Leita í fréttum mbl.is

Gylfi Arnbjörnsson: Aðild að ESB tryggir stöðugleikann og trúverðugleikann sem við þurfum

Gylfi ArnbjörnssonÍ ræðu sinni á Akureyri í dag sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, að með aðild að ESB fengi Ísland þann stöðugleika sem sárlega skorti hér á landi: „Þann stöðugleika og trúverðugleika sem okkur vantar svo sárlega nú, höfum við einstætt tækifæri til að ná með því að ljúka viðræðum okkar við Evrópusambandið um aðild, þar sem við stöndum fast á samningsmarkmiðum okkar í sjávarútvegi, landbúnaði og byggðamálum og stefnum að upptöku evru í framhaldi af því.“

Til gamans má kíkja hér á frétt Vísis.is um málið og frétt MBL.is um sama mál, en hjá síðarnefnda miðlinum er ekkert talað um ESB, eins og ESB sé ekki til! Sennilega draumsýn þeirra sem ráða á þeim bænum!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er enn eitt dæmið um misnotkun Samfylkingarsinna í verkalýðshreyfingunni á valdaaðstöðu sinni þar.

Því fer víðs fjarri, að nokkur "stöðugleiki" ríki í Evrópusambandinu, verðbólga er þar á uppleið og hálfur tugur ríkja í mestu vandræðum, þeim verst stöddu, sem hætt er við gjaldþroti, veitist sú helzt líkn hjá bræðralaginu í Brussel að fá lán á okurvöxtum.

Af því að ég veit, að í "stöðuleika"-hugsun Gylfa Arngrímssonar spilar evran stóra rullu, þá má í 1. lagi benda á, að hún gæti senn riðað til falls, og í 2. lagi, að vörnin gegn því falli felst sennilega í nýjum valdheimildum Brusselmanna til meira inngrips og stjórnar á fjárlögum og öðrum efnahagsmálum meðlimaríkjanna. Í þessu sambandi er full ástæða til að benda á glæsilegt Reykjavíkurbréf Sunnudagsmoggans í dag, það fjallaði með afar upplýsandi hætti um margar hliðar evrumálanna. Verður krísan móðir allra krísa? nefnist þessi stærsti leiðari vikunnar í Morgunblaðinu, hann er lærdómsríkur, hann ættuð þið og einkum hann Gylfi endilega að lesa. Millifyrirsagnir þar: Evrutilraunin var ekki öll þar sem hún var séð -- Góð ráð dýr [og á eftir fylgir afhjúpun á miklum klóksskap] -- og: Evran er ekki laus úr sínum vandræðum.

Jón Valur Jensson, 1.5.2011 kl. 21:08

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Hérna innan ESB. Þar sem ég á heima núna ríkir stöðugleiki. Verðlag er gott og góð samkeppni ríkir á markaðinum. 

Þó svo að ég líklega þurfi að flytja til Íslands fljótlega aftur. Ekki vegna neinna annara ástæðna en þeirra að óstöðugleikinn refsar íslenskum öryrkjum hvar sem þeir eru.

Andstæðingar ESB eru búnir að röfla um fall evrunar síðan árið 2007 eða þar um bil. Ekkert af þessu er að fara gerast og mun ekki gerast. Enda er evran stór og stöðugur gjaldmiðil á frjálsum markaði.

Evran er ekki að fara neitt, en þetta Reykjarvíkurbréf Morgunblaðsins er rangt. Vegna þess að engin þjóð sem er núna með evruna sem gjaldmiðil mun gefa hana upp á bátinn. Enda er það hagsmunir allra aðildarríkja ESB og evruríkjanna að viðhalda evrunni sem gjaldmiðil.

Staurblindir öfgatrúarmenn eins og Jón Valur hérna stendur hinsvegar á sama og hefur alltaf staðið á sama um staðreyndir málsins. Það er staðreynd sem má ekki gleymast.

Í stuttu máli. Jón Valur hefur rangt fyrir sér og veit ekkert um hvað hann talar hérna.

Jón Frímann Jónsson, 1.5.2011 kl. 21:55

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Jón Valur, það þýðir ekkert að gefa tengil á leiðara morgunblaðsins því það er lokaður vefur fyrir þá sem eru ekki áskrifandi og það er ekki nokkur maður áskrifandi að því blaði nema einhverjir örfáir heilaþvegnir vitleysingar.

En ef þessi leiðari sem þú vísar í er jafn óvandaður og þeir allir þá er ekkert mark takandi á honum.

Jón Gunnar Bjarkan, 1.5.2011 kl. 22:11

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Frímann, það hefur mjög mikið verið í gangi með evruna í vetur, ef þú skyldir ekki hafa tekið eftir því, og enginn hér að binda sig við eitthvert ástand sem kann að hafa verið árið 2007.

Jón Gunnar Bjarkan, þarna gerir þú lítið úr nokkrum tugþúsundum Íslendinga, sem kaupa þetta ágæta blað, og fjölskyldum þeirra. Svo sýnirðu það hér ljóslega, að sjálfur ertu ekki áskrifandi blaðsins, en það aftrar þér samt ekki frá því að vera með kjánalega alhæfandi yfirlýsingar um ritstjórnargreinar þess!

Jón Valur Jensson, 1.5.2011 kl. 23:48

5 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

JV: Það er hægt að lesa Morgunblaðið með fleiri aðferðum en að vera áskrifandi!

Og bara eitt varðandi Evruna: Hún er ekki hrunin og er ekkert á leiðinni að hrynja. Íslenska krónan er hinsvegar enn í spennitreyju og enginn þorir að sleppa henni! Yndislegt, ekki satt? Við erum með gjaldmiðil sem enginn tekur alvarlega og er ónothæfur í alþjóðlegum viðskiptum!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 2.5.2011 kl. 08:28

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Þar sem að danska krónan er bundin við evruna á föstu gengi. Þá ættu allar slíkar breytingar að hafa bein áhrif á dönsku krónuna.

Enginn óstöðugleiki hefur átt sér stað með evruna. Enda sveiflast evran minna en 20% á hinum opna markaði gagnvart USD og flestum gjaldmiðlum heimsins. Gjaldeyrissveifla evrunar á heilu ári er minni en 20%.

Íslenska krónan hrundi um 100% árið 2008 og hefur lítið jafnað sig síðan þá.

Gengi evrunnar gagnvart gjaldmiðilum heimsins er hægt að skoða hérna.

Jón Frímann Jónsson, 2.5.2011 kl. 10:02

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var að ræða þarna við Jón Gunnar, sem les EKKI Moggann, Evrópusamtök!

Enginn gjaldmiðill getur hrunið um 100%, JFrJ, án þess að hætta að vera til. Með þessari vitlausu tölu þinni sýnirðu, að þú veizt ekki hvað þú ert að tala um.

Svo svararðu A með B. Ég var ekki að tala um gengisbreytingar evrunnar, heldur óróleika ýmissa þeirra þjóða, sem þurfa að una við hana sér til skaða, t.d. Grikkja. Jafnvel stór hluti Þjóðverja vill hætta við hana og taka upp markið á ný.

En ég tek eftir, að þú þrætir ekki fyrir vaxandi verðbólgu í Esb.

Jón Valur Jensson, 2.5.2011 kl. 11:53

8 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Gjaldmiðill getur alveg hrunið 100% og samt verið til. Þannig virkar þetta bara. Íslenska krónan hrundi 100% og var samt til.

Reyndar er íslenska krónan hvergi gjaldgeng núna um þessar mundir. Enda er gengi íslensku krónar hvergi skráð nema hjá Seðlabanka Íslands.

"Óróleiki" innan ESB er enginn. Það er hinsvegar verið að rífast um lausnir mála. Fullkomnlega eðlilegt. Síðan eru alltaf stjórnleysishópar með læti eins og gerist reglulega. Þannig að þessi meinti órói innan ESB er bara í hausnum á þér og hvergi annarstaðar.

Það er hlægilegt að heyra þig tala um verðbólgu innan Evrusvæðiðsins. Sérstaklega þegar það er staðreynd að verðbólgan á evrusvæðinu er metin 2,8%. Reyndar eru engar líkur á því að verðbólgan á evrusvæðinu (17 lönd) fari yfir 4,0% á næstu árum.

Verðbólgan á Íslandi er 2,8% og fer hratt vaxandi þessa dagana. Eins og búast mátti við. Verðbólgan hefur farið alveg upp í 18% á Íslandi, á sama tíma og verðbólgan á evrusvæðinu fór niður í -1,0% (eða þar í kring).

Þjóðverjar hafa nákvæmlega engan áhuga á því að taka upp þýska markið. Það eru einhverjir öfgahópar sem vilja það, en það tekur engin mark á þeim og þetta er ekki ríkjandi skoðun í Þýskalandi eða öðrum evruríkjum innan ESB.

Jón Frímann Jónsson, 2.5.2011 kl. 13:00

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aflandsgengi ísl. krónunnar er afar lágt, en ekki í núlli, nafni.

Þér er annars velkomið að halda áfram að opinbera vanþekkingu þína hér. "100% gengisfelling"!!!

Ég var ekki að skrifa hér um læti í smáhópum stjórnleysingja.

En þú ferð núna rétt með verðbólguna í Esb., hún hefur einmitt hækkað hratt upp í þessa tölu, 2,8%, og lízt Esb.ingum (flestum nema þér) illa á.

Reyndu svo að segja henni Önnu Kvaran, sem dvalizt hefur áratugum saman í Þýzkalandi, að það séu bara "einhverjir öfgahópar" sem vilja þýzka markið aftur. Þetta er nefnilega einmitt ósköp venjulegt fólk.

Enn á ný hefurðu afhjúpað kreddufestu þína og vanþekkingu. Líði þér sem bezt með það.

Jón Valur Jensson, 3.5.2011 kl. 02:15

10 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, aflandsgengi íslensku krónunar er í kringum 250 kr = 1€. Það er væntanlega raungengi íslensku krónunar í dag. Það gengi sem Seðlabanki Íslands setur í dag gildir bara þar.

Það er hvergi talað um það í þýskum fjölmiðlum um að taka aftur upp þýska markið. Þetta er einangruð skoðun sem fáir halda á lofti. Í reynd þá eru nákvæmlega engar líkur á því að þjóðverjar taki aftur upp þýska markið.

Verðbólgan á Íslandi fer hratt vaxandi. Ég reikna með að hún verði kominn í 4,0% í árslok 2011. Á sama tíma reikna ég með að verðbólgan í ESB verði vonandi komin í 2,5% ef ég hef rétt fyrir mér.

Sá eini sem sýnir vanþekkingu á málefninu hérna ert þú Jón Valur.

Jón Frímann Jónsson, 3.5.2011 kl. 14:11

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er rangt hjá þér um þýzku fjölmiðlana og markið, enda efast ég um að þú lesir mikið á þýzku. Og enginn ertu ábyrgðarmaður í þessum málum og getur ekkert fullyrt um hvað Þjóðverjar kunna að gera. En þér er alfrjálst að spá fyrir um verðbólgu; ég tel raunar, að hún muni aukast hér allverulega, m.a. vegna eldsneytishækkana og kjarasamninga, og hef ennfremur veður af því, að hún sé ekki á niðurleið í Esb., enda eru vextirnir þar aftur á uppleið eftir nokkra lægð.

Jón Valur Jensson, 3.5.2011 kl. 16:53

12 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þýskaland er í klukkutíma fjarlægð frá mér. Ég fylgist því ágætlega með því sem gerist hinum megin við landamærin.

Það hefur hvergi komið til tals á þessum tíma sem ég hef verið hérna í Danmörku að þjóverjar ætli sér að hætta með evruna sem gjaldmiðil.

Enda er þessi fullyrðing þín einfaldlega bara tóm þvæla. Það má vel vera að einhverjir haldi þessu fram í greinum sem birtast í fjölmiðlum. Þetta er hinsvegar ekki skoðun almennings í Þýskalandi eða stjórnmálaflokka þar.

Í Evrópu þá hækka þeir vexti til þess að lækka verðbólgu. Þannig virka eðlileg hagkerfi.

Jón Frímann Jónsson, 3.5.2011 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband