Leita í fréttum mbl.is

Stefán Rafn á www.jaisland.is: Hvernig þú og ég getum haft áhrif á Evrópusambandið

Stefan Rafn SigurbjörnssonÁ heimasíðu samtakanna Já Ísland er að finna pistil eftir Stefán Rafn Sigurbjörnsson, formann Ungra Evrópusinna, þar sem hann setur fram sína perónulegu sýn á málin. Hann segir meðal annars:

"Tilfinning mín er sú að umræða um Evrópusambandið hér á Íslandi sé mun sjálfhverfari en þekkist annarsstaðar. Umræðan einkennist af okkar eigin hagsmunamálum, sjávarútveg og landbúnaði, og hvernig við gætum hagnast sem mest af samstarfi við Evrópusambandið. Á sama tíma og ég legg áherslu á að standa vörð um hagsmuni okkar gagnvart Evrópusambandinu langar mig til að fordæma umræðuhefð á Íslandi um Evrópusambandið. Ósk mín er að við íslendingar gerumst virkari þátttakendur í umræðu um þróun Evrópusambandsins. Ekki bara aðild íslands að sambandinu.

Sjálfur hef ég tekið virkan þátt á alþjóðlegum ráðstefnum og fundum höldnum af Evrópskum hagsmunasamtökum. Þar má nefna Evrópusamtök framhaldsskólanema (Obessu) og Ungmennasamtök Evrópu (European Youth Forum). Kynni mín af starfsemi þessara samtaka og af þeim færu jafnöldrum mínum sem starfa þar hafa vakið upp grunsemdir um að við á íslandi séum töluvert á eftir í umræðuhefð um eðli Evrópusambandsins. Krakkarnir sem ég hef unnið með hafa risið ofar þröngum þjóðarhagsmunum og einblína mun frekar á hagsmuni einstaklinga þvert á landamæri. Umræðan er á öndverðu meiði hér á Íslandi."

Síðar segir Stefán: "

Á meðan ég fordæmi umræðuhefðina ítreka ég jafnframt mikilvægi lýðræðislegrar þátttöku. Líkt og með umræðuhefðina virðist íslenskt samfélag einskorðast við eigin landsteina. Lýðræðisleg þátttaka innan Evrópusambandsins er möguleg og hún er aðgengilegari en marga grunar.

Mín persónulega reynsla hefur gefið góðan gaum. Ýmisleg íslensk félagasamtök taka virkan þátt í alþjóðastarfi og hafa bein áhrif á stefnu Evrópusambandsins. Fyrr á árinu tók ég þátt í ráðstefnu í Búdapest þar sem ungt fólk fékk að ræða við evrópska stjórnmálamenn um atvinnuleysi ungs fólks í Evrópu og hvaða skref framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gæti tekið til að mæta þeim vanda. Niðurstöður samræðunnar voru svo sendar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til umræðu.

Ég hvet sérstaklega ungt fólk til að kynna sér starfsemi æskulýðsfélaga, stúdentahreyfinga, verkalýðsfélaga og stjórnmálaflokka til að kanna hvort ekki sé möguleiki á að taka þátt í alþjóðlegu lýðræðislegu samtali.

Áhrif ungs fólks í hinu hnattræna samfélagi á sér engin takmörk, en við íslendingar þurfum að læra að beisla þá möguleika. Evrópusambandið verður aldrei betra eða verra en fólkið sem tekur þátt í því. Lýðræðisleg ábyrgð er okkar megin. Ef við kjósum að sitja hjá erum við að kjósa okkur lélegt samfélag, hvort sem það er sveit okkar land eða álfa."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Þróun Evrópusambandsins:Sambandið hefur þróast í að verða miðstýrt gjörspillt ólýðræðislegt apparat þar sem hundruð milljarðar evra af skattfé almennings aðildar landana hverfa úr bókhaldinu árlega á óútskýrðan hátt.Sambandið hefur þróast í það að verða skrímsli sem reynir að innlima smáríki(Ísland) með fólskulegum efnahagsárásum hagfræðinga stjórnmálamanna og efnahagsböðla sem hagnast sjálfir á tiltækinu að vestrænni fyrirmynd.Sambandið er klárlega skrifræðisbákn og afæta iðandi af krötum og fleiri vafasömun evrópskum stjórnmála og embættismönnum.Og virðist helst þjóna hagsmunum tveggja stærstu þjóðana Frakklands og Þýskalands.Sambandið er nefnt manna á meðal 4 ríkið

Sambandið er að þróast að það að liðast fullkomlega í sundur og leysast upp í lofttegundir sem betur fer.Allt tal um að 3 hundruð þúsund manna samfélag muni hafa einhver áhrif á það sem eftir kann að verða af sambandinu, sem ásælist fyrst og fremst yfirráð yfir auðlindum landsins,eru blekkingar til þess eins að blekkja almenning til að auðvelda innlimun í það sem eftir kann að verða af sambandinu.Íslendingar segja því klárlega nei við aðild og eru orðnir hundleiðir á öllum þessum Evrópusambandsáróðri Baugsmiðla, Eyjunar,Rúv og evrópusamtakana og vilja slíta tilgangslausum aðildarviðræðum strax og snúa sér að öðrum þarfari málefnum.Óskandi væri að Forseti lýðveldisins gripi hér inní og stöðvaði þessa óheillaþróun og beitti til þess 24.gr stjórnarskrárinnar með því að rjúfa þing og boðaða til kosninga.Og setti þar með hagmuni þjóðarinnar ofar hagsmunum ríkistjórnarinar og Evrópusambandsins rétt eins og gerðist í icesave málinu.

Örn Ægir Reynisson, 16.9.2011 kl. 23:04

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Fjármála­ráðherra Bandaríkjanna deilir hart á vandræðagang innan evru-svæðisins

Örn Ægir Reynisson, 16.9.2011 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband