Leita í fréttum mbl.is

Áhugavert frá utanríkisráðherra Póllands í MBL

Radoslaw SikorskiUtanríkisráðherra Póllands, Radoslaw Sikorski, skrifar áhugaverða grein í MBL í dag um þróun mála í Norður-Afríku, en Pólland tekur við formennsku í ESB í byrjun júlí og gegnir henni í hálft ár.

Hann ber saman þá hluti sem nú eiga sér stað í N-Afríku við atburðina í A-Evrópu í lok áttunda áratugar síðusta aldar og falls kommúnismans í A-Evrópu. Radoslaw segir:

"Við þekktum eymd kommúnismans í Mið-Evrópu. Um leið vissum við hvað við vildum að kæmi í staðinn – kerfi byggt á nútímalegum, evrópskum gildum lýðræðis og markaðar. Það kostar tíma, aga, sársauka og þolinmæði að smíða innviði lýðræðis, en það borgar sig. Í júlí mun Pólland taka forsæti í Evrópusambandinu í fyrsta skipti; við höfum unnið fyrir þeirri ábyrgð að hafa forustu í málefnum Evrópu næstu sex mánuði.

Pólland lærði af reynslunni að það er mun auðveldara að krefjast breytinga og bjóða kúgurum byrginn en að setja fram og innleiða skýra og skynsamlega áætlun um betri framtíð. Kröfur almennings um frelsi ganga ekki alltaf eftir: í ringulreiðinni geta öfl afturhalds látið til skarar skríða. Fall keisarans í Íran hafði hrikalegar afleiðingar þar í landi. Hvíta-Rússland fékk sjálfstæði 1991, en frá 1994 hefur Alexander Lukashenko forseti kinnroðalaust hampað táknum kommúnismans – og aðferðum – til að halda völdum. Þar á Evrópa óunnið verk."

Síðan rekur Radoslaw atburði í heimsókn til Líbýu fyrir skömmu og segir meðal annars að Pólland sé tilbúið að miðla af reynslu sinni, eftir falls kommúnismans þar í landi. Hann segir vera þörf á raunverulegum pólitískum umbótum á svæðinu, en að löndin þurfi einnig að finna eigin lausnir, þó að Evrópa hafi vissulega mikið að bjóða. Síðan segir Radoslaw:

"Við skulum nálgast þetta verkefni í besta anda evrópskrar einingar, en einnig af ákveðinni auðmýkt. Fyrrverandi kommúnistaríki Evrópu geta komið með sérstakt framlag til umbótanna í Norður-Afríku. Fyrst og fremst skiljum við að varanlegar umbætur krefjast þess að orka eigin þjóðar verði virkjuð og að ekki er hægt að reiða sig á vel meinandi en ómarkvissa aðstoð að utan.

Pólland er tilbúið að taka forustu bæði á eigin vegum og í forustuhlutverki í ESB. Lech Walesa, fyrrverandi forseti, heimsótti til dæmis nýlega Túnis og var það hluti af pólskri áætlun til að aðstoða Túnisbúa við að koma á traustum stjórnarskrárumbótum og kosningalögum."

Pólland gekk í ESB árið 2004 og í landinu búa um 38 milljónir manna. Er Pólland því eitt fjölmennasta ríki ESB.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband