Leita í fréttum mbl.is

KRÓNAN HRUNDI! Sagan í endurritun?

KrónurÞað er afar áhugavert hvernig fjallað er um gjaldmiðilsmál á Íslandi. Nýtt dæmi er úr frétt MBL.is en þar stendur að Íslendingar ...hafi fellt gengi gjaldmiðils síns og þannig örvað útflutning, á meðan Írar búi við fastgengi evrusvæðisins."

Hvaða ranghugmyndum er verið að koma inn hjá fólki!? Eru menn algerlega búnir að gleyma því hvað gerðist haustið 2008?

Rifjum það upp, það eru aðeins tvö orð; KRÓNAN HRUNDI!

Eins og spilaborg! 

Er verið að reyna að endurskrifa söguna? Ekki skrýtið að sú hugmynd skjóti upp kollinum! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér má svo sjá hvernig gengi krónunnar hrundi árið 2008.

Þetta er á vefsíðu Þýska Seðlabankans og er það viðurkennt gengi sem notað var í viðskiptum í Evrópu.

http://www.bundesbank.de/statistik/statistik_zeitreihen.php?lang=de&open=devisen&func=row&tr=WT5639#comm

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 12:38

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Í raunveruleikanum þá hrundi krónan um miklu meira heldur en núverandi gengi sýnir - hún féll ekki bara um 50%. Seðlabanki Evrópu frysti gengið þegar hún var í kringum 300 á móti einni evru (sjá t.d. tilvísun Stefáns hér að ofan). Í reynd skilst mér að krónan er ekki samþykkt í neinum banka erlendis - þannig að hún er tæknilega dauð. Það eru bara "einhverjir" í afneitun hjá yfirvöldum sem eru ennþá að reyna að blása lífi í hana aftur - sama hvað allir í kring segja.
(Ps. Það getur leitt til alvarlegra og varanlegra geðraskana ef fólk er fast of lengi í afneitunarstigi eftir áföll.)

Sumarliði Einar Daðason, 26.11.2010 kl. 12:59

3 identicon

Það er enn hægt að nálgast aflandskrónur í Þýskalandi.  Það gengi sem er notað þar er 237,50 en ekki 153.

Hér er hægt að sjá gengi íslensku krónunnar heima í Berlín.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 13:37

4 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það er enginn smá munur á milli Geldkurs og Briefkurs í þessari töflu - bara á íslensku krónunni! Það hlýtur að segja eitthvað ;-)

Sumarliði Einar Daðason, 26.11.2010 kl. 13:51

5 identicon

Geldkurs er það gengi sem notað er þegar verið er að kaupa krónur.  Allavega hef ég það af eigin reynslu síðustu ára fyrir höftin.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 13:55

6 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þessi munur endurspeglar enn meira hversu litla trú menn hafi á krónunni.

Sumarliði Einar Daðason, 26.11.2010 kl. 14:24

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Viðskipti með krónuna á aflandsmarkaðnum hafa verið lítil frá síðasta fundi peningastefnunefndar og hafa viðskipti farið fram á gengi 225-245 gagnvart evru."

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands - Nóvember 2010

Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 14:30

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.9.2010:

"Gengi krónunnar hefur verið mjög lágt á sögulegan og efnahagslegan mælikvarða."

"Fyrir það er ekki að synja að ótímabært afnám gjaldeyrishafta gæti leitt af sér umtalsvert fall á gengi krónunnar," segir Ólafur Ísleifsson lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík.

Erfitt að spá um gengið

Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 14:31

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Alþjóðasamfélagið hefur því ekki gert athugasemdir við þau höft sem sett voru á fjármagnshreyfingar á Íslandi og framkvæmd þeirra hefur verið samþykkt af stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Hins vegar er ljóst að erfitt verður að viðhalda svo viðamiklum gjaldeyrishöftum án þess að þau teljist brot á þessum alþjóðlegu sáttmálum þegar frá líður og gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppan er að baki.

Eins viðamikil höft á fjármagnshreyfingar og sett voru á hér á landi í kjölfar kreppunnar þekkjast hins vegar ekki víða, að minnsta kosti ekki meðal þróaðra ríkja."

Seðlabanki Íslands - Peningamál í maí 2010, sjá bls. 16-17

Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 14:33

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

GENGI EVRU GAGNVART ÍSLENSKU KRÓNUNNI HÆKKAÐI UM 86% Á ÁRINU 2008.

Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 14:39

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008."

Jöklabréf
- Wikipedia


Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 14:45

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.11.2010:

"Í heimi viðskiptanna eru menn á því að endurreisn atvinnulífsins hefði gengið betur hefðu Íslendingar samið um Icesave-skuldina strax.

Jón Sigurðsson
, forstjóri Össurar hf., velkist ekki í vafa um það mál, eins og fram kom í viðtali Morgunútvarpsins við hann í dag.

Og umræðan í viðskipta- og hagfræðideildum háskólanna hefur verið á þeim nótum allt frá hruni."

Icesave og endurreisn

Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 15:01

14 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ísland fær engan inngöngusamning í ESB fyrr en tryggt hefur verið frjálst flæði fjármagns með afléttingu gjaldeyrishaftanna.Tíminn getur því lengstur verið tvö ár, því kosningar til Alþingis verða í síðasta lagi eftir tvö og hálft ár, og eins og staðan er í dag verður ESB viðræðunum slitið eftir þær.Nei við ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 26.11.2010 kl. 15:54

15 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Eftir afnám haftanna til að fá samning,kolfellur krónan og allt ríkur upp, verðtryggðar og gengistryggðar skuldir ríkissjóð með tilheyrandi halla á honum og verðbólgu og þá fæst að sjálfsögðu enginn samningur og hvað þá heldur evra.Þessu ESB rugli líkur í seinasta lagi eftir 2-3 ár með nýrri ríkisstjórn og öðrum gjaldmiðli, hvort sem það verður dollar eða evra, og án aðkomu ESB.Nei við ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 26.11.2010 kl. 16:00

16 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það tekur aðeins nokkra daga að festa krónu við evruna - í raun bara ákvörðun og nokkur pennastrik.

Krónan sem slík er fyrir löngu dáin - nema til þess að stjórna kjörum verkalýðs og millifæra verðmæti hins fátæka til hins ríka innanlands.

Sumarliði Einar Daðason, 26.11.2010 kl. 16:42

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.1.2010:

"Svo gæti farið að gjaldeyrishöftin verði ekki afnumin í fyrirsjáanlegri framtíð og eru líkur á að þau heyri ekki sögunni til fyrr en krónan hefur verið gefin upp á bátinn sem gjaldmiðill Íslendinga.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í pistli sem Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor í Háskólanum í Reykjavík, skrifar í Háskólablaðið, sem gefið er út af nemendum skólans.

Í pistli sínum gerir Ólafur endurreisn efnahagslífsins eftir hrunið að umtali. Ólafur segir meðal annars að árangur hafi náðst með efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Það endurspeglist í því að krónan sé að ná jafnvægi - brothættu þó. Þetta jafnvægi styðjist við rammgerð gjaldeyrishöft og hærra vaxtastig en almennt gerist.

"Enda þótt engum þurfi að blandast hugur um skaðsemi haftanna virðast þau óumflýjanleg í ljósi þess að engar forsendur eru fyrir að úr landi renni í erlendum gjaldeyri fé erlendra aðila sem streymdi inn fyrir hrun í leit að hærri ávöxtun en annars staðar bauðst.

Hætt er við að afnám haftanna myndi valda slíkri áraun á gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans og gengi krónunnar að við það yrði naumast unað.

Þarf því að horfast í augu við þann möguleika að krónan losni ekki úr viðjum haftanna í fyrirsjáanlegri framtíð og jafnvel að þau heyri ekki sögunni til fyrr en krónan hefur verið gefin upp á bátinn sem gjaldmiðill Íslendinga,“ segir Ólafur í Háskólablaðinu.

Ólafur Ísleifsson hagfræðingur - Gjaldeyrishöftin trúlega ekki afnumin fyrr en krónan hefur verið gefin upp á bátinn sem gjaldmiðill

Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 17:37

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 17:44

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að Evrópusambandinu og bundið krónuna við gengi evrunnar með 15% vikmörkum í ársbyrjun 2013 og tekið upp evru í ársbyrjun 2015.

Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 17:53

22 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Steini, þú ert svo mikill stuðningsmaður haftanna að maður gæti haldið að þú vildir bara hreinlega ekki inn í ESB.

En hvers vegna þurfa þeir sem hafa háar fjármagnstekjur erlendis ekki að koma með þær til landsins?  Veistu af hverju þessir einstaklingar þurfa ekki að taka þátt í endurreisninni, efla innlent atvinnulíf og auka tekjur ríkissjóðs?

Gengi gjaldmiðils á auðvitað að endurspegla innri styrkleika hagkerfisins.  Hins vegar var það hugmyndafræði Seðlabankans að stýra gengi krónunnar með stýrivöxtum!  Öllu átti að vera handstýrt jafnvel því sem ekki er hægt að stýra.

Lúðvík Júlíusson, 26.11.2010 kl. 18:00

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru 22.675 milljarðar króna í árslok 2008, andvirði 170 Kárahnjúkavirkjana.

Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 18:11

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Áætlað er að erlendir fjárfestar eigi krónubréf að andvirði 300-400 milljarðar króna, sem er um fjórðungur af landsframleiðslu Íslands."

Ef gjaldeyrishöftunum yrði aflétt núna í einu vetfangi félli gengi krónunnar VERULEGA og þar með myndi verð á erlendum vörum hér og aðföngum hækka í samræmi við það.

Aðrar þjóðir og alþjóðastofnanir hafa skilning á því.


Lán tekin hérlendis í íslenskum krónum eru VERÐTRYGGÐ og hér kaupum við vörur í íslenskum krónum.

Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 18:16

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.

"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.

Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."

Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána

Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 18:19

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

HÚSNÆÐISLÁN Í SVÍÞJÓÐ:

Handelsbanken - Aktuella boräntor

Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 18:20

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐTRYGGT 20 MILLJÓNA KRÓNA JAFNGREIÐSLULÁN TEKIÐ HJÁ ÍBÚÐALÁNASJÓÐI TIL 20 ÁRA MEÐ 5% VÖXTUM, MIÐAÐ VIÐ 5% VERÐBÓLGU Á LÁNSTÍMANUM OG MÁNAÐARLEGUM AFBORGUNUM:

ÚTBORGUÐ FJÁRHÆÐ:

Lánsupphæð 20 milljónir króna.


Lántökugjald 200 þúsund krónur.

Útborgað hjá Íbúðalánasjóði 19,8 milljónir króna.

Opinber gjöld 301 þúsund krónur.

Útborguð fjárhæð 19,5 milljónir króna.


HEILDARENDURGREIÐSLA:

Afborgun 20 milljónir króna.

Vextir 11,7 milljónir króna.

VERÐBÆTUR 22,1 MILLJÓN KRÓNA.

Greiðslugjald 18 þúsund krónur.


SAMTALS GREITT 53,8 MILLJÓNIR KRÓNA.

Meðalgreiðslubyrði Á MÁNUÐI allan lánstímann 224 þúsund krónur.

EFTIRSTÖÐVAR BYRJA AÐ LÆKKA EFTIR 72. greiðslu, eða SEX ÁR.

Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 18:21

29 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Steini, viltu sleppa auðmönnum undan skilaskyldu á erlendum fjármagnstekjum vegna þess að afnám haftanna myndi fella krónuna?

Hvernig væri ef við ESB sinnar færum að berjast fyrir því að Ísland uppfylli EES samninginn og sýnum hvernig EES og ESB kemur okkur út úr kreppunni?

Lúðvík Júlíusson, 26.11.2010 kl. 18:45

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

HVORKI ÍSLENSK FYRIRTÆKI NÉ HEIMILI HAFA EFNI Á AÐ GREIÐA HÆRRI VEXTI EN ÞAU GERA NÚ OG HAFA ENGAN ÁHUGA Á ÞVÍ.

Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 19:04

32 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Steini, værirðu ekki til í að svara?

Lúðvík Júlíusson, 26.11.2010 kl. 19:08

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

TÍMABUNDIN HÖFT VEGNA GJALDEYRIS- OG GREIÐSLUJAFNAÐARKREPPU ERU HEIMIL.

"Þeir alþjóðasamningar sem Ísland hefur undirgengist, til dæmis samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), aðildarsamningur Íslands að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og áttunda grein stofnsáttmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, heimila tímabundin og afmörkuð höft á fjármagnshreyfingar þegar lönd lenda í gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppu.

Alþjóðasamfélagið hefur því ekki gert athugasemdir við þau höft sem sett voru á fjármagnshreyfingar á Íslandi og framkvæmd þeirra hefur verið samþykkt af stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Hins vegar er ljóst að erfitt verður að viðhalda svo viðamiklum gjaldeyrishöftum án þess að þau teljist brot á þessum alþjóðlegu sáttmálum þegar frá líður og gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppan er að baki.

Eins viðamikil höft á fjármagnshreyfingar og sett voru á hér á landi í kjölfar kreppunnar þekkjast hins vegar ekki víða, að minnsta kosti ekki meðal þróaðra ríkja."

Seðlabanki Íslands - Peningamál í maí 2010, sjá bls. 16-17

Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 19:11

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lúðvík Júlíusson,

Búinn að svara þér, elsku kallinn minn.

HVORKI ÍSLENSK FYRIRTÆKI NÉ HEIMILI HAFA EFNI Á AÐ GREIÐA HÆRRI VEXTI EN ÞAU GERA NÚ OG HAFA ENGAN ÁHUGA Á ÞVÍ.

Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 19:15

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

"To join the euro area, the 16 countries had to fulfil the convergence criteria:

the ratio of government debt to GDP exceeds a reference value (defined in the Protocol on the excessive deficit procedure as 60% of GDP), unless the ratio is sufficiently diminishing and approaching the reference value at a satisfactory pace."

Slóvenía
fékk aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, tveimur mánuðum síðar, með möguleika á
±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tók upp evru að tveimur og hálfu ári liðnu, í ársbyrjun 2007.

Economy of Slovenia


Malta
og Kýpur fengu
einnig aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, ári síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tóku upp evru um tveimur og hálfu ári síðar, í ársbyrjun 2008.

Economy of Malta


Economy of Cyprus


Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.

Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 19:20

36 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Steini minn, þá skilurðu ekki spurninguna.

Fyrst þú ert svona mikill stuðningsmaður gjaldeyrishaftanna þá hlýtur þú að geta sagt mér hvers vegna aðilar sem hafa háar erlendar fjármagnstekjur þurfa ekki að skila þeim til landsins.  Hvernig getur það hjálpað endurreisn landsins að undanskilja þessar gjaldeyristekjur frá skilaskyldu?

Og hvers vegna eru fólk sem fær lágar fjármagnstekjur erlendis ekki undanskilið?

Höftin eru bull kæri ven.

Lúðvík Júlíusson, 26.11.2010 kl. 19:22

37 Smámynd: Hólmsteinn Jónasson

Hlustið / horfið á Max Kaiser. Hann er alveg með þetta .)

http://bocktherobber.com/2010/11/max-keiser-calls-for-execution-of-bankers

Hólmsteinn Jónasson, 26.11.2010 kl. 20:33

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

Afnám gjaldeyrishaftanna hér Í EINU VETFANGI NÚNA hefur eftirfarandi afleiðingar:

Gengi íslensku krónunnar FÉLLI VERULEGA
.

Verð á innfluttum vörum, þjónustu og aðföngum hækkar því VERULEGA.

VERÐBÓLGAN
HÉRLENDIS EYKST ÞVÍ VERULEGA.

Þar af leiðandi HÆKKA VERÐTRYGGÐ LÁN tekin í íslenskum krónum VERULEGA
.

Íslensk fyrirtæki og heimili eru NÚ ÞEGAR STÓRSKULDUG OG VEXTIR HAFA VERIÐ MJÖG HÁIR HÉRLENDIS.

Vegna aukinnar verðbólgu þyrfti að HÆKKA HÉR STÝRIVEXTI Á NÝ en þá hefur verið hægt að lækka mikið undanfarið vegna minnkandi verðbólgu.

Og hærri vextir valda því að LÆKKA VERÐUR LAUN HÉRLENDIS enn meira en gert hefur verið undanfarið og íslensk fyrirtæki þurfa að segja upp enn fleira starfsfólki.

Verð á erlendum
AÐFÖNGUM HÆKKAR VERULEGA, bæði til fyrirtækja hér og landbúnaðar, til að mynda verð á dráttarvélum, olíu og tilbúnum áburði, þannig að verð á innlendum vörum myndi einnig hækka.

Íslenskir bændur þurfa eins og aðrir Íslendingar að kaupa íslenskar matvörur og greiða af VERÐTRYGGÐUM lánum í íslenskum krónum.

LÍTIL VERÐBÓLGA HÉRLENDIS OG LÁGIR STÝRIVEXTIR ERU HINS VEGAR SKILYRÐI FYRIR ÞVÍ AÐ ÍSLAND GETI TEKIÐ UPP EVRU.

Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 21:02

39 Smámynd: Hörður Þórðarson

Steini. Að drita niður úthrópunum og tilvitnunum hingað og þangað án þess að á markvissan hátt úskýra hvað þú ert að fara með öllu þessu er til lítils. Í stuttu máli, "get to the point, or shut up". Það nenna líklega fáir að reyna að greiða úr þeirri flækju sem þú berð á borð, að minnsta kosti er ég löngu búin að gefast upp á því... 

Hörður Þórðarson, 26.11.2010 kl. 21:09

40 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hörður Þórðarson,

MARGBÚIÐ að útskýra hér málið fyrir þeim sem eru með greindarvísitölu í skóstærð.

Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 21:15

41 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ef evran er tekin upp þá verða vextir lágir og verðbólga lítil - eða í það minnsta í takt við raunveruleikan miðað við löndin í kringum okkur. Ef við höfum þolað rússíbanareið krónunnar frá upphafi hennar þá hljótum við að spjara okkur býsna vel með stóran, traustan og stöðugan gjaldmiðil. Það er mjög mikið af samkeppnishæfum fyrirtækjum og einstaklingum hér á landi sem mun þrífast vel þegar stöðuleika verður náð.

Sumarliði Einar Daðason, 26.11.2010 kl. 21:41

42 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Af 41 athugasemdum í þessari bloggfærslu á Steini nokkur Briem 25 af þeim hingað til, eða um 60%, það er umhugsunarvert, ekki satt?

Guðmundur Júlíusson, 26.11.2010 kl. 22:24

43 Smámynd: Þorsteinn Briem

HELGARMAÐURINN Guðmundur Júlíusson mættur til að röfla hér alla nóttina að vanda!!!

Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 22:47

44 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Steini, ég skal lofa að vera ekki að bögga þig alla nóttina

Guðmundur Júlíusson, 26.11.2010 kl. 22:54

45 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér nennir ENGINN að ræða við þig, Guðmundur Júlíusson.

Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 22:56

46 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Krónan, gjaldeyrishöft og verðtrygging er hin heilaga þrenning íslenskrar peningamálastefnu.  Við losnum aldrei við höftin og verðtrygginguna nema að taka upp nýja gjaldmiðil. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 26.11.2010 kl. 23:38

47 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Steini  !! þó svo að þú sért dónalegur í meira lagi, og að þetta er ekki "síðan þín" þá þýðir það ekki endilega að þú getir leyft þér að drulla yfir alla með ófyrirleitnum hætti? sbr, hér að ofan þegar að þú svarar Herði Þórðarsyni með þessum hætti:

Guðmundur Júlíusson, 27.11.2010 kl. 00:20

48 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Þú sagðir:

Guðmundur Júlíusson, 27.11.2010 kl. 00:27

49 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

"Margbúið að útskýra málið fyrir þeim sem eru með greindarvísitölu  í skóstærð."

Þetta er annsi gróft af manni sem ekki rekur hér sína eigin síðu, heldur er einn af mörgum sem reyna að  gera veg EB sem bestann, og það tekst þér svo sannarlega ekki með þínum hroka og dónaskap.

Guðmundur Júlíusson, 27.11.2010 kl. 00:31

50 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég er hæstánægður með svar Steina, enda segir það sem segja þarf um þann meistara munnræpunnar. Takk Steini.

Hörður Þórðarson, 27.11.2010 kl. 00:50

51 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Steini minn,

þú svarar ekki spurningunni: "Hvernig hjálpar það landinu að heimila þeim sem hafa háar erlendar fjármagnstekjur að sleppa við skilaskyldu en ekki þeim sem hafa lágar erlendar fjármagnstekjur?"

Ertu að segja að allt hrynji ef stóreignafólkið þarf að skila erlendum fjármagnstekjum sínum til landsins?

Ertu að sgja að allt hrynji ef eignalítið fólk fær sömu réttindi og stóreignafólk?

Ég vil ganga í ESB einmitt vegna þess að ég vil ekki að fólk eins og þú hafir möguleika á að styðja mismunun og stéttskiptingu eftir efnahag!   Ef ESB heimilar mismunun og svona rugl þá á Ísland auðvitað ekkert erindi í ESB!!

Þú ert alveg í kross og færð mig til að efast um að ESB sé góður kostur ef það eru fleiri á sömu skoðun og þú meðal ESB sinna.

Lúðvík Júlíusson, 27.11.2010 kl. 07:07

52 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÞAÐ ER GAMAN AÐ SJÁ YKKUR NÚNA, ELDRAUÐA Á RASSGATINU EFTIR ALLAR FLENGINGARNAR!!!

Þorsteinn Briem, 27.11.2010 kl. 07:30

53 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

hvað varð um málefnalega umræðu?  Svona skrif eru ekki líkleg til að auka fylgi ESB aðildar.

Lúðvík Júlíusson, 27.11.2010 kl. 08:12

54 Smámynd: Þorsteinn Briem

Q.E.D.

Þorsteinn Briem, 27.11.2010 kl. 08:45

56 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

.. Steini Briem telur þá líkur á myndarlegri vaxtalækkun innan hafta og utan ESB!

takk fyrir að koma út úr skápnum sem andstæðingur ESB.

Þú þvælist vonandi ekki fyrir okkur ESB sinnunum í framtíðinni þegar við reynum að ræða málefnalega um erfiðustu viðfangsefni aðildarviðræðna.

Lúðvík Júlíusson, 27.11.2010 kl. 12:14

57 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 27.11.2010 kl. 13:13

58 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ja hérn!! hvað skal segja, sannir ESB sinnar ættu að banna Steina Breim að blogga um þeirra málefni, hann snýr mörgum til trúar, (ég ætti að halda kjafti og leyfa þetta!)

Guðmundur Júlíusson, 28.11.2010 kl. 03:06

59 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðmundur Júlíusson mættur hér einn ganginn enn til að röfla alla nóttina um helgar en ENGINN nennir að ræða við hann, frekar en fyrri "daginn".

Þorsteinn Briem, 28.11.2010 kl. 06:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband