Leita í fréttum mbl.is

Nýtt Evrópuafl frjálslyndra miðjumanna í fæðingu

island-esb-dv.jpgHallur Magnússon, segir á bloggi sínu:

"Undirbúningsfundur vegna stofnunar Evrópuvettvangs frjálslynds miðjufólks verður haldinn í kvöld. Með fundinum er verið að svara kalli fjölmargra á miðju íslenskra stjórnmála sem vilja vinna að framgangi aðildarumsóknar að Evrópusambandinu en eru ekki reiðubúnir til að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu fyrr en niðurstöður samningaviðræðna liggja fyrir.

Það eru allir velkomnir á fundinn sem haldinn verður að Digranesvegi 12 í Kópavogi og hefst klukkan 20:00."

Öll færslan

Greinilegt er að það er mikil gerjun í Evrópumálunum þessa dagana! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Eru bókstaflega allir á kaupi hjá ESB. Þetta er kallað að henda pening á glæ. Svona smá hópar gera ekkert gegn hug þjóðarinnar.

Valdimar Samúelsson, 22.2.2011 kl. 15:55

2 Smámynd: Birna Jensdóttir

Af hverju geta ekki allir ESB sinnar verið í sama liðinu?Eru þeir að fela sig með því að stofna allskynns félög og flokka í kringum sig?Því ekki einn lítinn og sætan flokk ESB sinna?

Birna Jensdóttir, 22.2.2011 kl. 16:41

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gott framtak hjá þessu fólki.

Nú er komin ný hreifing innan Framsóknarflokks gegn þjóðrembu og íhalds arminum.

Sleggjan og Hvellurinn, 22.2.2011 kl. 17:56

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Birna. Það hlýtur að vera að þeir (félögin) fá styrk sem félög. Ég hefði vilja sjá bókhaldið hjá þeim.

Valdimar Samúelsson, 22.2.2011 kl. 18:11

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

@ Sleggjan & Co.

Mér sýnist nú að Hallur þessi sauðtryggi Framsóknarmaður sem lifði af allt niðurlægingartímabil flokksins í formannstíð HA sé nú farinn úr Framsókn.

Einmitt þegar flokksfólkið er að hreinsa flokkinn af spillingunni og ESB óværunni.

Ég spái því að næsta flokksþing hafni ESB aðild alfarið.

Samfylkingin er ein eftir og yfirgefinn og algerlega einangruð í upphafinni ESB dýrkun sinni.

Þjóðin hafnar ESB valdahrokanum og Elítu embættismönnum þeirrar spillingarklíku !

Gunnlaugur I., 22.2.2011 kl. 18:32

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Valdimar, Vertu ekki að halda svona þvælu fram. Þú bara lítil lækkar sjálfan þig með svona bulli.

Gunnlaugur I, Þú býrð nú í ESB. Þar sem þú getur fengið tilboð í matvöru sem þekkjast ekki á Íslandi vegna þess hvernig ESB virkar.

Þannig að þú skalt ekkert vera að rífa þig hérna. Vegna þess að þú hefur ekki efni á því og hefur aldrei haft.

Íslendingar munu ganga í ESB. Enda búnir að fá nóg af ástandinu sem ríkir á Íslandi.

 Ég er núna búsettur í ESB aðildarríkinu Danmörku og líkar bara vel. Það er allavegana ódýara að kaupa í matinn hérna en á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 22.2.2011 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband