Leita í fréttum mbl.is

ESB á góðri leið efnahagslega

Olli RehnOlli Rehn, sem fer með efnahagsmál innan ESB, segir að staðan sé nú að nálgast það sem var fyrir kreppuna, þ.e.a.s. haustmánuði árið 2008.

Mjög "sterkar" hagvaxtartölur komu í vikunni frá Þýskaland, Frakklandi og einnig er líka hagvöxtur í Grikklandi.

Þýskaland er nú með hagvöxt upp á um 5% á ársgrundvelli.

Samkvæmt nýrri efnahagsspá ESB er gert ráð fyrir hagvexti á bilinu 1,8-1,9% innan ESB á næsta ári.

Gagnvirkt kort


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þetta er svaðalegur uppgangur. Mótor Evrunnar Þýskland var að negla meira en þrefaldan hagvöxt en Bandaríkin. Frakkland sem ásamt Þýskalandi er nánst helmingur þjóðarframleiðslu Evruland tók inn 1% hagvöxt fyrir þennan ársfjórðung sem er meira en tvöfaldur hagvöxtur USA fyrir sama tímabil. Atvinnuleysi í Þýskalandi hefur meira segja farið minnkandi í "kreppunni".

Það er nú mikil umræða í Bretlandi að Ríkisstjórnin þar sé að fela sig á bakvið slakan árangur með því að miða sig stanslaust við þjóðir eins og Grikkland, Írland og Portúgal. Eitthvað kannast maður nú við það, sérstaklega hér á blogginu. Svolítið eins og Evrusvæðið væri alltaf að miða sig við Kópasker. Vandræði Californiu sem er um 1/6 af USA er töluvert alvarlegra en vandræði smáþjóða eins og Grikklands, Írlands og Portúgals.

Þetta eru mjög góðar fréttir en evrusvæðið á enn í miklum vandræðum. Það sem þarf er sameiginlegur Evrópskur ríkisskuldabréfamarkaður. Góða er að ESB styrkist þegar við ný vandræði sem dúkka upp, ESB er að feta ótroðnar slóðir í öllum skilningi og erfitt að sjá fyrir vandamál sem geta komið upp. Ég spái því að það muni verða komið á fót samevrópskum ríkisskuldabréfamarkaði, þar með væri úr sögunni absúrd CDS álag á einstaka þjóðir innan evrunnar eins og við sjáum í dag, enda þótt einstaka þjóðir myndu borga mismunandi álag vegna skulda, en það yrði ákveðið í ESB en ekki af spákaupmönnum.

Jón Gunnar Bjarkan, 13.5.2011 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband