briem, 29.8.2010 kl. 16:00

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Countries: Finland

Payments per ha as part of the ACCESSION TREATY OF FINLAND to the EU (Article 142), which allows to pay national Northern aid on a PERMANENT basis." (Bls. 61.)

"Payments per animal as part of the PERMANENT Northern aid (see above) or as part of transitional payments to producers to compensate for the decline in support prices following the accession to the EU." (Bls. 61.)

Skýrsla OECD: The European Union - Support to agriculture

Þorsteinn Briem, 29.8.2010 kl. 16:01

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nei sinnar eru mikið að spá hvort hinn og þessir hafa þegið flugferð eða greiðslur frá ESB eða félög þeim tengdum.

En þegar kemur að því að ræða peningagreiðslur hja andstæðingum ESB þá er fátt um svör.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.8.2010 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband